Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 12
Þorsteinn ætti að fá orðu segir Jónas Jakobsson um samkomulag ráðuneytisins við smábátaeigendur „Mér finnst Þorsteinn Pálsson hafa unnið gífurlega gott starf ásamt aðstoðarmanni sínum, Ara Edwald, og að mínu áliti ætti Þorsteinn að fá orðu fyrir góða úrlausn þessa erfiða máls. Þetta var stórpólitískur sigur ráðherrans og árásir manna á hann vegna þessa máls eru lítt grundaðar," sagði Jónas Jakobsson, formaður Smábátafélags Reykja- ness, í samtali við Ægi um samkomulag um afla smábáta sem ráðu- neyti sjávarútvegs hefur lagt fyrir Alþingi. Félagar eru á annað hundr- að og félagið með þeim stærri innan Landssambands smábáteigenda. „Það er stutt síðan að ég kunni yfir- völdum litlar þakkir fyrir tök þeirra á þessum málum en þetta er sigur í pattstöðu," segir Jónas. Samkomulagið felur í sér að árlega fái smábátar að veiða sem nemur 13,9% af þorskafla en aldrei minna þó minna en 21.500 tonn en það er einmitt 13,9% af leyfðum þorskafla þessa árs. Reiknað er með gildistöku 1. september 1996 og afli sem fer fram yfir þessi mörk á næsta fiskveiði- ári kemur til frádráttar á næsta ári þar á eftir. „Ég er mjög ánægður með þetta samkomulag og kostir þess eru fjöl- margir. Ég get ekki séð annað en smá- bátaeigendur geti vel lifað við þetta samkomulag en einn stærsti kostur þess er þó sá að hver hópur tekur ábyrgð á sínu kerfi og hvorugur geng- ur á hlut hins. Annað sem er ekki síður mikilvægt er að um þetta ætti að geta náðst mik- il samstaða og þannig gæti lokið þeirri sundrungu og ósamkomulagi sem var að sundra samtökum smábátaeig- enda." Jónas telur að sá sáttagrundvöllur sem í samkomulaginu felst sé gífurlega mikilvægur þar sem ella hefði það blas- að við að Landssamband smábátaeig- enda myndi liðast í sundur. „Nú þurfum við ekki lengur að steyta hnefann hver framan í annan." Hvaða áhrif til fjölgunar eða fækk- unar telur þú að samkomulagið muni hafa? „Ég tel að úreldingarákvæði og heimildir um aflaframsal innan kerf- isins leiði til fækkunar smábáta. Það skiptir miklu máli að sala kvóta er ekki heimil til aðila utan kerfis." Samþykkt er að afli fyrsta árs dregst frá afla næsta árs verði farið fram úr mörkum. Menn segjast sjá nú þegar teikn á lofti um að þetta muni gerast. Standa þá ekki smábátamenn ,í sömu sporum, þ.e. of margir bátar, of lítill afli? „Þessi staða á eftir að koma upp. En fari svo þá er það algjörlega vegna vinnubragða smábátamanna sjálfra og þeir geta engum öðrum um kennt. Það sem mun vega á móti þessu er fyrirsjáanleg fækkun smábáta ásamt væntanlega auknum þorskafla. Út- hlutun næsta fiskveiöiárs mun skera úr um það hve mikil fækkun daga verður á næsta ári." Allra bjartsýnustu spár reikna með að þorskafli verði aukinn um 50 þús- und tonn á næsta ári. Gróflega reikn- að fengju smábátar rúm 6 þúsund tonn af því. í samkomulaginu felst að veiðikerfi fyrir krókabáta verða þrjú, þ.e. bátar á þorskaflahámarki, bátar á sóknarkerfi með línu- og handfæraleyfi og sókn- ardagabátar á handfærum. Margir smábátar völdu þorskaflahámark á síðasta ári en nú verður endurval heimilt til 1. júlí. Telur Jónas ab kvótabátum muni fjölga? Jónas Jakobsson fonnaður Smábátafélags Reykjaness segir að Þorsteinn Pálsson eigi skilið að fá orðu frá smábátamönnum. Hann segir að nú sé runninn upp tími friðar og sátta meðal sjómanna á smœrri bátum. 12 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.