Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 88

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 88
10. SÉRREGLUR UM ÁBYRGÐ MILLILIÐA Með milliliðum er einnig átt við aðila sem veita þjónustu í upplýsinga- samfélaginu. Starfsemi þeirra er takmörkuð við tæknilegan rekstur og það að veita aðgang að fjarskiptaneti sem upplýsingar sem þriðju aðilar hafa á boð- stólum eru sendar um eða eru geymdar tímabundið í þeim tilgangi einum að sendingin verði skilvirkari. Þessi starfsemi milliliða er því eingöngu tæknileg, sjálfvirk og hlutlaus og sá sem veitir þjónustuna hefur hvorki þekkingu á né yfirráð yfir þeim upplýsingum sem eru sendar eða geymdar með þessum hætti. Tilskipunin veitir þessum milliliðum undanþágu frá ábyrgð. Samkvæmt íslenskum lögum og lögum flestra aðildarríkja ESB væru þessir aðilar undan- þegnir ábyrgð á efni því sem búnaður þeirra flytur eða geymir þegar af þeirri ástæðu að þeir hvorki hafa vitneskju um efnið né möguleika til að hafa áhrif á það. Sögulega skýringin á því að tilskipunin setur ítarlegar reglur um ábyrgð milliliða í rafrænum viðskiptum er sú að um miðjan síðasta áratug féllu nokkrir dómar í Þýskalandi sem gerðu flytjendur rafræns efnis ábyrga vegna ólöglegs kláms á netinu. Þetta leiddi síðan til þess að slíkir tækniaðilar fluttu flestir starfsemi sína yfir til nærliggjandi landa og héldu áfram að miðla efni í Þýska- landi. Að sjálfsögðu kveða ákvæði tilskipunarinnar á um að milliliðimar séu ábyrgir fyrir efni sem þeir flytja og geyma ef þeir eiga einhvern þátt í þeim upplýs- ingum sem eru sendai'. Þetta á t.d. við þegar milliliður hefur gert breytingar á upplýsingunum sem hann sendir. Ef milliliður sem geymir upplýsingar fær vitneskju um ólöglegt athæfi skal hann tafarlaust gera ráðstafanir til að eyða upplýsingunum eða til að tryggja að aðgangur að þeim sé hindraður. Aðildarríki geta skyldað þjónustuveitendur til að vera á varðbergi fyrir lög- mæti þeirra upplýsinga sem þjónusta þeirra nær til og til að koma upp um og í veg fyrir ólöglegt athæfi. Þá ber aðildarríkjunum og framkvæmdastjóminni að hvetja til að settar verði siðareglur. 11. LAUSN ÁGREININGSMÁLA I 17. gr. og 18. gr. er fjallað um úrlausn ágreiningsmála bæði utan dómstóla og innan og mælt fyrir um að neytendum verði gert kleift að fá skjóta úrlausn fyrir dómstólum. Þetta hefur verið talið eitt mikilvægasta ákvæðið sem ætlað er að auka traust neytenda á að gera viðskipti sín á netinu og hvetja þá til að skipta við fyrirtæki í öðrum ESB löndum. Þótt ekki komi það fram berum orðum í tilskipuninni var, í tengslum við setningu hennar, hrint af stað undirbúningsvinnu innan ESB til að hvetja aðildarríki til að gera löggjöf sína þannig úr garði að unnt verði að leita lausna á deilumálum utan dómstóla eftir rafrænum leiðum. Þetta á bæði við innan hvers ríkis og yfir landamæri. ESB hefur þegar sett upp samskiptanet umboðs- manna og kvörtunamefnda sem skjóta má ágreiningsmálum til. Þau heita EEJ- NET og FIN-NET en það síðamefnda er sérstaklega fyrir fjármálaþjónustu. 182
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.