Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 41

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 41
ÍSLENSK NETAGERÐ er alþjóðleg atvinnugrein segir Guðmundur Gunnarsson sölustjóri Hampiðjunnar „Það má segja að netagerðin á Islandi hafi gengið í gegnum fjórar stórar sveiflur á síðustu 40 árum. Fyrst þegar síldin hvarf í lok sjöunda áratugarins, síðan skuttogarabyltingin með þeim uppgangi sem því fylgdi ásamt úthafsrækjuveiðum og svo má segja að nú standi enn yfir uppsveifla sem hófst með flottrollsbyltingunni í lok síðasta áratugar." Samvinna skipstjðra og netagerðarmanna hefur oft leitt til nýsköp- unar í veiðarfœragerð og eru tilraunir ýmissa skipstjóra grund- völlur margra nýjunga sem komist hafa í framleiðslu netagerða. Guðmundur Gunnarsson sölustjóri Hampiðjunnar man tímana tvenna en hann byrjaði að netagerð hjá Netagerð Eggerts Theódórssonar í Reykjavík 1962 og lauk sveinsprófi 1968 hjá Guðmundi Sveinssyni netagerðarmeistara. „Þannig má segja að netagerðir séu í svipuöu munstri og þær hafa verið þó á- herslur breytist milli ára. Þetta eru þjón- ustustöðvar við útgerðina vítt um land- iö fyrst og fremst en jafnframt taka þær þátt í rannsókna- og þróunarstarfi," seg- ir Guðmundur og bendir á að slíkt þró- unarstarf sé unnið í samvinnu viö Haf- rannsóknastofnunina en útgerðarmenn og skipstjórar hafi ekki síður haft frum- kvæðið í þeim efnum. Jón í Sjóla vantaði flottroll „Þannig má segja að framleiðsla okk- ar á Gloríutrollum hafi byrjað með því að Jón Guðmundsson í Sjóla kom til okkar og sagðist ætla að senda Sjóla og Harald Kristjánsson á karfaveiðar á Reykjaneshrygg og bað okkur að búa út tvö flottroll sem hentuðu til veiðanna." Hampiðjan hefur tekið virkan þátt í veiðarfæraþróun og rannsóknum og hefur frá 1985 tekið þátt í rannsókna- verkefnum með myndatökum neðan- sjávar og notkun tilraunatanka. Rann- sóknirnar hafa einnig beinst að rann- sóknum á fiskilínu, lagnetum og fleiri veiðarfærum. Hafa rannsóknir og til- raunir leitt til mikilla breytinga? „Sé litiö á trollið þá hefur það breyst töluvert mikið frá t.d. upphafi skuttog- aratímans. Þau hafa stækkað til muna og lögun þeirra verið endurbætt, ásamt t.d. notkun Rockhoppers. Hlerar hafa stækkað og þyngst umtalsvert. Þetta hefur fylgt þróuninni í togaraflotanum, hann hefur stækkað með stærri skipum. Breytingarnar felast einnig mikið í nýj- um og bættum mælitækjum sem tengj- ast trollinu og gera sjómönnum kleift að fylgjast með því sem er að gerast." Guðmundur segir að það sama megi segja um nótina og dragnótina, þ.e. að veiðarfærið hafi stækkað og töluverð þróun hafi átt sér stað og margt tengist bættum tækjabúnaöi og öflugri skipum. „Þróunin gengur í þá átt að gera veið- arfærin liprari, sterkari og fisknari svo skipin geti notað þau við erfiðari að- stæður og sinnt veiðum með meira krafti." Byltingar Uppúr 1960 varð gífurleg bylting í ÆGIR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.