Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 26

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 26
stöðvar, björgunarmiðstöð Slysavarna- félagsins og stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar. Björgunarmiðstöð Slysavarnafélags- ins annast aðgerðastjórn meðfram strönd landsins og á svæðinu út frá henni. Alþjóðlegt heiti stöðvarinnar er MRCC REYKJAVÍK COASTAL. Björg- unarmiöstöðin er til húsa í aðalstöðv- um Slysavarnafélagsins að Grandagarði 14 og starfar Tilkynningaskylda ís- lenskra skipa undir sama þaki og lýtur sömu stjórn. Stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar annast aðgerða- stjórn á hafinu fyrir utan 12 sjómílur, en við sérstakar aðstæður getur hvor stjórn- stöðin sem er falið hinni að taka við stjórn aðgerða. Þetta leysir þó ekki stjórn- stöðina sem aðgerðina hóf undan ábyrgð. Svokölluð yfirstjórn leitar og björgun- ar á hafinu og við strendur íslands, sem skipuð er þremur fulltrúum, tilnefnd- um af Slysavarnafélagi ís- lands, Landhelgisgæslu ís- lands og Póst- og símamála- stofnun, skal koma saman í hlutaðeigandi stjórnstöð til að samræma aðgerðir, eink- um þegar upp koma atvik sem kalla á umfangsmiklar aðgerðir við leit eða björg- un. Tilkynningaskylda ís- lenskra skipa skal í neyðar- tilvikum miðla upplýsing- um um ferðir skipa eftir því sem þörf krefur. í björgunarmiðstöð Slysavarnafélagsins er vakt allan sólarhringinn, á nótt- ________ unni eru það starfsmenn Tilkynningaskyldunnar sem vakta stöðina ásamt bakvakt sem ætíð er til- tæk ef á þarf að halda. Á daginn er deildarstjóri eða staðgengill hans á bakvakt. Slysavarnafélagið hefur á að skipa 90 björgunarsveitum hringinn í kring- um landið og er mikil samvinna milli þeirra og björgunarmiðstöðvarinnar í útköllum og leitum ásamt eftirgrennsl- an báta. Slysavarnafélagið hefur á að skipa 25 harðbotna björgunarbátum ásamt fjór- um björgunarskipum sem staðsett eru í Reykjavík, Sandgerði, Rifi og á ísafirði. Auk þess eiga björgunarsveitirnar um 105 slöngubáta hringinn í kringum landið. í björgunaraðgerðum eru björgunarbátarnir undir stjórn björgun- armiðstöðvar í aðalstöðvum Slysavarna- félagsins á Grandagarði. Sjóbjörgunarœfing í Faxaflóa, TF-LÍF ífjarska. Björgunarmiðstöðin stjórnar æfing- um stóru björgunarbátanna og eru sér- stök leitarmynstur á sjó æfð og í björg- unarmiðstöðinni er tölva búin SAR leit- arforriti sem notað er við æfingar og í raunverulegum leitum. Um þessar mundir er að koma sigl- ingatölva í björgunarmiðstöðina sem nýtast mun vel í leitum á sjó og til æf- inga. Mun hún tengjast sérstökum upplýsingabanka sem nýst getur skip- stjórnarmönnum við störf sín. Slysavarnafélagið vinnur í samvinnu við Kerfisverkfræðistofu Háskóla íslands, Veðurstofu Islands, Flugmálastjórn og Vegagerð ríkisins að verkefni sem heitir lifandi veðurvarp. Markmið verkefnisins er að nýta raunmælingar á veðri sem gerðar eru af mörgum aðilum, m.a. í flug- vélum, skipum og í veðurathugunar- stöðvum. Mælingarnar verða unnar í rauntíma og gerum við okkur vonir um að þær nýtist vel í leitum og björgunum bæði á sjó og landi því ætlunin er að upplýsingarnar komi beint inn á tölvumar. Björgunarmiðstöðin tekur einnig virkan þátt í almanna- varnakerfi ríkisins og er það kerfi prófað einu sinni í viku. Björgunarmiðstöð Slysavarna- félagsins hefur töluvert mikil samskipti við erlendar björg- unarmiðstöðvar og hefur ver- ið í góðu sambandi við bresku strandgæsluna og ' breska björgunarbátafélagið (RNLI). Hefur Slysavarnafélagið sent nokkra starfsmenn sína til þjálfunar hjá þessum aðilum, auk þess sem björgunarsveita- menn hafa farið á bátanám- skeið hjá RNLI. Námskeiðs- ferðir sem þessar hafa mikið gildi fyrir björgunarsveitastarf- ið og er óhætt að fullyrða að björgunarsveitir okkar séu vel þjálfaðar, bæði í sjó og land- björgun, en hér er um sjálf- boðaliðastarf að ræða eins og kunnugt er. _____ Á hverju ári sinnir björgun- armiðstöðin fjölda beiðna og voru á árinu 1995 samtals 587 atvik og beiðnir sem þörfnuðust skoðunar og af- greiðslu. Nokkrar sjóbjörgunaræfingar eru haldnar á ári hverju og þá yfirleitt með Landhelgisgæslunni og stranda- stöðvum, oftast loftskeytastöðinni í Gufunesi. í vetur var haldin leitaræf- ing á sjó og tók Stýrimannaskólinn í Reykjavík m.a. þátt í henni. Þá hafa 26 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.