Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 40

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 40
/>1V\ REVTINGUR 'V'Tr- Neysla sjávarfangs í Bandaríkjunum Neysla Bandaríkjamanna á sjáv- arfangi jókst um 3,7% milli áranna 1997 og 1998. Heiidarneysla sjávar- afurða, innlendra og innfluttra, nam 6,8 kg á mann. Mest var neysla fersks eða frysts fisks og skelfisks, en síðan komu niðursuðuvörur, rækja, eldissteinbítur og saltað, reykt og þurrkað sjávarfang. Árið 1998 jókst innflutningur sjávarafurða til USA urn 7,7% og nam um 63% af allri neyslu. Út- flutningur minnkaði hins vegar um 14,3% á sama tíma. Nýstárlegir merkimiðar Fyrirtæki í Danmörku, Salmo Danica, notar nýja, sænska uppfinn- ingu til að merkja reyktan lax, sem það framleiðir. Hér er um að ræða límmiða sem settur er á umbúðirnar og sýnir hvort innihaldið er neyslu- hæft. Miðinn er „stilltur" á dagafjöld- ann sem laxinn er hæfur til neyslu miðað við ákveðið hitastig. Á miðj- um miðanum er hringlaga flötur, sem er grænn í byrjun. Þegar laxinn er orðinn óhæfur til neyslu, annað hvort vegna aldurs eða of hás hita- stigs við geymslu, verður litur hringsins gulur. Sérstakur hvati í límmiðanum veldur litarbreytingunni. (Fiskeritidende) Flutningaskip knúin með efnarafal? Ainálpingi um vistvœnt eldstieyti 8. september s.l. kom fram hjá Barga Ámasyni prófessor við Háskóla íslands að Japanir hyggðust byggja tilraunaskip eftir fimm ár, þ.e. 1500 tonna flutningaskip kmiið 500 kW metanól efnarafali (Fuel Cell). Að sögn Braga er japanska verkefnið á frumstigi en engar tœknilegar hindr- anir séu fyrir því að knýja skip með efnarafali þegar heppilegar stœrðir koma á markað. „íslenskt vistvænt eldsneyti" var yf- irskrift málþings Orkustofnunar sem haldið var 8. september síðastliðinn. Rástefnan var haldin á Grand Hótel á vegum IÐNTÆKNISTOFNUNAR, ALT- ER OG OPET. Tvær síðastnefndu stofnanirnar hýsir Orkustofnun. Fjölmargir áhuga- og fagmenn úr ýmsum greinum sóttu þingið og lætur nærri að þar hafi verið á milli 40 og 50 manns. Ekki verður rakin hér tæknin sem notuð er við framleiðslu vetnis, metans eða etans, en áhugamönnum bent á bókasafn Orkustofnunar eða netið (internetið). Mörg fróðleg erindi vom flutt á þinginu um tæknilega hlið á framleiðslu vistvæns eldsneytis úr lífrænum úrgangi s.s lúpinu, sorpi og frá stóriðju með nýtingu koleinsýrings eða koltvísýrings til framleiðslu met- anóls. í máli Braga Árnasonar kom fram að samkvæmt tölum frá árinu 1995 eru um 15% af nýtanlegu vatnsafli á íslandi virkjað, eða um 30 TWh. Hag- kvæm jarðvarmaorka á landinu er áætluð 200 TWh á ári og aðeins 1% þess er virkjað. Orkunotkun íslendinga er 83PJ (Peta Joule) á ári og skiptist hlutfallslega eftir orkuflokkum: jarð- Guðbergur Rúnarsson verkfrœðingur hjá Fiskifélagi íslands skrifar Tæknideild Fiskifélags íslands varmaorka 38,6%, olíur 38,6%, kol 3,6% og vatnsafl 19,2%. Sérstaða ís- lands er að lítill hluti nýtanlegs jarð- varma og vatnsafls eru virkjuð, og að 42% orkunnar er innflutt olíuelds- neyti. Skipting orkunotkunar eftir flokk- um er; upphitun 40,3%, iðnaður 26,8%, flutningar 15,8%, fiskveiðar 12,2% og heimilin með 4,9%. Á árinu 2001 hefst tilraunarekstur allt að þriggja vetnisstrætisvagna frá Daimler- Benz hér á landi. Þeir eiga að geta ekið 150 km á einni vetnishleðslu frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Ögmundur Einarsson hjá Sorpu lagði áherslu á að sorpið væri orkulind og haugarnir í Álfsnesi framleiddu nú 500 m3/klst af 60% metangasi. Magn- ið yrði allt að 4500 tonn árið 2012 sem nægir til að knýja 4000 til 5000 bíla. Sorpa hefur stofnað fyrirtæki um metangasframleiðsluna, Metan hf., til að standa að nýtingu gassins í stað þess að brenna því eins og nú er gert. Markhópar metangassins eru stórir að- ilar sem reka almenningsvagna, sorp- bíla eða þjónustu- og sendibíla í þétt- býli, t.d sveitarfélög og sorpsamlög. í máli Guðmundar Gunnarssonar 40 mm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.