Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1999, Page 14

Ægir - 01.08.1999, Page 14
Hjónin Páll H. Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir hafa lagt marga vinnu- stundina í uppbyggingu Vísis hf. Þau segja þá hugsun fjarri að ofmetnast þó fyrir- tœkið vaxi og taki jafnvel þátt í rekstri sjávarútvegsfyrirtœkja í fjarlœgum byggð- arlögum. Lykilatríðið sé að eiga samhenta fjöiskyldu að baki rekstrinum, byggja á því sem Vísis-fjölskyldan kunni best og reyna að láta gott afrekstrinum leiða. M'aðurinn á bak við uppbyggingu Vísis hf. í Grindavík er Páll H. Pálsson. Hann stofnaði fyrirtœkið á sínum tíma ásamt tveimur öðrum og keypti síðar meðeigendurna út úr fyrirtœkinu og hefur rekið það ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 1989. Páll hefur lifað títnana tvenna í sjávarútveginum, verið sjálfur skipstjóri og fiskverkandi og byggt upp myndarlegt sjávarútvegsfyrirtœki þrátt fyrir að hafa ekki haft að baki sér stóra sjóði að sœkja í, nema þá helst dugnaðinn og vinnusemina sem einkennir alla fjölskylduna. Kona Páls er Margrét Sighvatsdóttir og hún liefur verið virkur þátttakandi í öllu starfinu ígegnum árin, enda varla hœgt að komast hjá þvíþar sem þau hjón, ásamt börnum, bjuggu í verbúðinni yfir fiskverkun Vísis fyrstu tvö árin í Grindavík, enda allir tiltœkir aurar notaðir til að byggja fyrirtœkið upp. Útgerð og fiskvinnsla eru ekki hugsjón heldur skemmtun - segja hjónin PállH. Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir, aðaleigendur Vísis hf. Páll er Þingeyringur að uppruna og flutti þaðan til Keflavíkur árið 1956. Áður en til Keflavíkur kom hafði Páll gert út bát með bróður sínum og mágum sínum tveimur vestur á Þing- eyri og fyrirséð var að þeir þyrftu á að halda aðstöðu til saltfiskverkunar á Þingeyri ef reksturinn ætti að bera sig. Á þeim tíma sýndi sig að útgerð gat ekki borið sig ein og sér heldur þurftu bátaútgerðirnar einnig að hafa fisk- verkun og ná þannig meiru út úr fisk- inum. Aðstaðan á Þingeyri fékkst ekki og því fór svo að Páll flutti suður til Keflavíkur og Suðurnesin hafa fóstrað fjölskyldu hans síðan. „Ég byrjaði fyrst sem stýrimaður og síðan skipstjóri hjá Keflavík hf. og síð- 14 M3m jóliann Ólafur Halldórsson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.