Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 58
leiðrétta misvægi sem tímabundið kann að verða vegna yfirburðastöðu einstakra fyrirtækja. Ekki megi aðeins líta til markaðsaðstæðna eins og þær eru í dag, heldur verði einnig að huga að því hverjar þær kunni að verða að ákveðnum tíma liðnum. Ennfremur er bent á að samfélagslegt gildi stórra, ráðandi fyrirtækja geti í rauninni verið meira til lengri tíma litið heldur það tjón sem and-samkeppnisleg hegðun þeirra kann að valda til skemmri tíma litið. Sem dæmi má nefna að dreifing dagvöru til neytenda í gegnum stórar verslunarkeðjur skapar leiðir til að skila ódýrari vöru til neytenda en sú leið að byggja dreifinguna á fjölmörgum smærri verslunum (kaupmanninum á hom- inu). Því er haldið fram að víðtækar heimildir ríkisins til að ráðgast með skipulag markaðarins út frá samkeppnisjónarmiðum geti auðveldlega leitt til öfga og ofstjómar þar sem markaði er skipt upp milli keppinauta til að tryggja svokallaða réttláta skiptingu hans. Því er andmælt að skipting fyrirtækja samkvæmt valdboði sé endilega til þess fallin að auka samkeppni á markaði, auka framleiðni og lækka verð til neytenda. Óheppilegt sé að ráðskast með skipulag fyrirtækja eða markaðsaðstæður á hverjum tíma með beinum vald- boðum. Hafa menn haft um þetta ýmis orð, svo sem að ekki beri að skattleggja eða refsa fyrir velgengni sem menn hafa notið með lögmætum hætti. Aðrir leggja áherslu á að eðlileg samkeppni sé meginforsenda árangursríks markaðsskipulags og hún sé nauðsynleg vegna hagsmuna neytenda. Hana verði því að leitast við að tryggja með öllum ráðum. Skýrar heimildir ríkisins og atbeini þess sé nauðsynlegur til að viðhalda eðlilegri samkeppni. Samkeppnis- reglur og opinbert eftirlit með þeim, sem stutt sé með virkum úrræðum, hafi fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir samfélagið, þótt það byggist annars á frjálsu markaðskerfi. Hér sé um slíka grundvallarhagsmuni að ræða að réttlætt geti þvingunarúrræði af því tagi um fjallað er um í þessari grein. 6. HELSTU NIÐURSTÖÐUR Valdboðin skipting markaðsráðandi fyrirtækja til að ná samkeppnislegum markmiðum er þekkt úrræði í rétti ýmissa ríkja. Urræði þetta er þó ekki að finna í evrópskum samkeppnisrétti, nema þegar um er að ræða ólöglegan samruna. Ráðagerðir eru um að lögfesta það, en um þær er deilt. Islensku samkeppnislögin hafa ekki að geyma skýrar heimildir til að mæla fyrir um uppskiptingu markaðsráðandi fyrirtækja, hvorki vegna tiltekinna brota þeirra né sem almennt úrræði til að breyta markaðsaðstæðum án tillits til tiltekinna brota. A hinn bóginn er sennilega unnt að beita ýmsum öðrum úrræðum sem skyld eru uppskiptingu sem þó ekki ganga jafn langt, svo sem fyrirmælum um að fyrirtæki skuli hætta tilteknum þáttum starfsemi sinnar eða eftir atvikum selja tilteknar eignir. Ákvæði stjómarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins og atvinnufrelsi standa því ekki í vegi að settar verði í lög heimildir til að mæla fyrir um uppskiptingu markaðsráðandi fyrirtækja, enda krefjist almannahagsmunir þess að mati löggjafans að slíkar heimildir séu í lögum. 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.