Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 8
Stórir fiskar Steinbíturinn nálgast heimsmetið! Þann 1. mars sl. veiddist óhemju stór steinbítur við Vestmannaeyjar. Hann mældist 124 cm og sló þar með 11 ára gamalt íslandsmet 119 cm steinbíts sem veiðst hafði við Papey árið 1985. Vantar nú lítið upp á að heimsmetið falli en það mun vera 125 cm eftir því sem næst verð- ur komist. Margir hafa áhuga á að vita hver sé mesta lengd ýmissa fisktegunda á íslandsmiðum og því tók ég eftirfarandi lista saman mönnum til skemmtunar og fróðleiks. Þar sem öruggar upplýsingar um mestu lengd nokkurra þekktra fisktegunda á íslandsmiðum voru ekki tiltækar þá var þeim sleppt að þessu sinni en úr því verður e.t.v. bætt síðar. í sviga er sýnd mesta lengd sem vitað er að mælst hafi á viðkomandi tegund utan íslandsmiða. Stundum er hún gefin upp sem lengd að sporði (SL) en annars er miðað við heildarlengd (LT), þ.e. frá trjónuenda aftur á sporðblöðkuenda, sem er sú viðmiðun sem notuð er við íslensku mælinguna. GunnarJónsson Gunnar fóns- son, ftskifræð- ingur. Brjóskfiskar Kambháfur, Pseudotriakis microdon: 1915, við Vestmannaeyjar, 290 cm (295). Gljáháfur, Centroscymnus coelolepis: 1992, djúpt vestur af Rosmhvalanesi, 120 cm (120). Háfur, Squalus acanthias: 1971, suður af Selvogsbankatá, 114 cm (123). Maríuskata, Bathyraja spinicauda: 1987, Grænlandssund, 154 cm (170). Skjótta skata, Raja (Amblyraja) hyperbor- ea: 1992, djúpt vestur af Rosmhvala- nesi, 105 cm (92). Tindaskata, Raja (Amblyraja) radiata: 1975, NA af Langanesi, 100 cm (102). Skata, Raja (Dipturus) batis: 1910, við Vestmannaeyjar, 252 cm (um 250). Náskata, Raja (Leucoraja) fullonica: 1989, Þórsbanki, 168 cm (120). Geirnyt, Chiamera monstrosa: 1993, Reykjaneshryggur, 110 cm; og 1995, SV af Reykjanesi, 110 cm (150). Stuttnefur, Hydrolagus affinis: 1991, grá- lúðuslóö vestan Víkuráls, 137 cm (130). Gránefur, Hydrolagus pallidus: 1992, út af Berufjarðarál, >120 cm (>128). Trjónufiskur, Rhinochimaera atlantica: 1959, vestan Eldeyjar, 140 cm; og 1992, djúpt vestur af Öndverðarnesi, 140 cm (140). Beinfiskar Gjölnir, Alepocephalus bairdii: 1992, ut- anvert Skaftárdjúp, 106 cm (100). Augnasíld, Aiosa fallax: 1994, út af Keil- isnesi í Faxaflóa, 52 cm (55). Síld, Clupea harengus: 1955, út af Skjálf- anda, 47 cm (49). Vargakjaftur, Bathysaurus ferox: 1991, grálúðuslóð vestan Vikuráls, 65 cm (61). Litli földungur, Alepisaurus brevirostris: Á Fiskmarkaðinum í Vestmannaeyjum. Ingi Steinn Ólafsson ásamt steinbítnum vcena. 1992, sunnan eða suðvestan Surtseyj- ar, 100 cm (um 100). Stóri földungur, Alepisaurus ferox: 1982, NV af Surtsey, 177 cm (196). Sláni, Anotopterus pltarao: 1990, júní, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 94 cm (um 100). Pokakjaftur, Saccopharynx ampullaceus: 1995, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 175 cm (161). Gapaldur, Eurypharynx pelecanoides: 1991, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 60 cm (100). Álsnípa, Nemichthyes scolopaceus: 1992, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 137 cm (130). Broddabakur, Notacanthus chemnitzii: 1970, Þórsbanki, 120 cm (120). Snarphali, Macroums berglax: 1995, grá- lúðuslóð vestan Víkuráls, 109 cm (>100). 8 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.