Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 27
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI stinglaxi, gjölni, litlu brosmu og ýms- um háftegundum. í tengslum við áðurnefnt ESB verk- efni var reynt að byggja upp nokkurs konar söfnunarkerfi af djúpfiskateg- undum í meðafla. Þessu kerfi þyrfti að halda við nú þegar ESB verkefninu er lokið. Kostnaðar í sambandi við þetta ætti ekki að vera ýkja mikill. Hins veg- ar krefst vísindaleg greining gagnanna og umfjöllum um þau sérfræðiþekk- ingar sem tryggja þarf að sé til staðar á Hafrannsóknastofnunni. Frekari kostnaður af djúpfiskarannsóknum tengist svo sérstökum leiðöngrum sem beint yrði að ákveðnum fisktegundum eða í sambandi við önnur verkefni. Lokaorð Á undanförnum áratugum hafa ekki verið aðstæður á Hafrannsóknastofn- uninni til þess að sinna öðrum djúp- fiskastofnum en þeim, sem nú eru þegar nýttir. í tengslum við ofannefnt ESB verkefni var öllum eldri gögnum skipulega komið fyrir í tölvutækum gagnagrunni. Þannig eru nú til gögn yfir 133 tegundir í grunninum. Því miður eru sum þessara gagna aðeins nothæf að takmörkuðu leyti. Oft voru djúpfiskar aðeins taldir, þ.e. þeir sem ekki voru nýttir á sínum tíma og því skortir ýmsar mælingar og aðra líf- fræðilega vitneskju. Upplýsingar um fjölda hafa engu að síður nýst m.a. í sambandi vih kortlagningu á út- breiðslu tegundanna. Hér að neðan eru nokkur atriði, sem lagt er tii að áhersla verði lögð á í sambandi við rannsóknir á djúpfisk- um næstu árin: • Vinna þarf upp þau gögn sem fyr- ir hendi eru um helstu fiskstofnana og fylla í eyður með frekari gagnasöfnun • Átak þarf að gera í aidurslesningu á djúpfiskum, sérstaklega þeim sem eru hugsanlegir nytjafiskar í framtíð- inni • Afla þarf vitneskju um brottkast á djúpfiskum • Auka rannsóknir á lífsamfélögum djúpfiska • Efla þarf rannsóknir á ungstigum djúpfiska • Rannsaka frekar djúplóðningar (deep scattering layer) í úthafinu • Taka fyrir ákveðin svæði til ítar- legra rannsókna með skipulögðum hætti, t.d. Reykjaneshrygginn og Suð- urdjúp • Efla þyrfti umhverfisrannsóknir samhliða djúpfiskarannsóknunum • Framkvæma þarf tilraunaveiðar með ýmsum veiðarfærum m.a. til þess að ná til sem flestra tegunda og svæða. Með tilkomu nýs og öflugs rann- sóknaskips skapast möguleikar til veiða á miklu meira dýpi en hingað til og því ættu rannsóknir á djúpslóð, sér- staklega rannsóknir á djúpfiskum, að verða mjög mikilvægar í náinni fram- tíð. Slíkar rannsóknir eru ekki aðeins áhugaverðar með tilliti til hugsanlegr- ar nýtingar á „nýjum" tegundum heldur einnig til þess að auka vit- neskju um samband lífvera og um- hverfis í djúpinu. Ennþá er alltof lítið um það vitað. Áhugi á djúpslóð hefur vaxið gífurlega á alþjóðlegum vett- vangi á síðasta áratug, og ísland gæti lagt mikið af mörkum í þessu sam- bandi. Þessi grein var upphaflega skrifuð til innanhússnota og var þá nokkru lengri. Sérstakar þakkir eru færðar dr. Ólafi S. Ástþórssyni, sem yfirfór grein- ina, stytti og betrumbætti til birtingar. Höfundur er fiskifræðingur á Hafrannsóknarstofnuninni. Heimildir Bergstad.O.A., J.V.Magnússon, J. Magnús- son, N.-R. Hareide, and J. Reinert. 1998. Intercalibration of age readings of ling (Molva molva L.) blue ling (Molva dipterygia Pennant, 1784) and tusk (Brosme brosme L.) ICES Jo- umal of Marine Science,55:309-318. Jakobsdóttir, K.B. 1998. Maturity and other biological aspects of two deep water squaloid sharks, Centroscyllium fabricii (Reinhardt, 1825) and Etmopterus princeps Collett, 1904, in Icelandic waters. ICES CM 1998/0:35 Jakobsdóttir,K.B.; MagnússonJ.V., Magnús- son,J.1998. Inventory of existing Icelandic sur- vey data on non-target deep-water fish species in Icelandic waters, 1975 to 1997. EU FAIR Project CT 95-0655 Sub-Task 2.6. Final Report. Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelms- dótíir og Sólmundur T. Einarsson.1993. Könn- un á djúpslóð. Leiðangur á Reykjaneshrygg á Bjarna Sæmundssyni og Sjóla í mars 1993. Óbirt skýrsla. 18 bls. Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelms- dóttir, Klara B. Jakobsdóttir 1997. Könnun á djúpslóð. ÆGIR, 90.árg.,ll.tbl. Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelms- dóttir, Klara B. Jakobsdóttir,1998. Djúpslóð á Reykjanes hrygg. Könnunarleiðangrar 1993 Og 1997. Hafranns.st.Fjölrit nr.65 Magnússon, J.1996. The deep scattering layers in the Irminger Sea. Journ. of Fish Biology(1996) 49 (Supplem- ent A), 182-191 MagnússonJ., MagnússonJ.V., Jakobsdótt- ir,K.B.1997. Deep water fisheries at Iceland. . EU FAIR Project CT 95-0655 Sub-Task 1.5. Final Report MagnússonJ., MagnússonJ.V., Jakobsdótt- ir.K.B. 1998. To sample the landings of deep- water fish species in Iceland. EU FAIR Project CT 95-0655 Sub-Task 4.5 Magnússon,J.1998. Deep Water Fisheries at Iceland. ICES CM 1998/0:66. Magnússon, J.V.1977. Notes on the eggs and larvae of Greenland halibut at Iceland. ICES CM 1977/F:47 Magnússon, J.V.1996. Greater sil- ver smelt, Argentina silus in Icelandic waters. Journ.of Fish Biology(1996) 49 (Supplement A), 259-275 Magnússon, J.V. 1998. Age, maturity and other biological parameters of two morid species Lepidion eques (Gúnther, 1887) and Antimora rostrata Gúnther, 1878, in Icelandic waters. ICES CM 1998/0:32 Magnússon, J.V., 8c Magnusson, J. 1995. The distribution, relative abundance, and biology of deep-sea fishes of the Icelandic slope and Reykjanes Ridge. In: A.G.Hopper (ed.), Deep-water fisheries of the North Atlant- ic Oceanic slope. NATO ASI Series E,Vol. 296, 161-199 Magnússon, J.V., J. Magnússon and K.B. Jakobsdóttir 1999. Icelandic studies on the biological parameters of deep-water species. EC FAIR Project CT95-0655.Sub-Task 5.11.Final Report.164 bls. MCm 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.