Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 28

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 28
Hvað er sjávarútvegssaga? Jón Þ. Þór Jón Þ. Þór sagnfrœð- ingur. Sjávarútvegur hefur frá alda öðli verið önnur meginatvinnu- grein íslendinga og sú, sem á síðari tímum hefur ráðið mestu um afkomu þjóðarinnar. Þrátt Með sjávarútvegssögu er ekki aðeins átt við sögu fiskveiða í aldanna rás, heldur einnig sögu fiskverkunar og -verslunar, nýtingu annars sjávarfangs, svo sem sjávarspen- dýra, fugla og fjör- unytja hvers konar. Líf og starf þeirra, sem fást vib sjávar- útveg, sjómanna, fiskverkenda, út- gerðarmanna, fisk- kaupmanna og áhangenda þeirra, er mikilsverður þáttur sjávarútvegssögunnar og sama máli gegnir um þróun strandbyggða, til að mynda verstöðva og annarra útgerðar- staða. Á þessari öld er saga veiðarfæragerð- ar, hafna- og vitamála einnig fyrirferðar- mikill þáttur, sem og saga ýmiss konar þjónustufyrirtækja, er öðru fremur byggja starfsemi sína á þjónustu við sjávarútveg- inn. Enn má nefna sögu veðurfars, sem ó- hjákvæmilega hlaut að hafa mikil áhrif á sjósókn, nýtingu sjávarfangs og þróun sjávarbyggba. Saga strandmenningar er einnig veiga- mikill þáttur sjávarútvegssögunnar, en með strandmenningu er í raun átt við flesta þætti daglegs lífs í sjávarplássum og ððrum strandbyggðum, sem og ýmsa menningarsögulega þætti er beinlínis lúta að sjósókn og nýtingu sjávarfangs. Má þar nefna sem dæmi ýmislegan kveðskap og frásagnir af lífi og starfi strandbúa og sjó- manna (m.a. skáldsögur, ævisögur og þjóðsögur), trú og hjátrú, siði og venjur, ýmiss konaT vísindi og rannsóknir er fyrir það hefur saga sjávarút- vegs löngum verið vanrækt af sagnfræðingum og verið mun minna rannsökuð en til að mynda saga landbúnaðar og iðnaðar, að ekki sé minnst á stjórnmála- og stofnanasögu. tengjast hafinu og auðlindum þess, haf- réttarmál og svo mætti áfram telja. Sjávarútvegssagan er þannig engan veginn einskorðuð við fiskveiðar og þar sem sjávarútvegur gegnir svo veigamiklu hlutverki sem hér á landi, hlýtur saga hans að vera veigamikill þáttur þjóðarsög- unnar. í íslenskri sögu fyrri alda er til að mynda oft erfitt að greina á milli sjávarút- vegs og landbúnaðar, svo óglögg voru skil- in á milli þessara tveggja höfuðatvinnu- greina þjóðarinnar. Þannig sendu norð- lenskir dalabændur vinnumenn sína hóp- um saman í veriö á öldum áður og fiskur var fluttur landshluta á milli á sumri hverju. í öðrum landshlutum, á Suður- nesjum, Snæfellsnesi og Vestfjörðum, var sjávarútvegur jafnan höfuðatvinnuvegur og bœndur höfðu landbúskap, þ.e.a.s. kvikfjárrækt, aðeins til styrktar. í Vest- mannaeyjum hétu bændur ekki bændur, heldur útvegsbændur, og var réttnefni. Þar, sem í öðrum helstu útvegsplássum og sjávarhéruðum, var fiskur og annað sjáv- arfang helsta verslunarvara bænda og uppistaban í mataræbi fólks. Er þá og at- hyglisvert, og gefur jafnframt mikilsverða vísbendingu um mikilvægi sjávarútvegs á fyrri tíð, að heimildir geta sjaldan eða aldrei hungursneyðar á þeim svæðum þar sem sjávarnytjar, fiskur og fugl, voru fjöl- breytilegastar og veigamestur þáttur í mataræbi. Á þetta ekki síst við um Vest- mannaeyjar, Breiðafjarðareyjar og Horn- strandir. En þótt sjávarútvegur hafi þannig verið veigamikill þáttur í lífi og starfi íslensku þjóðarinnar í aldanna rás og víða undir- stöðuatvinnuvegur, eru heimildir um hann tíðum af skornum skammti og eng- an veginn verður sagt, að hann hafi notið virðingar á við landbúskap og landnytjar í bændasamfélaginu. Sést það ef til vill best af því, ab við jarðamat á fyrri öldum virð- ist oft sem lítið tillit hafi verið tekið til sjávamytja og góðar sjávarjarðir voru jafn- an mun lakar metnar en góðar bújarðir, sem framfleytt gátu stórum bústofni. Tímabilaskipting íslenskrar sjávarútvegssögu Einsætt virðist að skipta íslenskri sjáv- arútvegssögu í þrjú megintímabil: ára- bátaóld, frá upphafi og fram um 1920, skútuöld, frá því um 1810 og fram um 1920, og vélaöld, frá 1902 og fram á okk- ar daga. Þessi skipting er ljós og einföld, en þarfnast engu ab síður nokkurra skýr- inga. Fyrsta tímbilið, árabátaöld'm, hófst er ís- lendingar tóku að róa til fiskjar. Fyrst í stað voru veiðarnar einkum stu'ndabar í þeim tilgangi að afla soðmetis, en er fiskur varö mikilvæg útflutningsvara, á 13. öld, jókst útgerðin að mun og upp reis ver- stöðvasamfélag, sem hélst í meginatriðum langt fram á 19. öld og sumstaðar á land- inu fram yfir aldamótin 1900. Um það verður nánar rætt í síðari greinum, en í um það bil 900 ár, frá landnámi og fram um 1800, sóttu íslendingar nær eingöngu sjó á árabátum. Þeim var haldið til veiða frá verstöðvum, sem lágu vel við fengsæl- um fiskimiðum. I verstöðvunum bjuggu vermenn í verbúðum á vertíbum og í sum- um þeirra risu snemma hverfi tómthúsa og þurrabúða. Byggb í þeim var að sönnu óstöðug og mjög háð árferði en þó má líta á þau sem fyrsta vísi að þéttbýli hér á landi. Ýmsar heimildir eru til um íslenska ára- bátinn og gerðir hans. Stærð báta var jafn- an mibub vib árafjölda og talað um tólf-, tein-, átt-, sex-, og feræringa og svo minni för, sem voru tvírónir bátar og byttur. Um stærri skip en tólfæringa var ekki að ræða og eftir að kom fram yfir 1600 viröast al- gengustu vertíbarskipin hafa verið sex- og 28 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.