Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 42

Ægir - 01.04.1996, Blaðsíða 42
veiðarfæragerð þegar gerviefnin leystu af hólmi hinn eiginlega hamp eða sísal sem fram til þessa hafði verið notaður í flest veiðarfæri. Við þessa byltingu urðu veiðarfæri stærri og léttari og miklu mun sterkari en áður. Öll vinna varð léttari og veiðarfærakostnaður minnk- aði mjög mikið, en áður var algengt að trollið entist ekki nema eina veiðiferð. ari og sterkari og um leið og þau léttast er hægt að stækka þau. Tilraunir með línuveiöar sem við höfum tekið þátt í og styrkt hafa lofað mjög góðu. Það þarf að vera hægt að sýna fram á marktækan árangur sem réttlætir fjár- festinguna og sjómenn og skipstjórar þurfa að sannfærast svo þetta tekur langan tíma. Við höfum verið að vinna Guðmundur Gunnarsson sölnstjóri Hampiðjnnnar. Nú eru koma á markaðinn svokólluð ofurefni sem farið er að nota í veiðar- færi. Má búast við að það leiði til svip- aðrar byltingar og þegar nælonið leysti hampinn af hólmi? „Þessi nýju efni eru framför á mörg- um sviðum. Það má segja að með þeim sé hægt að gera veiðarfæri enn léttari og sterkari. Það er hægt að grenna netið í trolli um 2 mm með notkun þess og halda sama styrk og lína úr ofurefni er mun sterkari og fisknari en eldri línur. Hitt er svo annað mál að framleiðsla þráðanna sem er uppstaðan í þessu efni er háð einkaleyfi og aðeins tvær verk- smiðjur í heiminum sem framleiða efn- ið, önnur í Ameríku og hin í Hollandi. Efnið er því enn sem komið er mjög dýrt eða 10 til 20 sinnum dýrara en heföbundið hráefni og vandséð að til verðlækkunar komi á næstunni. Þess vegna munu útgerðarmenn fara sér hægt í því að fjárfesta í veiðarfærum og þetta mun alls ekki strax leysa nælonið af hólmi. Við höfum notað þetta efni að hluta til í flottrollin til þess að gera þau létt- með þessi efni nú í sex ár, fyrst í köðl- um, en nú er farið að flétta úr þeim í verksmiðju okkar í Portúgal. En þó þetta sé framför er þetta ekki bylting í líkingu við það sem skiptin úr náttúrulegum efnum yfir í gerviefni voru." Tilraunastofan á Reykjaneshrygg Hampiðjan flutti töluvert út af veið- arfærum þegar farið var að framleiða stærri flottroll en áður, svokölluð Glor- íutroll, og þau hafa farið víða um heim og nú selur Hampiðjan tii fleiri landa en áður og má segja að hún hafi náð fótfestu í öllum heimsálfum nema Suð- urskautslandinu. Guðmundur staðfestir að sem fyrr séu íslenskir skipstjórar sem fara til starfa erlendis bestu sölumenn og erindrekar íslensks veiðarfæraiðnað- ar því þeir vilji aðeins það besta sem þeir hafi kynnst. Gloríuflottrollin sem notuð eru til karfaveiða eru einhver stærstu veiðarfæri sem togarar hafa dregið og enn sem komið er er Hamp- iðjan eina verkstæðið á íslandi og eitt fárra í heiminum sem setur þau upp. En hvaða breytingar voru það einkum sem Hampiðjan gerði á flottrollinu sem áður var þekkt veiðarfæri? „Þetta þróaðist stig af stigi. Við viss- um fyrst aðeins að trollið varð að vera stórt og þá lá beinast við að stækka það með því að stækka möskvana og þá urðu til þessir stóru 32 metra möskvar fremst. Svo fórum við að klæðskera- sníða þau, með risamöskvum og nýjum efnum svo kraftminni skip gætu notað þau, með miklu samráði við skipstjór- ana sem voru að nota trollin. Án þeirra hefði þetta aldrei tekist. Hvatinn er von- in um bættan árangur og Reykjanes- hryggurinn var tilraunastofan. En hvað verður næsta skref er erfitt að spá um. Aðstæður breytast og þá um leið kröfur skipanna en okkar markmið er að upp- fylla þeirra óskir." Guðmundur segir að eitt af því sem gerir íslenska netagerð að skapandi og öflugu fagi sé að íslenskir skipstjórar og útgerðarmenn séu fljótir að laga sig að breyttum aðstæðum. Minni síld leiddi til loðnuveiða, minni þorskveiði til meiri rækjuveiða og útrásin úr land- helginni á ný veiðisvæði við Nýfundna- land og í Barentshafi eru nýleg dæmi. „Það er mikill kraftur í íslenskri út- gerð og mín skoðun er sú að íslenskir skipstjórar hafi mun meiri áhrif en víða annars staðar tíðkast. Þess vegna fá þeir það sem þeir vilja og þess vegna náum við árangri." Verksmiðjan í Portúgal Hampiðjan byggði verksmiðju í Portúgal 1991 og hefur rekstur hennar gengið vel. Þýðir þetta að íslensk fram- leiðsla á þessu sviði sé samkeppnisfær á alþjóðlegum grundvelli? „Það er gífurleg samkeppni í neta- og kaðlaframleiðslu. Höfuðástæða þess að Hampiðjan réðist í byggingu verk- smiðju í Portúgal var mikil eftirspum eftir veiðarfærum á seinni hluta níunda áratugarins ásamt mikilli þenslu á ís- lenska vinnumarkaðnum. Sum árin fóru 400 manns hérna í gegn þegar heildarársverk voru um 200 að meðal- tali. Hampiðjan varð að flytja inn vinnuafl og það reyndist misjafnlega vel. Verksmiðjan í Portúgal hefur gert Hampiðjunni kleift að standa sig í sam- 42 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.