Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 38

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 38
skiptiskrúfubúnaði frá Lips. í skipinu er búnaður fyrir svartol- íubrennslu, seigja IF 380. Tæknilegar upplýsingar laðalvél með skrúfubúnaðil: Gerðvélar............................................ 6R32BC Afköst.................................................. 2005 KW C2725 hö) Snúningshraði...................................... 720 sn/mín Gerð niðurfærslugírs............................ ERMD 2500 Niðurgírun............................................ 3,29:1 Blaðfjöldi skrúfu................................... 4 Þvermál skrúfu..................................... 2600 mm Snúningshraði...................................... 219 sn/mín Skrúfuhringur....................................... Fastur Á niðurfærslugír eru tvö úttök fyrir riðstraumsrafala, sem eru frá Leroy Somer, gerð TA 4010 L6, 512 KW (640 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz hvor. í skipinu er ein Baudouin hjálparvél af gerð 6P15SRE, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu, 220 KW (300 hö) við 1500 sn/mín. Vélin knýr 184 KW (230 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz riðstraumsrafal frá Leroy Somer af gerð TA 2810 L7. í skipinu er afgasketill frá Wanson, hitaflötur 52 m2, þrýst- ingur 10 bar, en einnig er olíukyntur ketill frá Wanson, gerð 400 BIS. Annar vélbúnaður, skipskerfi: Stýrisvél er rafstýrð og vökva- knúin frá Sperry, snúningsvægi 10 tm., og tengist hefð- bundnu stýri. Fyrir brennsluolíu- og smurolíukerfið eru þrjár Alfa Laval skilvindur af gerð WHPX405TG, tvær fyrir brennsluolíukerf- ið (gasolíu og svartolíu) og ein fyrir smurolíukerfið. Ræstiloft- þjöppur eru þrjár, tvær frá Ervor af gerð G 40-ELD, afköst 32,5 m3/klst við 30 bar þrýsting hvor, og ein frá Atlas Copco af gerð LT 930, afköst 33,2 m3/klst við 30 bar þrýsting. Fyrir vélarúm og loftnotkun vélaeru tveir rafdrifnir blásarar, afköst 27000 m3/klst hvor. Rafkerfi skipsins er 380 V, 50 Hz riðstraumur fyrir mótora og stærri notendur og 220 V, 50 Hz til ljósa og almennra nota í íbúðum. Fyrir 220 V kerfið eru tveir spennar 380/220 V í skipinu er ferskvatnsframleiðslutæki frá Alfa Laval af gerö JWP 26-C50, afköst 5 tonn á sólarhring. Austurskiljan er frá Serep, afköst 0.5 m3/klst. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slök- kvikerfi. íbúðir eru hitaðar upp með miðstöðvarofnum, sem fá varma frá afgaskatli og olíukyntum katli til vara. Loftræsting íbúða er með rafdrifnum blásurum, auk blásara fyrir innblást- ur, afköst 4200 m3/klst, eru sogblásarar fyrir eldhús, snyrti- klefa o.fl. Vinnsluþilfar er loftræst með 12000 m3/klst blásara. Fyrir hreinlætiskerfi er ferskvatnsþrýstikerfi og sjókerfi fyrir salerni. Fyrir vökvaknúinn vindubúnað er vökvaþrýstikerfi (lág- þrýstikerfi) frá Sorenam (Norwinch). Um er að ræða fjórar raf- drifnar vökvaþrýstidælur af gerð SV15A, sem skila 1195 1/mín hver við 1450 sn/mín og 50 bar þrýsting, knúnar af 110 KW rafmótorum. Fyrir lúgubúnað, smávindur og vinnuþilfar er raf- drifið vökvaþrýstikerfi frá Landvélum hf., tvær Rexroth dælur, 100 1/mín við 210 bar þrýsting hvor, knúnar af 37 KW rafmót- orum. Stýrisvél er búin tveimur rafdrifnum vökvadælum. Fyrir frystitæki og frystilest er kælikerfi (frystikerfi), stað- sett í rými s.b.-megin í vélarúmi. Kæliþjöppur eru þrjár frá Grasso, tvær af gerðinni RC 4211, knúnar af 90 KW rafmótor- um, kæliafköst 113500 kcal/klst (132 KW) við -35°C/-/+40°C hvor þjappa, og ein minni, knúin af 30 KW rafmótor, kæliaf- köst 30400 kcal/klst (35.3 KW) við -35oC/-/+40°C. Kælimiðill er Freon 22. Fyrir matvælageymslur (kæli og frysti) er sjálf- stætt kælikerfi, kælimiðill Freon 22. íbúðir Almennt: íbúðir eru samtals fyrir 27 menn í þremur 4ra manna (nýttir fyrir þrjá), fimm 2ja manna og fimm eins manns klefum, auk sjúkraklefa. íbúðir eru á þremur hæðum framskips, þ.e. á efra þilfari, bakkaþilfari og brúarþilfari. Efra þilfar: í íbúðarrými fremst á efra þilfari er hlífðarfata- geymsla (sloppageymsla fyrir vinnuþilfar) s.b.-megin, en b.b.- megin eru matvælageymslur (þurrgeymsla, kælir og frystir). Þar fyrir aftan eru tveir eins manns klefar (annar með sér- snyrtingu) b.b.-megin, en s.b.-megin og fyrir miöju eru tveir borðsalir, snyrting með salerni og sturtu og stakkageymsla (fyrir togþilfar) út við s.b.-síðu. Eldhús er aftast fyrir miðju. Bakkaþiifar: Fremst í íbúðarými á bakkaþilfari er snyrtiher- bergi með þremur salernisklefum og þremur sturtuklefum s.b.-megin, til hliðar við snyrting með salerni og sturtu, stiga- gangur milli hæöa og þvottaherbergi, en b.b.-megin er sjúkra- klefi meö sérsnyrtingu. Fyrir miöju, aftan við þvergang, eru tveir tveggja manna klefar og stigagangur upp í brú. í rým- um meðfram síðum eru svefnklefar, s.b.-megin þrír 4ra manna klefar, en b.b.-megin eins manns klefi og þrír tveggja manna klefar. Brúarþilfar: Á brúarþilfari, s.b.-megin aftan við stýrishúsið, er skipstjóraklefi með sérsnyrtingu og b.b.-megin er eins manns klefi, auk salernisklefa. íbúðir eru einangraðar og klæddar með plasthúðuðum spónaplötum. Vinnuþilfar (fiskvinnslurými) Móttaka afla: Framan við skutrennu er vökvaknúin fiskilúga sem veitir aðgang að fjórskiptri fiskmóttöku, um 60m3 að stærð, aftast á vinnuþilfari. í efri brún skutrennu er vökvaknúinn skutrennuloki. Móttakan er klædd ryðfríu stáli og búin kælingu, lokuð að framan með þili og búin fjórum lúgum til losunar. Meðhöndlun afla: í skipinu er búnaður til bolfiskflaka- vinnslu og heilfrystingar á karfa og grálúðu. Vinnslubúnaður svo sem færibönd, blóðgunar-, þvotta- og safnkör, snyrti- og pökkunarborð eru frá Þ&E hf., sem einnig annaðist niður- 38 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.