Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 77

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 77
í 2. mgr. 6. gr. laganna er loks kveðið svo á að sveitarstjórn skuli auglýsa gjaldskrána og efnislegar breytingar á henni á þann hátt sem venja er að birta opinberar auglýsingar í sveitarfélaginu. Margvíslegt fyrirkomulag er á birtingu sveitarfélaga á opinberum auglýsingum. I ljósi þess að gjaldskráin felur í raun í sér grundvöll skattlagningar verður væntanlega að gera þá kröfu að birtingar- háttur sveitarfélaga feli að lágmarki í sér það réttaröryggi að hægt sé síðar að ganga úr skugga unr á sannanlegan hátt hvert efni gjaldskrárinnar var þegar hún var birt. Ef birtingu er hagað á þann veg að starfsmenn sveitarfélaga séu í raun einir til frásagnar um birtinguna og efni gjaldskrárinnar er álitamál hvort við- hlítandi grundvöllur að stjómlögum er fyrir hendi til umræddrar skattlagningar, sbr. 2. mgr. 77. gr. stjómarskrárinnar, sbr. 15. gr. stjómarskipunarlaga nr. 97/1995. Eins og nánar var að vikið í skýrslu nefndar um starfsskilyrði stjórn- valda er nauðsynlegt að hugað verði að breytingum á reglum um birtingu stjómvaldsfyrirmæla sem sveitarstjómir setja.17 3.13 Álagning B-gatnagerðargjalds skv. ákvæði til bráðabirgða Með 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 17/1996 er sveitarfélögum veitt heimild til þess að leggja á B-gatnagerðargjald vegna framkvæmda sem lokið sé innan 10 ára frá gildistöku laganna. Sveitarfélög eiga því þess kost að leggja B-gatnagerðargjald á fasteignareigendur vegna lagningar bundins slit- lags og gangstétta á eldri götur, enda hafi framkvæmdum verið lokið fyrir 1. janúar 2007. Samkvæmt ákvæðinu tekur þessi heimild einvörðungu til lóða sem voru í eigu sveitarfélags eða sveitarfélag hafði ráðstöfunarrétt á og úthlutað hafði verið fyrir 1. janúar 1997. Heimildin tekur einnig til lóða sem eru í eigu annarra ef leyfi til að byggja á þeim hafði verið gefið út af byggingaryfirvöldunr fyrir 1. janúar 1997. Heimild til álagningar B-gatnagerðargjalda er þar fyrir utan háð öðrum skilyrðum um álagningu þessara gjalda og vikið var að hér að framan í kafla 2. Þannig var það t.d. niðurstaða félagsmálaráðuneytisins í úrskurði frá 10. nóvember 1997 að B-gatnagerðargjald yrði ekki lagt á fasteign á grundvelli þessa ákvæðis til bráðabirgða vegna bundins slitlags og gangstétta sem lögð voru fyrir 15 árum, enda var skilyrði skv. 4. gr. laga nr. 51/1974 að ekki væri lengri tími liðinn frá því að slitlag var sett eða gangstétt lögð en fimm ár, sbr. umfjöllun í kafla 2.2.8 hér að framan. 4. RÉTTARÖRYGGI BORGARANNA OG LAGATÆKNILEG ÚTFÆRSLA Á LÖGUM UM TEKJUSTOFNA SVEITARFÉLAGA Eins og vikið var að í kafla 3.1 benti umboðsmaður Alþingis á í áliti sínu í máli nr. 78/1989 að óviðunandi óvissa væri um skilyrði laga til álagningar B- gatnagerðargjalds skv. 3. gr. laga nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld og ýmsum 17 Sbr. Starfsskilyrði stjórnvalda, 70-71. 171
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.