Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 82

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 82
fyrst innleitt ákvæði (grein 7A, nú 14. gr.) sem mælti fyrir um að setja skyldi sameiginlega löggjöf sem miðaði markvisst að því að engar hindranir væru á viðskiptum á milli ríkjanna um vörur, þjónustu, vinnuafl og fjármagn. Hind- ranir hafa að vísu orðið býsna lífseigar og segja má að enn sé verið að vinna að því að ná markmiði hvítbókarinnar þótt liðinn sé áratugur frá því að því átti að vera náð. Dæmi um það er Efnahags- og myntbandalag Evrópu sem, þrátt fyrir að vera ekki innri markaðs löggjöf að forminu til, gegnir lykilhlutverki við að fullkomna innri markaðinn á því svæði sem það nær til. Það kom að mestu til framkvæmda 1. janúar 1999 en náði ekki lokaáfanga innleiðingar sinnar fyrr en með upptöku seðla og myntar 1. janúar 2002. A síðari hluta tíunda áratugarins fóru menn að kynnast möguleikum Intemets- ins til að eiga viðskipti, einkum til að kaupa og selja ýmiss konar þjónustu. Til sögunnar var kominn nýr, byltingarkenndur miðill sem þekkir engin landamæri. Jafn fljótlegt er að panta bók eða flugfarseðil eða hlaða geisladisk frá nálægu fyrirtæki og frá fjarlægu landi. Menn sáu í rafrænum viðskiptum nýtt sóknar- færi til að styrkja innri markað Evrópusambandsins. Stjómmálamenn, embættismenn og fræðimenn í Evrópu skeggræddu fram og aftur um hvort þessi nýjung væri svo frábrugðin hefðbundnum viðskiptum að kollvarpa þyrfti ýmsum þeim reglum um viðskipti manna í millum sem þróast hafa um aldir. Einkum beindist umræðan að því hvaða reglur skyldu gilda um úrlausn ágreiningsmála þegar viðskipti hefðu átt sér stað yfir landa- mæri, eftir hvaða landslögum skyldi dæmt og hverjar vamarþingsreglur skyldu vera. Þá var fjallað um hvernig ömggast væri að haga greiðslum fyrir viðskipti sem eiga sér ekki stað augliti til auglitis og hugað að öryggi rafrænna undir- skrifta. Evrópusambandið sá sér leik á borði að setja samræmda löggjöf sem miðaði að því að þegnar ESB-landa bæm meira traust til evrópskra fyrirtækja sem bjóða fram þjónustu á netinu en fyrirtækja frá öðrum löndum. Hugmyndin var einkum að styrkja samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja gagnvart banda- rískum fyrirtækjum. Þetta var gert með nýrri tilskipun sem sett var á mettíma á ESB mælikvarða. Tilskipunin tekur á ýmsum atriðum er varða rafræn viðskipti án þess að vera heildarlöggjöf. Frumvarp framkvæmdastjómarinnar kom fram á árinu 1998 og samþykkti Ráðherraráðið og Evrópuþingið hana tveimur árum síðar. Til saman- burðar má nefna að algengt er að tilskipanir séu í u.þ.b. 5 ár í meðförum allra þeirra aðila sem að setningu þeirra koma. Tilskipun um rafræn viðskipti 2000/31/EB' var samþykkt þann 8. júní 2000. Hún var tekin upp í EES-samn- inginn í október 2000.1 2 Frestur fyrir aðildarríkin til að setja nauðsynleg lög og reglur til að fara að tilskipuninni var til 17. janúar 2002. 1 Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/31/EB frá 8. júní 2000 um tiltekna lagalega þætti þjónustu, einkunt rafrænna viðskipta, í tenglsum við upplýsingasamfélagið á innri markaðinum. Stjómartíðindi EB. L 178, 17.7.2000, bls. 1. 2 Ákvörðun Sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 91/2000. 176
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.