Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 11
s MAÐUR MANAÐARINS Oddur Sæmundsson á Stafnesi KE telur aö stofna þurfi sérstök samtök bátaútgeröarmanna þar sem hlutur þeirra hafi verið og sé enn fyrir borö borinn. Þorsteinn Pálsson lýsir því yfir aö ekkert mark veröi tekið á hótunum Landssambands íslenskra útgeröarmanna og ákvörðun hans um samkomulag um afla smábáta verði ekki hnikað. Landssamband íslenskra út- gerðarmanna leggur til að 45 þúsund tonna úthafskarfakvóta veröi ekki úthlutað til einstakra skipa aö þessu sinni heldur verði sóknin á Reykjaneshrygg frjáls áfram til loka fiskveiðiársins aö minnsta kosti. Litháenski risatogarinn Vyd- unas kvaddur heim til Litháen án samráös viö Úthafsafurðir hf. sem hafa leigt skipið um nokkurt skeið. Nokkur titringur veröur þegar neyöar- kall berst frá fjórum íslendingum um borö en ljóst veröur aö ekkert amar aö þeim en þeir hafa veriö sviptir öllum völdum. Horfur eru á góöri grásleppu- veiöi og bjartsýni ríkir meöal grásleppukarla sem hafa gert sam- komulag um 1700 marka lágmarks- verö fyrir hverja tunnu af söltuðum grásleppuhrognum. Flökunarvél sótt meö lögreglu- valdi um borö í litháenska tog- ararann Anyksai í Hafnarfjaröarhöfn. Rúmlega 20 lögreglumenn aðstoða við aögeröina. Anyksai fer úr höfn án vitund- ar stjórnenda Sogs hf. sem haföi skipið á leigu og haföi lagt um 60 milljónir í vélakaup og endurbætur á skipinu. Allt bendir til þess aö sókn ís- lenskra rækjuskipa á Flæmska hattinn sé aö margfaldast en flest bendir til aö allt að 30 skip muni stunda veiðar þar á þessu ári. Ástæöan er sú aö áöur geröu samkomulagi um sóknarstýringu á svæöinu var frestað um eitt ár vegna mótmæla frá Rússum og íslendingum en samkomulagið geröi ráö fyrir 18 íslenskum skipum á svæöinu. Maður mánaðarins er Hafsteinn Aðalsteinsson skipstjóri á Kristrúnu RE. Hafsteinn var lungann úr marsmánuði á tilraunaveiðum á Reykjaneshrygg með norska línuveiðarann Förde junior og kom inn með um 150 tonn af karfa, keilu og lúðu. Norðmennirnir höfðu varla séð annab eins fiskirí á línu í úthafinu, en Hafsteinn var kunnug- ur á þessum slóðum síðan hann var skipstjóri á Skottu KE sem var kvótalítil og Hafsteinn segir að því hafi honum verið nauðugur einn kostur ab leita í úthafið. Hafsteinn þykir veiðikló og rót- fiskaði á línutvöföldunartímanum á Kristrúnu RE og hefur farib meb hana á Reykjaneshrygg líka og hefur því mikla veiðireynslu á línu þar. „Það er grundvöllur fyrir því að veiða karfa, keilu og fleiri tegundir þarna utan kvóta. En skip- ið þarf að vera gott og vel útbúið meb vönduð veiðarfæri. 8-10 tonn á dag er sæmilegt fiskirí," sagbi Hafsteinn í samtali við Ægi. Hafsteinn fæddist 1949 í Hafnarfirði, sonur Aðalsteins Finnbogasonar stýri- manns og Huldu Sigurðardóttur yfirkennara, og hefur fengist við sjómennsku alla sína ævi. Hafsteinn er giftur Birnu Þórhallsdóttur og þau eiga þrjár dætur og tvö barnabörn. Hann fór 15 ára til sjós sem messagutti hjá Hafskip, lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum 1975 og var síðan hjá Eimskip sem farmaður til 1988 þegar hann gerðist fiskiskipstjóri og var með Hólmstein GK, 50 tonna bát, í tvær vertíðir en þá tók hann við Skottu og síðan Kristrúnu. „Það er rólegra að vera í fragtinni en þetta er meira spennandi," segir Hafsteinn. ORÐ í HITA LEIKSINS „Vaktavinna eins og hjá okkur með tilheyrandi bakvöktum og aukavöktum er þrautfúl." Sigurður Þórir Jónsson lýsir lífi hafnarvarðar I samtali við Fréttir. „ Það er alltaf brjálað veður þannig að ég kemst aldrei á sjó. Auk þess er ekki lúsugan ugga að hafa nema þorsk. “ Axel Jónsson á Hornafirði týsir lífi útgerðarmanns í samtali við Mbl. „Ég þurfti að vera með bölvaða frekju og yfirgang til að ýta hverju einasta smáatriði í gegn.” Gunnar Marel Eggertsson víkingaskipasmiður lýsir samskiptum sínum við Siglingamálastofnun. „Það hefur aldrei mátt nefna það upphátt að í skóla sé hægt að læra að veiða fisk. “ Einar Hreinsson sjávarútvegsfræðingur hjá Netagerð Vestfjarða segir BB hvað honum finnst. „Það verður mjög illa gengið um síldarstofninn, nýtingin mjög óskynsamleg, síldinni ausið upp og henni landað þar sem styst er að sigla og ekkert spáð í annað en að ná í sem mestan afla. “ Maron Björnsson skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF spáir um framvindu síldveiða í samtali við Dag. ÆGIR 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.