Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1999, Qupperneq 13

Ægir - 01.08.1999, Qupperneq 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI inni í fiskinum á hverjum tíma en það getur rokkað allt frá 6% til 30%. Mis- munurinn er oft loðna eða síli sem fiskurinn hefur étið og í raun út úr korti að nota þá vigt sem grunn að kvótanotkun til samræmis við slægð- an fisk með haus, að ég tali nú ekki um unninn fisk í umbúðum. En þetta á ekki bara við litlu fyrirtækin heldur þau stóru líka. Þau ættu að sækjast eft- ir því að fá að nota afurðirnar sem grunn að kvótanotkun og að geta unnið sér þannig inn sína eigin nýt- ingarstuðla rétt eins og fiskhúsin á millidekkjum togaranna úti á sjó. Má ekki fórna hagkvæmninni fyrir óskilgreinda sátt um sjávarútveginn Pétur leggur mikla áherslu á að gott útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtæki verði aldrei rekið nema samræmi sé milli veiðiheimilda, skipastóls og vinnslunnar, hvort sem hún er úti á sjó eða í landi. Þá fyrst náist hámarks- afrakstur og á hagnaðinn verði vissu- lega að stefna. Hann segist á vissan hátt óttast að svokölluð sátt um sjáv- arútveginn verði keypt með minni hagkvæmni greinarinnar. „Við megum aldrei gleyma því að sjávarútvegurinn er grunnatvinnu- greinin en það er sjávarútveginum auðvitað keppikefli að hér rísi upp aðrar greinar, eins og t.d. tölvufræði og erfðavísindi, sem skjóti stoðum undir þjóðarbúið. í sjávarútveginum erum við samt engan veginn komnir að endimörkum og ómældir mögu- leikar fyrir hendi, t.d. í fullvinnslu sjávarafla og þróun á nýjum vörum. Til þess að nýta þau tækifæri þá veitir greininni ekkert af öllum þeim fjár- munum sem hún getur mögulega skapað og þangað vil ég sjá fjármun- ina renna fremur en að þeir fari í að skapa einhverja sátt sem erfitt er að skilgreina hvar liggur," segir Pétur Haf- steinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Ein af stœrstu stundum í sögu Vísis hf. var þann 20. apríl síðastliðinn þegar forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og forseti Lettlands, hr. Guntis Ulmanis, komu í heimsókn í fyrirtœkið og kynntu sér starfsemina og framleiðslu á hágœða saltfiski. Hér heilsa forsetamir feðgunum þremur í Vísi. Fjasrst er Pétur Hafsteinn Pálsson, Páll H. Pálsson fyrir miðju og nœst á myndinni er Páll fóhann Pálsson að heilsa forseta fslands. Viljum sitja við sama borð og frystitogararnir Pétur Hafsteinn segist hafa komið sjónarmiðum útgerðaraðila og fisk- verkenda á Suðurnesjum á framfæri við stjórnmálamenn og almennt hafi menn skilning á vandanum en greini- lega sé lítill pólitískur vilji til að mæta honum. Hann segir sömuleiðis erfitt fyrir landvinnslufyrirtækin að sætta sig við samkeppnina við sjófrysting- una þar sem mikill munur sé á nýt- ingu kvótans milli þessara aðila. „Fiskvinnslufyrirtækin í landi ættu að geta notað afurðirnar sínar sem grunn að kvótanotkun, eins og frysti- togararnir gera. í raun er landvinnsl- unni gert skylt að framfylgja alltof ströngum vinnureglum um ísprufur sem eru kostnaðarsamar og beinlínis valdar að verri umgengni um hráefnið en nauðsynlegt er. Einnig má nefna að skemmist fiskur úti á sjó eða nýting dettur niður af einhverjum ástæðum tímabundið, skerðir það ekki kvóta vinnsluskipa en kemur beint í bakið á landvinnslunni. Hér er ekki minnst á nýtingarstuðlana sjálfa sem sjóvinnsl- an fær að nota og er sér kapítuli. Mér finnst þetta óþolandi mismunun sem Samkeppnisstofnun ætti að skoða. Tökum sem dæmi minnstu skipin og litlu saltfiskfyrirtækin sem vinna að mestu úr óslægðu hráefni. Þau eru sí- fellt að kljást við það hversu mikið er Það fór vel á með þeim Ólafi Ragnari og Páli í Vísi, enda báðir Vestfirðingar að uppruna og kunningjar afþeim slóðum. ÆCÍiR 13

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.