Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 7

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 7
Langþráðar skýrslur frá Rannsóknarnefnd sjóslysa en skýrslan fyrir árið 1993 er að koma út „Við höfum gert mikið átak í þessum efnum og skýrslan fyrir árið 1993 ætti að vera í þann veginn að líta dagsins Ijós. Skýrslan fyrir 1994 er svo að segja tilbúin og ég reikna með að við tökum inn slakann í þessum útgáfumál- um á þessu ári,“ sagði Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður Rannsóknar- nefndar sjóslysa, í samtali við Ægi. Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður Rannsóknar- nefndar sjóslysa. Hlutverk Rannsóknarnefndar sjóslysa er að rannsaka orsakir slysa á sjó og taka saman niðurstöður sjóprófa og gagna sem varða sjó- slys. Frá því að nefndin tók tii starfa hefur ávallt verið gefin út skýrsla nefndarinnar fyr- ir hvert ár þar sem niöurstöður liggja fyrir á einum stað. Undanfarin ár hefur útgáfan legið niðri og síðasta skýrsla sem kom út var fyrir áriö 1992. Ragnhildur segir meginorsökina á drætti þessum vera skort á fjárveitingum sem varb tii þess ab afla þurfti fjár til útgáf- unnar með öðmm hætti en áður. Ráðuneyti samgöngumála, sem Rannsóknarnefnd sjó- slysa heyrir undir, er ekki skylt meb lögum að gefa út ársskýrslu en hefur heimild til þess. „Þaö hefur ótvírætt forvarnargildi að gefa út umræddar skýrslur og það er ánægjulegt aö þab skuli vera í augsýn að koma útgáf- unni í rétt horf aftur." □ FISKUR MAIHAÐARINS Fiskur mánaðarins er steinbítur. Anarchicas lupus lupus, en um þessar mundir veiðist steinbíturinn, eða sladdinn eins og hann er stundum kallaður, vel. Steinbíturinn verður yfirleitt ekki lengri en 120 cm en nýlega veiddist sá lengsti hingað til við Vestmannaeyjar en hann var 124 cm. Heimkynni steinbíts eru í Barentshafi og Norður-Atl- antshafi frá Svalbarða og allt suður í Biska- jaflóa. Hann er allt í kringum ísland en algengast- ur við Vestfirði. Hann kann best við sig á leir- eða sandbotni á 40-180 metra dýpi. Helsta fæða steinbítsins eru skeljar en sladdinn er með best tenntu fiskum og bryður kuðunga eins og poppkorn en fúlsar ekki við smærri fiskum þegar þeir bjóðast. Steinbíturinn hrygnir í október-nóvember og þá missir hann tenn- urnar. Eggin eru stór, 5-6 mm, og liggja í kökk á botninum og steinbíturinn hringar sig utan um kökkinn og gætir hans. Steinbíturinn er gómsætur og eftirsóttur matfiskur og hertur að vestfirskum hætti er hann lostæti en Vestfirðingar kunnu einnig að gera skó úr roðinu. Heimild: Islenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson. SKARFAR ÓGIMA FISKVEIÐUM Fyrir 25 árum var skarfur tiltölulega sjaldséður við strendur Danmerk- ur en undanfama áratugi hefur orðið sprenging í skarfastofninum og fjölg- unin mæld í þúsundum prósenta. Frá 1970 er talið að varppörum hafi fjölgað úr 250 í 37 þúsund sem jafngildir 24% fjölgun á hverju einasta ári. Ein helsta ástæða þessarar gífurlegu fjölgunar er breytt fæðuval skarfsins við danskar strendur en hann étur nú í auknum mæli fiskteg- undir sem veiddar eru til manneldis, s.s. þorsk, aborra og ál. Fyrir vikið líta danskir fiskimenn á skarfinn sem vaxandi ógnun við við starf sitt og lífsaf- komu. Auk þessa breytta fæðuvals hefur náttúrulegum óvinum skarfsins fækkað umtalsvert. Tegundir eins og kóngsörn og haförn eiga í vök að verjast en þær ásamt ýmsum mávategundum átu egg skarfsins og unga. Skarfurinn er því að verða umhverfisvandamál sem ekki er alveg Ijóst hvemig helst má leysa nema þá helst að hvetja til aukinna veiða á honum. Evrópusambandið hefur lagt til að stofninum verði skipulega haldið í skefj- um og benda menn einkum á þá ógn sem álaveiðimönnum stafaraf skarf- inum en álaveiði er nú aðeins 10-15% af því sem áður var og skarfurinn er þar helsti sökudólgurinn. Kannski geta íslendingar komið frændum sínum Dönum til hjálpar í þessu máli en hérlendis hefur skarfur lengi þótt herramannsmatur þó ekki kunni allir að borða hann saltaðan upp úr tunnu líkt og tíðkast við Breiða- fjörð. (Byggt á Fiskeri Tidende, febrúar 1995) ÆGIR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.