Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 62

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 62
2.2.2 Tvöföld gjaldtaka fyrir bundið slitlag óheimil Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 51/1974 var því aðeins heimilt að leggja slík gjöld á að sveitarfélagið hefði ekki áður innheimt af hlutaðeigandi fasteign gatnagerðargjald sem ætlað hefði verið a.m.k. að hluta til bundins slitlags. Oheimilt var því að innheimta tvisvar gjald fyrir bundið slitlag. Á hinn bóginn var talið að innheimta fyrir bundið slitlag á götu og gangstéttir þyrfti ekki ávallt að fylgjast að. Þannig taldi umboðsmaður Alþingis heimilt að innheimta gjald fyrir lagningu gangstétta þótt samtímis hefði ekki verið lagt bundið slitlag á götu, enda tók gjaldið einungis til raunkostnaðar vegna lagningar gangstéttar- innar, sbr. álit umboðsmanns Alþingis í málum nr. 1349/1995 og 2637/1999. Lög nr. 51/1974 útilokuðu ekki að sami aðili gæti þurft að greiða bæði A- og B-gatnagerðargjald, enda væri þess gætt að gjald fyrir bundið slitlag væri aðeins innheimt einu sinni, sbr. álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 512/1991. Þá var heldur ekkert því til fyrirstöðu að leggja B-gatnagerðargjald á fasteign enda þótt A-gatnagerðargjald hefði ekki áður verið lagt á hana við úthlutun lóðar eða veitingu byggingarleyfis, sbr. H 1984 573 og álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2168/1997. 2.2.3 Gjaldskylda til B-gatnagerðargjalda Eigendur fasteigna, sem liggja við þær götur sem bundið slitlag hefur verið sett á og þar sem gangstéttir hafa verið lagðar, voru gjaldskyldir skv. 4. gr. laga nr. 51/1974, sbr. 1. gr. laga nr. 31/1975 að því er varðar B-gatnagerðargjöld. í dómi aukadómþings Gullbringusýslu frá 13. desember 1989 var tekið fram að eðlileg skýring á 3. og 4. gr. laga nr. 51/1974, sbr. 1. gr. laga nr. 31/1975, væri að sveitarstjóm væri aðeins heimilt að leggja sérstakt gjald á eigendur fasteigna við götur þar sem bundið slitlag og/eða gangstétt hefðu verið lögð, þannig að viðkomandi fasteignaeigendur hefðu beint gagn af framkvæmdinni. 2.2.4 Álagningarstofn B-gatnagerðargjalda Lög nr. 51/1974 veittu sveitarstjórnum val um sama álagningarstofn að því er varðaði bæði A- og B-gatnagerðargjöld. Samkvæmt 5. gr. laganna skyldi gjaldinu jafnað niður á gjaldstofn sem skyldi vera lóðarstærð og/eða rúmmál bygginga. Sveitarstjóm átti að velja einn af þessum kostum sem gjaldstofn fyrir hvem gjaldflokk og mæla fyrir um hann í samþykkt sem staðfest skyldi af félagsmálaráðherra, sbr. 3. og 5. gr. laganna. Með sama hætti og gilti varðandi A-gatnagerðargjöald var heimilt að gera mun á fjárhæð B-gatnagerðargjalda eftir notkun húss, t.d. eftir því hvort um var að ræða hús til íbúðar, verslunar, iðnaðar o.s.frv. Þá máttu gjöld af íbúðarhúsum vera mismunandi eftir því hvort um var að ræða einbýlishús, raðhús, fjölbýlishús o.s.frv., sbr. 5. gr. laganna. Sá munur var á álagningarstofni A- og B-gatnagerðargjalda að ávallt var heimilt að leggja A-gatnagerðargjald á ef hús var stækkað og var þá gjald- stofninn bundinn við stækkun hússins, sbr. lokamálslið 1. gr. laganna. B- 156
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.