Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 44

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 44
keppninni, annars væri staðan ekki slík sem hún er nú." Er biðröð eftir að komast á náms- samning í netagerð? „Það hefur verið það undanfarið. Það hefur verið mikið að gera í Gloría flottrollum og við reynum að vera með nokkra nema á hverjum tíma. Síðustu ár hefur verið ásókn í það. Þetta hefur ekki alltaf verið svo en hefur gengið í bylgjum þann tíma sem ég hef unnið hérna." Námið í þróun „Hins vegar er námið og kennslan orðin mikið breytt frá því sem áður var. Áður lærðu nemar allt á verkstæðunum en sáralítið um netagerð í Iðnskólan- um. Það varð bylting þegar var farið að halda námskeið fyrir nema og starfs- menn í netagerð. Svo varð breyting til batnaðar fyrir fimm árum þegar faglegri braut fyrir netargerðarnema var komið á fót við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þangað fara allir nemar af landinu og ljúka þar síðasta áfanga skólanámsins. Þetta hefur gefið mjög góða raun og er eitt það besta sem hefur verið gert fyrir greinina frá upphafi en þessi mál eru öll í endurskoðun. Það starfa nefndir sem eru að endurskoða bæði námsefnið og námiðsjálft." Netagerðarmenn tilheyra nú Félagi járniðnaðarmanna en áður var þetta sjálfstætt félag sem hét Nót, Sveinafélag netagerðarmanna, og í því voru um 60 félagar. Guðmundur segir menn giska á að 250-300 manns starfi við netagerð í landinu. Byrjunarlaun útskrifaðra neta- Bjarni Tryggvason: Humartroll og nætur á Hornaf irði „Við reynum að veita eins alhliða þjónustu og hægt er en ætli við séum ekkí einna helst sérfræðingar í humartrollum og nótum," sagði Bjarni Tryggvason hjá Veiðarfæragerð Hornafjarðar í sam- tali við Ægi. Það er faðir Bjarna, Tryggvi Vilmundarson, sem starf- rækir netaverkstæðið og þar vinna að jafnaði 10 manns. Vegna sérstöðu Homafjarðar er mest að gera við síldarnærur og humartroll en kolatroll, snurvoðir, fiskitroll og víravinna eru algeng viðfangsefni. Veiðarfæragerðin tekur nema í faginu og þó enginn sé þar í námi núna sagði Bjarni það vera tímabundið. Starfsmenn á verkstæðinu eru flestir með margra ára starfsreynslu bæði á sjó og landi. veiðarfæri í tölvu og nota til þess Autocad teikniforrit. Hefur tölvuvæðing leitt af sér breytt vinnubrögb í neta- gerð? „Þetta er að síast inn. Landssamtök veiðarfæragerða héldu á dögunum námskeið í notkun töflureiknis við út- reikning á veiðarfærum. Þetta fékk góð- ar undirtektir enda eru þessi öflugu for- rit frábær hjálpartæki og opna nýjan heim fyrir þá sem hafa reiknað upp á gamla móðinn í áratugi. Ég vil spá því að nýjar kynslóðir netagerðarmanna muni nýta sér tölvu- tæknina miklu meira en við erum að „Þróunin gengur í þá átt að gera veiðarfærin liprari, sterkari og fisknari svo skipin geti notað þau við erfiðari aðstæður og sinnt veiðum með meira krafti." gerðarmanna eru á bilinu 60-90 þúsund á mánuði eftir framboði og eftirspurn. Netagerð er, að mati Guðmundar, karl- mannafag að 95%. Tölvuvæddur trollhermir í Hampiðjunni sitja lærðir netagerð- armenn og teikna og hanna troll og gera nú. Hampiðjan og Háskólinn hafa haft samstarf um gerð svokallaðs troll- hermis sem er tölvuforrit sem reiknar út ýmsa þætti í sambandi við togkraft, vél- arstærð, skipsstærð og fleiri þætti. Mín framtíðarsýn er að slíkur hermir verði hluti af hjálparbúnaði skipstjórans sem geti þá látið tölvuna segja sér hvaða áhrif ýmsar breytingar hafa á veiðarfær- in, til að hámarka afrakstur veiðanna." Enginn höfundarréttur ' Höfundarréttur í netagerð er lítils metinn og sá sem þróar þekkt veiðar- færi og kemur fram með breytta gerð lendir yfirleitt í því að „þróun" hans er stæld og tekin upp af öðrum án frekari málalenginga. Er hægt að gera eitthvað í þessu? „Það er ekki til neitt sem heitir höf- undarréttur í netagerð. Þetta er óneitan- lega galli. Við höfum séð teikningar ætt- aðar frá okkur hinum megin á hnettin- um. Það er búið að kopíera Gloríutroll austur í Rússlandi. Ég veit ekki um neinn sem hefur fengið einkarétt á neinu veiðarfæri en þó mætti nefna sig- urnaglann og smáfiskaskiljuna en þetta eru hvort tveggja hlutir sem eru hluti af veiðarfærum. Hampiðjan hefur ekki gert neitt til að vernda sig gegn slíkum hlutum. Það eina sem við getum gert er að sannfæra menn um að við gerum hlutina vel og sérhæfum okkar þjónustu þannig að orðstír okkar tryggi það að menn kaupi frekar okkar framleiðslu en eftirlíking- 44 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.