Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1999, Qupperneq 46

Ægir - 01.08.1999, Qupperneq 46
HEVTIHGUR vnwj Vélarafl fiskiskipa skoðað Að framfylgja lögum veldur stundum álíka vanda og þeim sem leysa átti með setningu þeirra. Eng- inn veit hvort svo muni fara um áætlanir bresku ríkisstjórnarinnar að framfylgja út í ystu æsar lögum um skráð vélarafl fiskiskipa og burðar- getu en vissulega eru ýmis alvarleg teikn á lofti um áhrif þess á atvinnu- greinina. Árið 1997 tilkynnti Evrópuráðið að það myndi beita sér fyrir því að fylgst yrði nákvæmlega með hvernig bandalagsríkin framfylgdu áður- nefndum lögum. Vitað er að rnörg fiskiskip eru skráð aflminni en þau eru og hafa því meiri veiðigetu en skráning gefur til kynna. Það skekk- ir útreikninga sem fiskveiðistefna ESB er byggð á. Nýja kerfið tók gildi 1. júlí sl. Leyfilegt er þó að breyta skráningu í samræmi við gildandi lög en leggja verður fram vottorð um rétta skrán- ingu frá framleiðanda vélar skips eða öðrum viðurkenndum aðila þar sem nákvæm grein er gerð fyrir öll- um breytingum. Um áramótin 2000 hefst svo eftir- litið sem yfirmenn strandgæslunnar bresku munu annast. Peir hafa leyfi til að fara um borð í skip og bera skráð vélarafl saman við skráningar- skírteini. Reynist skráð vélarafl meira en skráningarskírteini sýnir er skipið umsvifalaust svipt veiðileyfi og eigandi þess sektaður. (World Fishing) Nýtt jyrirtœki með sameimngu Slippstöðvarinnar og Stálsmiðjunnar: Efling starfseminnar bæði í Reykjavík og á Akureyri Méð samruna Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri og Stálsmiðjunn- ar hf. í Reykjavík verður til stœrsta málmiðnaðarfyrirtœki landsins. Mið- að er við að samruninn eigi sér stað frá og með 1. september nœstkom- andi og verður nýja félagið í 54% eigu þeirra sem stóðu að Stálsmiðjunni hf. áður en eigendur Slippstöðvarinnar hf. munu eiga 46% í nýja félaginu. Stærsti einstaki hluthafinn í hinu nýja málmiðnaðarfyrirtæki verður Slippfélagið í Reykjavík með um 30% eignarhlut en að félaginu standa auk þess Málning hf., Marel hf., Burðarás hf. og Olís hf. sem helstu hluthafar. Nærri 280 starfsmenn munu starfa hjá sameinuðu félagi, 140 á hvorri starfstöð. Ekki eru fyrirhugaðar upp- sagnir vegna samrunans en forsvars- menn fyrirtækjanna telja að hægt sé með samrunanum að efla starfsemina jafnt á Akureyri, sem í Reykjavík en samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja nam í fyrra um 1,6 milljörðum króna. Stálsmiðjan hf., sem stofnuð var árið 1938, er skráð á Vaxtarlista Verð- Núverandi framkvœmdastjórar Stálsmiðj- unnar hf. og Slippstöðvarinnar hf., þeir Ágúst Einarsson og Ingi Bjömsson munu starfa áfram hjá nýju málmiðnaðarfyrir- tceki en nýr forstjóri verður ráðinn yfir félagið. bréfaþings íslands hf. og eru hluthafar félagsins 135. Hið sameinaða félag verður áfram skráð á Vaxtarlistann. Slippstöðin hf. var stofnuð árið 1952 og hefur frá upphafi verið á með- al leiðandi iðnfyrirtækja á Akureyri. Slippstöðin hf. hefur sérhæft sig í við- gerðum og viðhaldi á skipum ásamt smíði á fisvinnslubúnaði úr ryðfríu stáli. Þá hefur félagið lagt áherslu á skrúfuviðgerðir skipa. 46 AGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.