Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 42

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 42
Hugsanlegur tímarammi efnavélanna Nokkuð ljóst er að efnavélarnar munu koma á markað í nánustu framtíð. Tímasetning einstakra útfærslna eru hins vegar óljósari. Þannig er öruggt að efnavélavæðing bíla verður á und- an efnavélavæðingu skipa og ýmsar aðrar útfærsur sem tengjast öðrum notum verða á markaði á undan einkabílnum. Helstu rök fyrir þessari þróun mála eru að dreifikerfi fyrir eldsneyti efnavéla er ekki til, og enn er unnið að því hvernig eigi að geyma eldsneytið í nægjanlegu magni fyrir bíla og skip. Þá er verð efnavélanna enn geysihátt. Almennt er talað um það að ártölin upp úr 2020 skipti miklu máli því gamlar og nýjar orku- spár spái því að þá verði umsnúningur í olíuvinnslunni til hins verra. Á ráð- stefnunni kom fram hvernig vænta má að þróunin verði í stórum drátt- um, þ.e. fyrir bíla og skip á næstu öld, en ekki gerð tilraun til að sýna fram- vindu efnarafalana að örðru leiti. Til að bæta úr þessu hef ég bætt inn í tímarammann annarri notkun, - efni sem er fengið úr ýmsum áttum. Epiavélin nœstu 5 ár Tilrauna- og sýniverkefni með bíla og almenningsfarartæki sem rekið er af stofnunum og fyrirtækjum í samvinnu við sveitarfélög eða stjórnvöld. Stærstu bílaframleiðendurnir koma fram með sýninga- og tilraunabíla. Smánotendur 1 kW, þ.e. efnarafalar fyrir ýmis tæki sem nú nota endur- hlaðanlegar rafhlöður, t.d. fyrir mynd- bandsupptökuvélar. Orkustöðvar til hernaðarnota og neyðarstövar ýmis- konar. Efhavélin frá 2005 til 2015 Almenningsbílar, orkustöðvar fyrir íbúðahús og íbúðarhverfi. Flutninga- bílar, kafbátar og tilraunir með flutn- ingaskip. Efiiavélin 2015 til 2030 Einkabíllinn, flutningar á landi, orku- ver fyrir iðnað og almenningsveitur. Kafbátar, herskip, ferjur og einstaka flutningaskip. Efiiavélin frá 2030-2050 Aðrir notendur, t.d. skip Sjá einnig greinina Aflvélin á nœstu öld - efharafallinn í síðasta tölublaði Ægis. Aron ÞH-105 úr lengingu Togbáturinn Aron ÞH-105 á Húsavík er nýkominn heim úr lengingu í Póllandi. Skipið var lengt um 1,5 metra og kemur lenging öll aftan við brú. Settur var toggálgi á skipið og vindubúnaður endur- nýjaður. Aron ÞH var keyptur frá Svíþjóð fyrir réttu ári og er í eigu Knairareyrar ehf. á Húsavík. Skipstjóri er Stefán Guðmundsson. 42 Msm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.