Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 68
lóðareigandi hafi undirgengist, haldi gildi sínu þrátt fyrir ákvæði laganna, nema aðilar verði á annað sáttir. I athugasemdum við ákvæði til bráðabirgða í frum- varpi því er varð að lögum nr. 17/1996 er tekið sem dæmi að samningur á milli sveitarfélags og lóðarhafa eða lóðareiganda um að innheimta gatnagerðargjald í áföngum eftir því sem lóð byggðist sé þannig áfram skuldbindandi fyrir sveitarstjórn.5 Um heimild til þess að leggja á B-gatnagerðargjöld skv. 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða verður fjallað í kafla 3.13. 3.3 Gjaldskylda til gatnagerðargjalda skv. Iögum nr. 17/1996 Af 1. og 4. gr. laga nr. 17/1996 verður ráðið að eigendur lóða og/eða mann- virkja í sveitarfélagi séu gjaldskyldir og beri ábyrgð á greiðslu gatnagerðar- gjalds. Gjaldskylda til gatnagerðargjaldsins er ekki háð því að gata sú sem lóð eða mannvirki stendur við hafi verið undirbyggð með tilheyrandi lögnum eða að bundið slitlag hafði verið lagt á hana svo og gangstéttir. I 2. gr. laganna er tekið fram að gatnagerðargjaldi skv. 1. gr. skuli varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu. I athugasemdum við 2. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 17/1996, er tekið fram að ráðstöfun gatnagerðargjaldsins sé ekki bundin við gerð gatna við þær lóðir sem gatnagerðargjald sé innheimt af. Ekki sé lengur talin þörf á eða eðlilegt að binda ráðstöfun gatnagerðargjalds við tilteknar götur í sveitar- félaginu.6 Samkvæmt framansögðu virðist ljóst að samkvæmt lögum nr. 17/1996 sé gatnagerðargjald tekjustofn sveitarfélaga sem ekki er bundinn við að standa straum af ákveðinni gatnagerð heldur til að standa almennt straum af kostnaði við gatnagerð í sveitarfélaginu. Gjaldskyldan er þannig ekki háð því hvort nýrrar gatnagerðar sé þörf við hlutaðeigandi lóð eða byggingu, sbr. úrskurð félagsmálaráðuneytisins frá 21. nóvember 1997. Málavextir voru þeir að lóðarhafi í Bessastaðahreppi bar það fyrir sig að hann væri ekki gjaldskyldur þar sem ekki væri þörf neinnar gatnagerðar við lóð hans. Hann benti á að vegur hefði þegar verið lagður við lóðina af Vegagerð rikisins og hefði kostnaður hans þá verið greiddur úr sýsluvegasjóði. Félagsmálaráðuneytið áréttaði að ráðstöfun gatnagerðargjalds væri ekki lengur bundin við gerð gatna við þær lóðir sem gatnagerðargjald væri innheimt af. Af þeim sökum var ákvörðun Bessastaða- hrepps um álagningu gatnagerðargjalds á umrædda lóð í hreppnum talin gild. 3.4 Alagningarstofn gatnagerðargjalds skv. lögum nr. 17/1996 Samkvæmt 3. gr. laga nr. 17/1996 er álagningarstofn gatnagerðargjalds lóðarstærð, rúmmál húss og/eða flatarmáls húss samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð sem félagsmálaráðherra setur. I 4. gr. reglugerðar nr. 543/1996 um 5 Alþt. 1995-1996, A-deild. bls. 994. 6 Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 992. 162
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.