Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 21

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 21
ita fyrir tæpa fjóra milljarða Málmey SK hæst einstakra skipa með 3.832 tonn en Grandi með stærstan hlut fyrirtækja 9.097 tonn Samkvæmt nýlegu samkomulagi sem gert var innan Norðaustur-Atlantshafsfiskveiöinefndarinnar um skiptingu úthafskarfans á Reykjaneshrygg koma 45 þúsund tonn í hlut íslendinga. Með þessu samkomu- lagi breytast veiðarnar úr óheftri sókn í kvóta- bundnar veiðar og þar með verða til verðmæti sem hægt er að skilgreina á annan hátt en áður. Samkvæmt bestu heimildum Ægis er leiguverö á karfa- kvóta innan landhelgi nú 45-47 krónur en verð varanlegs kvóta 160-180 krónur. Erfitt er að yfirfæra þau verð á út- hafskarfann þvi um færri kaupendur er að ræða og út- hafskarfakvóti hefur fram til þessa ekki verið til sem mark- aðsvara. Heimildir Ægis herma að bæði leiguverð og varan- legt verð á úthafskarfa megi áætla helmingi lægra og verður við eftirfarandi útreikninga stuðst við þá reglu. Samkvæmt þessu kostar hvert kíló af úthafskarfakvóta 85 krónur og all- ur kvótinn því 3,8 milljarða. Væru þessi 45 þúsund tonn leigð gæfu þau af sér 1,1 milljarð í leigutekjur. Hér er rétt að hafa í huga að afar erfitt er að áætla slíkt framtíðarverðmæti og sumir sérfræðingar telja að vegna lítillar eftirspurnar fyrstu árin muni leiguverðið verða svipað og leiguverð á ufsakvóta eða 3-5 krónur kílóið. Frjáls sókn upp að 45 þúsund tonnum Enn sem komið er hefur kvótanum ekki veriö úthlutað til einstakra skipa eða útgerða. Landssamband íslenskra útgerð- armanna hefur lagt til að út þetta fiskveiðiár verði sókn í stofninn óheft eins og hefur verið þar sem ekki sé líklegt að umsamin 45 þúsund tonn náist. Ráðuneytið hefur ákveðið að sóknin verði frjáis þar til umsaminn afli hefur náðst og talið er líklegt að margar útgerðir auki sókn sína i úthafskarf- ann verulega í sumar. Því má búast við að þeim sem hafa veiöireynslu á svæðinu fjölgi nokkuð og því komi kvótinn til úthlutunar til fleiri skipa en annars hefði verið. Rétt er að hafa í huga ab samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiöa, en þau taka til veiða innan lögsögunnar, hefur ráðherra heimild til ab krefjast þess ab skip afsali heimildum til veiða á öðrum tegundum ef úthlutað er kvóta í nýjum tegundum. Eiga frumkvöðlar rétt á meiri kvóta? Nokkur sjónarmið eru uppi hvað varðar úthlutun kvótans. Flestir munu sammála um að veiðireynsla eigi að vega þyngst en ekki eru allir sammála um að hve miklu leyti hún skuli rába. í fyrsta lagi benda sumir á að þriðjungur kvótans sé til- komin vegna réttar íslands sem strandríkis og því beri að út- hluta þeim hluta jafnt til allra en 2/3 á grundvelli veiði- reynslu. Einnig er bent á að fyrstu árin sem veitt var á Reykja- neshrygg voru fáar útgerðir sem sendu skip þangað og öfluðu dýrmætrar reynslu með ærnum tilkostnabi og barningi. Þetta frumkvæði sé skyit að viðurkenna og taka tillit til þess við kvótaúthlutun. Eitt fyrirtæki, Sjólaskip í Hafnarfirði, myndi njóta góðs af því umfram önnur en skip þess voru fyrst til að reyna veiðar á þessum slóðum ásamt skipum frá Stálskipum í Hafnarfirði og Mánaberginu frá Ólafsfirði. Hefðbundin aðferb við úthlutun kvóta er að taka saman veiðireynslu þriggja ára og reikna út hlut hvers skips í heildar- veiði áranna. Það hlutfall er síðan látið ráða kvótahlutdeild. Athygli vekur að Sjólaskipin tvö, Haraldur Krist- jánsson og Sjóli (nú Málmey), eru með um 42% aflans fyrstu þrjú árin, fjögur efstu skipin eru frá Haþwrfirði og eru með samtals um 66% aflans. Fiskifélag íslands lét Ægi í té töiur um útharfskarfaafla ís- lenskra skipa á Reykjaneshrygg frá árinu 1989 til og með 1995. Ægir hefur síðan reiknað út mögulega úthlutun 45 þús- und tonna kvótans í samræmi við veiðireynslu síðustu þriggja ára. Við þessa úthlutun er veiðireynslan ein látin ráða Frumkvöðlarnir Skip sem veiddu úthafskarfa 1989-1991 Númer Nafn skips Afli 3 ár Hlutfall 1868 Haraldur Kristjánsson 2.758.983 21,46% 1833 Sjóli 2.584.444 20.10% 1308 Venus 1.775.376 13,81% 1880 Ýmir 1.315.135 10,23% 1270 Mánaberg 764.254 5,95% 1972 Hrafn Sveinbjarnarson 640.342 4,98% 1578 Otto N. Þorláksson 633.267 4,93% 1976 Snæfugl 573.910 4,46% 2013 Bessi 549.853 4,28% 1328 Snorri Sturluson 382.053 2.97% 1977 Júlíus Geirmundsson 361.548 2,81% 1273 Vestmannaey 277.306 2,16% 1634 Hólmadrangur 124.160 0,97% 1351 Sléttbakur 107.857 0,84% 155 Jón Kjartansson 3.646 0,03% 1505 Ásgeir 3.000 0,02% ÆGIR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.