Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 76
17/1996 um gatnagerðargjald vaknar sú spurning hvort þau teljist nú fremur skattur15 en þjónustugjald?16 I fyrsta lagi ber að hafa í huga að ekkert sérgreint endurgjald er látið í té gegn greiðslu gjaldsins því að gjaldtakan er ekki bundin við gerð tiltekinna gatna eins og vikið var að í kafla 3.3, heldur er um að ræða tekjustofn sem ætlað er að standa almennt straum af kostnaði við gerð gatna í sveitarfélaginu. I öðru lagi er hámarksfjárhæð gjaldsins ekki lengur miðuð við raunkostnað eða áætlaðan kostnað við gatnagerð eins og áður var samkvæmt lögum nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld, enda er gjöldununr ekki lengur ætlað að standa að hluta eða öllu leyti undir kostnaði við að láta af hendi sérgreint endurgjald. I þriðja lagi er ljóst að ákvörðun um fjárhæð gjaldsins byggist á hefðbundn- um skattalegum sjónarmiðum á sviði sveitarstjómarréttar þar sem sveitarstjóm er leyft innan ákveðinna lögbundinna marka að ákveða hvort og hvemig þessi gjaldstofn skal nýttur. Þannig hefur sveitarstjórn frjálst mat um upphæð gatna- gerðargjalds samkvæmt lögum nr. 17/1996, svo lengi sem þess er gætt að gjöldin fari ekki upp fyrir lögbundið hámark þeirra skv. 3. mgr. 3. gr. laganna og að fjárhæð þeirra í gjaldskrá sé byggð á löglegum og málefnalegum sjónarmiðum. I fjórða lagi verður að hafa í huga að gatnagerðargjald samkvæmt lögum nr. 17/1996 er lagt á einhliða af sveitarstjórnum á gjaldendur eftir almennum, efnislegum mælikvarða og án þess að sérgreint endurgjald komi á móti. Eins og áður segir er gjaldskyldan er ekki háð því hvort nýrrar gatnagerðar sé þörf við hlutaðeigandi lóð eða byggingu, eða hvort ráðist verður yfirleitt í sérstakar framkvæmdir við þá götu sem hlutaðeigandi lóð eða bygging stendur við. Af framansögðu athuguðu verður ekki annað séð en gatnagerðargjald samkvæmt lögum nr. 17/1996 teljist skattur þótt um sé að ræða markaðan tekjustofn, sbr. 2. gr. laganna. 3.12 Gjaldskrá sveitarfélags og birting hennar Skilyrði fyrir heimtu gatnagerðargjalds er að sveitarstjórn hafi samþykkt gjaldskrá á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga nr. 17/1996 og birt hana. I 2. mgr. 6. gr. segir að sveitarstjóm skuli setja sérstaka gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald þar sem kveðið sé nánar á um álagningu gjaldsins, innheimtu þess og hvað innifalið sé í gjaldinu samkvæmt lögum nr. 17/1996 og reglugerð nr. 543/1996 um gatna- gerðargjald. I 11. gr. reglugerðarinnar er kveðið nánar á um hvað skuli koma fram í gjaldskrá sveitarfélaga. 15 Skattur er oftast skilgreindur sem greiðsla, venjulega peningagreiðsla, sem tilteknir hópar einstaklinga eða lögaðila verða að gjalda til liins opinbera samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvald- sins eftir almennum, efnislegum mælikvarða og án sérgreinds endurgjalds frá hinu opinbera. Sjá t.d. Jónatan Þórmundsson: Fyrirlestrar í skattarétti, 2. 16 Þjónustugjald hefur á hinn bóginn verið skilgreint svo að það sé greiðsla, venjulega peninga- greiðsla, sem tilteknir hópar einstaklinga og lögaðila verða að greiða hinu opinbera eða öðrum, sem hefur sérstaka heimild til að taka við henni, fyrir sérgreint endurgjald sem látið er í té og er greiðslunni ætlað að standa að hluta eða öllu leyti undir kostnaði við endurgjaldið. 170
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.