Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 50

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 50
Jón Holbergsson: Margt skemmtilegt að gerast Á netaverkstæði Jóns Holbergssonar í Hafnarfirði er ekki bara stagað í götin heldur fengist við nýjungar og framþróun. Jón Holbergsson netagerðarmeistari hefur rekið verkstæði í 30 ár og alltaf haft áhuga á nýjungum. Árið 1986 hannabi Jón nýja gerb af humartrolli sem hlaut vinnuheitib Gaflarinn og eftir tilraunir á rann- sóknaskipinu Dröfn hefur þab rutt sér mjög til rúms og nú hefur flestum humartrollum veriö breytt til samræm- is við þær breytingar sem Jón setti fram með Gaflaranum. Ennfremur hefur verkstæbi Jóns á undanförnum árum tekið þátt í tilraun- um með dragnót sem leiddu til grund- vallarbreytinga á dragnótinni og gera hana að öflugra og skilvirkara veiðar- færi. Við rannsóknir þessar og tilraunir var notub neöansjávarmyndavél og af- raksturinn varð ný gerð af dragnót sem er kölluð Gleypir í samræmi við aukna veiðihæfni. Breytingarnar fólust eink- um í því að nota þrjá grandara í stað tveggja áður og auka í netið en við það hækkaði höfuðiínan í 10 til 11 metra hæb eba um helming. Svipaöar rannsóknir sem Jón Hol- bergsson tók þátt í leiddu til breytinga á fótreipistrolli fyrir fiskibáta sem gefa meiri opnun og aukna veiðihæfni. „Vib höfum útbúið nýjar tveggja grandara nætur sem lofa góðu. Þab er vaxandi áhugi manna á endurbótum og margt athyglisvert ab gerast í þessari atvinnugrein," sagði Jón í samtali við Ægi. Jón Eggertsson: ISO-staöall tryggir gæðin „Verksmibja Mörenot hefur fengið vottun samkvæmt ISO- 9001 stabli sem er trygging fyrir gæðum og mikib öryggi fyrir okkur og okkar viðskiptavini," sagði Jón Eggertsson netagerðar- meistari í Netanausti í samtali við Ægi. Jón er umboðsaöili fyrir norska netaframleiðandann Mörenot og segir að mikil loðnuveiði og vonir um aukna síldveiði skili sér í vaxandi eftir- spurn eftir nótum og nótahlut- um. Mörenot er fyrst netafram- leiðenda til þess að fá umrædda vottun og eina verksmiðjan í Evrópu sem hefur hana. Erling Proppé: Sérfræðingar í rækjutrollum „Netaverkstæbib okkar er 10 ára gamalt um þessar mundir og þar vinna 14 manns. Við erum einkum í rækjutrollum og erum stærstir í því hér á Reykjavíkur- svæðinu," sagði Erling Proppé hjá Seifi hf. í samtali við Ægi. Hann benti ennfremur á ab Seif- ur hefði bestu aðstöðu í Reykja- vík til þess að taka loðnunætur beint frá borði og í hús sem væri alltaf eftirsótt. „ Við höfum útbúið nýjar tveggja grandara ncetur sem lofa góðu," segir Jón Hoibergsson netagerðarmeistari. 50 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.