Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 36
Tæknideild Fiskifélags íslands 24. maí á sl. ári kom skuttogariim Sindri VE 60 til landsins, en þann dag kom skipið til Akraness. Skip þetta, sem áður hét Snekkar Nordic, er smíðað árið 1984 (afhent í júní) fyrir Frakka hjá Ateliers Et Chantiers De La Manche, Dieppe í Frakklandi, smíðanúmer 1321 hjá stöðinni. Skipið varhannað og smíðað sem fiakafrystitogari, og vélbúnaður er með flokkun fyrir vakt- frítt vélarúm. Þess má geta að Sindri VE er „systurskip" Orra ÍS (sama grunnteikning), sem einnig var keyptur til landsins í ntaí á sl. ári og er einnig smíðaður lijá Ateliers Et Chantiers (smíðanúm- er 1322), en lijá stöðinni í St. Malo. Helsti munur á skipunum er að Sindri er heldur grynnri (minni dýpt að þilförum), auk þess sem innra fyrirkomulag er nokkuð frábrugðið. Umrœdd stöð hefur aldrei smíðað fiskiskip fyrir íslendinga, en auk þess- ara tveggja hafa fimm skuttogarar verið keyptir til landsins, sem smíðaðir hafa verið hjá stöðinni, þar af tveir þeir fyrstu, Barði NK (1137) og Hólmatindur SU (1138). Hinir þrír voru Hegranes SK (1145), Freyja RE (1441) og Sigurey SI (1507). Allir þessir fimm skuttogarar voru smíðaðir hjá stöðinni í Dieppe eins og Sindri. Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar ákveðnar endur- bœtur á skipinu hjá Þ&E hf. á Akranesi. Helstu breytingar voru þœr að í skipið var settur nýr fiskvinnslubúnaður, skutrennu- loki, gerðar ákveðnar breytingar á íbúðum, bœtt við þremur smávindum og kapalvindu, nýtt vökvaþrýstikerfi fyrir vinnslu- biinað, lúgubúnað, smávindur o.þ.h., bœtt við tœkjum í brú o.fl. Eftir umrœddar endurbœtur hélt skipið til veiða utan land- lielgi, en vegna bilunar í niðurfœrslugír var skipið frá veiðum fram í febrííar sl., er skipið fœr veiðileyfi innan landhelginnar. Sindri VE er í eigu Mels hf. í Vestmannaeyjum, en að því fyrirtœki standa Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum og Meit- illinn hf. í Þorlákshöfh. Skipstjóri á Sindra VE er Helgi Ágústs- son og yfirvélstjóri Hlynur Ingimarsson. Framkvœmdastjóri út- gerðar er Sighvatur Bjarnason. Almenn lýsing Almennt: Skipið er smíöað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Bureau Veritas í flokki * I 3/3 E, Fishing Vessel Deep Sea, Ice II, * MOT, AUT (RMC, Quick Freezing Plant). Skipið er skuttogari með tvö heil þilför milli stafna, skut- rennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra þilfars og íbúðahæð og brú aftantil á hvalbaksþilfari. Rými undir neðra þilfari: Undir neðra þilfari er skipinu skipt með vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými, talið framan frá. Stafnhylki (þurrgeymir); hágeyma fyrir brennsluolíu ásamt sónarklefa; lestarrými (fiskilest) með 36 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.