Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 76
17/1996 um gatnagerðargjald vaknar sú spurning hvort þau teljist nú fremur
skattur15 en þjónustugjald?16
I fyrsta lagi ber að hafa í huga að ekkert sérgreint endurgjald er látið í té gegn
greiðslu gjaldsins því að gjaldtakan er ekki bundin við gerð tiltekinna gatna eins
og vikið var að í kafla 3.3, heldur er um að ræða tekjustofn sem ætlað er að
standa almennt straum af kostnaði við gerð gatna í sveitarfélaginu.
I öðru lagi er hámarksfjárhæð gjaldsins ekki lengur miðuð við raunkostnað
eða áætlaðan kostnað við gatnagerð eins og áður var samkvæmt lögum nr.
51/1974 um gatnagerðargjöld, enda er gjöldununr ekki lengur ætlað að standa
að hluta eða öllu leyti undir kostnaði við að láta af hendi sérgreint endurgjald.
I þriðja lagi er ljóst að ákvörðun um fjárhæð gjaldsins byggist á hefðbundn-
um skattalegum sjónarmiðum á sviði sveitarstjómarréttar þar sem sveitarstjóm
er leyft innan ákveðinna lögbundinna marka að ákveða hvort og hvemig þessi
gjaldstofn skal nýttur. Þannig hefur sveitarstjórn frjálst mat um upphæð gatna-
gerðargjalds samkvæmt lögum nr. 17/1996, svo lengi sem þess er gætt að gjöldin
fari ekki upp fyrir lögbundið hámark þeirra skv. 3. mgr. 3. gr. laganna og að
fjárhæð þeirra í gjaldskrá sé byggð á löglegum og málefnalegum sjónarmiðum.
I fjórða lagi verður að hafa í huga að gatnagerðargjald samkvæmt lögum nr.
17/1996 er lagt á einhliða af sveitarstjórnum á gjaldendur eftir almennum,
efnislegum mælikvarða og án þess að sérgreint endurgjald komi á móti. Eins og
áður segir er gjaldskyldan er ekki háð því hvort nýrrar gatnagerðar sé þörf við
hlutaðeigandi lóð eða byggingu, eða hvort ráðist verður yfirleitt í sérstakar
framkvæmdir við þá götu sem hlutaðeigandi lóð eða bygging stendur við.
Af framansögðu athuguðu verður ekki annað séð en gatnagerðargjald
samkvæmt lögum nr. 17/1996 teljist skattur þótt um sé að ræða markaðan
tekjustofn, sbr. 2. gr. laganna.
3.12 Gjaldskrá sveitarfélags og birting hennar
Skilyrði fyrir heimtu gatnagerðargjalds er að sveitarstjórn hafi samþykkt
gjaldskrá á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga nr. 17/1996 og birt hana. I 2. mgr. 6.
gr. segir að sveitarstjóm skuli setja sérstaka gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald þar
sem kveðið sé nánar á um álagningu gjaldsins, innheimtu þess og hvað innifalið
sé í gjaldinu samkvæmt lögum nr. 17/1996 og reglugerð nr. 543/1996 um gatna-
gerðargjald. I 11. gr. reglugerðarinnar er kveðið nánar á um hvað skuli koma
fram í gjaldskrá sveitarfélaga.
15 Skattur er oftast skilgreindur sem greiðsla, venjulega peningagreiðsla, sem tilteknir hópar
einstaklinga eða lögaðila verða að gjalda til liins opinbera samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvald-
sins eftir almennum, efnislegum mælikvarða og án sérgreinds endurgjalds frá hinu opinbera. Sjá
t.d. Jónatan Þórmundsson: Fyrirlestrar í skattarétti, 2.
16 Þjónustugjald hefur á hinn bóginn verið skilgreint svo að það sé greiðsla, venjulega peninga-
greiðsla, sem tilteknir hópar einstaklinga og lögaðila verða að greiða hinu opinbera eða öðrum, sem
hefur sérstaka heimild til að taka við henni, fyrir sérgreint endurgjald sem látið er í té og er
greiðslunni ætlað að standa að hluta eða öllu leyti undir kostnaði við endurgjaldið.
170