Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 71
3.6 Upplýsingaréttur gjaldanda Eins og áður segir áréttaði umboðsmaður í áliti sínu í máli nr. 840/1993 að við álagningu gjalda væri það grundvallarregla að gjaldendur ættu kröfu á að fá upplýst hvaða kostnaði þau ættu að standa straum af og hvemig álagningu væri háttað. Væri það forsenda þess að unnt væri að bregðast við ólögmætri gjald- töku. I ljósi þeirra lagabreytinga sem gerðar hafa verið á gjaldstofni og lög- bundnu hámarki gatnagerðargjalda verður að telja að gjaldendur eigi m.a. rétt á því að fá upplýsingar um hvert hið lögboða hámark er sem fjárhæð gatnagerðar- gjalds, sem þeir eru krafðir um, má ekki fara yfir. 3.7 Hvenær er gatnagerðargjald skv. lögum nr. 17/1996 gjaldkræft? Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 17/1996 skal sveitarstjórn ákveða í gjald- skrá sinni hvenær gatnagerðargjald er innheimt. Sveitarstjóm hefur þó ekki frjálsar hendur að þessu leyti þar sem í 1. gr. laganna er tekið fram hvenær gatnagerðargjald getur fyrst orðið gjaldkræft. I lögunum koma fram tvö tíma- mörk. Gatnagerðargjald er fyrst gjaldkræft við úthlutun lóðar varðandi þær lóðir sem em í eigu sveitarfélags eða sveitarstjóm hefur ráðstöfunarrétt á. Á öðrum lóðum verður gatnagerðargjald fyrst gjaldkræft við útgáfu byggingar- leyfis. í athugasemdum með 1. gr. framvarps þess, er varð að lögum nr. 17/1996, eru grunnrök síðastnefndu reglunnar skýrð svo að lóðir geti verið í einkaeigu án þess að eigendurnir kjósi að nýta þær undir byggingar, jafnvel þótt skipulag geri ráð fyrir þeim sem byggingarlóðum.10 Af þeim sökum ber ekki að greiða gatnagerðargjald af þeim nema byggingarleyfi sé gefið út til nýtingar á þeim. í athugasemdunum er áréttað að við samningu ákvæðisins hafi gr. 3.4.10 í þágildandi byggingarreglugerð nr. 177/1992 verið höfð í huga en þar sagði að þegar byggingarleyfi hefði verið gefið út fyrir nýbyggingu á skipulögðu svæði í þéttbýli væri sveitarstjóm skylt að sjá um að götur, rafmagn, vatn og holræsi væru fyrir hendi eftir því sem þörf væri á, nema að sérstakur fyrirvari hefði verið gerður í úthlutunar- eða byggingarskilmálum.* 11 Samhljóða ákvæði er nú að finna í 4. mgr. 13. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. 3.8 Málsmeðferð við álagningu gatnagerðargjalds o.fl. Ákvörðun um álagningu gatnagerðargjalds er stjómvaldsákvörðun. Af þeim sökum ber að fara að stjómsýslulögum nr. 37/1993 við undirbúning og meðferð slíkra mála, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga. Stjórnsýslumál sem varða álagningu gatnagerðargjalda em yfirleitt nátengd öðmm stjórnsýslumálum og oft nánast fylgifiskar þeirra. Slík mál eru samtvinnuð og fylgja þegar í kjölfar lóðar- úthlutana þegar um lóðir í eigu sveitarfélaga er að ræða, en ella við útgáfu byggingarleyfa þegar um er að ræða lóðir í eigu annarra. 10 Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 991. 11 Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 991. 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.