Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 5
Pétur Bjarnason, framkvœmdastjóri Fiskifélags íslands: SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Menntun í sjávarútvegi og ímynd greinarinnar Að undanförnu hefur orðið mikil umræða um menntun í sjávarútvegi og um ímynd atvinnugreinarinnar meðal ungs fólks, sem er að velja sér starfsvettvang. Tilefni þessarar um- ræðu er slæleg aðsókn að námi, sem býr nemendur undir störf í greininni. Það þarf ekki að tíunda mikilvægi íslensks sjávarútvegs fyrir íslending- um. í því ljósi er það alvarlegt áhyggjuefni vilji ungt fólk ekki stunda nám, sem býr það undir störf í sjávar- útvegi. Sérstaklega ef haft er í huga að sjávarútvegurinn hefur breyst gífur- lega undanfarin ár og þar bjóðast störf, sem samkvæmt öllum mæli- kvörðum hljóta að teljast áhugaverð og vel launuð. Erfiðleikar við að laða ungt hæfi- leikafólk til starfa í greininni er ekki séríslenskt vandamál. Á ráðstefnu, sem haldin var í Kaupmannahöfn í októ- ber var menntun í sjávarútvegi og að- koma nýrra starfsmanna umfjöllunar- efni. Á fundinum flutti Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Há- skólans á Akureyri erindi, sem vakti verulega athygli. í erindinu gerði Jón grein fyrir þróun sjávarútvegsins hér á landi undanfarin ár. Jón benti á að samfara bættu stjórnkerfi fiskveiða hafi hagræðing aukist, starfsfólki til sjós og lands fækkað og hagnaður auk- ist. Jón taldi að sjávarútvegurinn muni ekki eflast með aukinni veiði, enda flestir fiskistofnar við ísland fullnýttir. Aukinn vöxt þyrfti að sækja í vöruþró- un, markaðsókn og á annan hátt, þar sem aukin þekking kemur að notum. Á þann hátt skapast ný og spennandi störf, sem laða þarf ungt hæfileikarík fólk að. Jón lagði ríka áherslu á að hvort sem um væri að ræða fjármagn eða starfsfólk mundi sjávarútvegurinn verða í harðri samkeppni við aðrar at- vinnugreinar í þjóðfélaginu, sem fram að þessu hafa þótt bjóða upp á eftir- sóknarverð störf. Sjónarmið Jóns eiga flestir íslend- ingar auðvelt með að skilja. Hér á landi er skilningur fyrir því að við þurfum að lifa á því sem hafið gefur okkur. Annars staðar er sjósókn og sjávarútvegur oft frekar talið lífsform, sem menn velja sér óháð möguleikum til afkomu. Því njóta þessi sjónarmið ekki jafn mikils stuðnings meðal ann- arra þjóða. Þessi mismunandi skilning- ur á eðli sjávarútvegs eykur að sjálf- sögðu samkeppnishæfni okkar hér á landi. En framtíðin verður ekki björt nema íslenskur sjávarútvegur nái til sín hæfileikamesta starfsfólki hverrar kynslóðar og þar er verk að vinna. Slæleg aðsókn í nám á sviði sjávar- útvegs er áhyggjuefni. Að hluta til endurspeglar aðsóknin þá auknu fjar- lægð sem er að myndast á milli sjávar- útvegsins og almennings. Við því þarf að bregðast. Viðbrögðin hljóta að vera aukin kynning á greininni og þar þurfa allir að leggjast á árarnar. Annars vegar þarf að kynna sjávarútveginn sem áhugaverðan starfsvettvang og hins vegar þarf að leggja verulega áherslu á almenna Leiðari kynningu á því hvernig auðlindir hafsins eru nýttar og hvernig þær leggja grunn að lífskjörum þjóðar- innar. AGIR 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.