Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 24
fram hvað líffræði varðar, en væntan- lega mun þurfa að endurskoða sumar niðurstöðurnar, þegar frekari vitneskja liggur fyrir. Hér eftirfarandi er greint frá nokkrum almennum niðurstöðum, stöðu úrvinnslu og helstu vandamál- um í tengslum við djúpfiskarannsókn- ir undanfarinna ára. Utbreiðsla Nú er mest vitað um útbreiðslu djúp- fiska vestan-, suðvestan- og suðaustan- lands, svo og á Reykjaneshrygg. Það er hins vegar ekki útilokað að útbreiðsla sumra tegunda teygi sig alllangt norð- ur, t.d. ungfiskagöngur á uppvaxtar- skeiði í ætisleit. Mjög skortir upplýs- ingar um hrygningu margra djúpfiska- tegunda, þ.e. tíma, svæði, dýpi, hita og aðra umhverfisþætti. Það kæmi t.d. ekki á óvart, þó að sumar djúpfiskateg- undir, sem lifa aðallega langt suður af landinu, komi á Reykjaneshryggjar- svæðið tii að hrygna. Útbreiðsla ýmissa djúpfiska, að svo miklu leyti sem hún er þekkt, bendir til þess að sumir stofnarnir séu mjög dreifðir á stóru svæði og kunna þannig að vera nokkur tengsl milli hafsvæða, enda eru a.m.k. hita- og seltuskilyrði mjög lík á ýmsum svæð- um á djúpslóðinni. Dýpisdreifing Upplýsingar um dýpisdreifingu eru takmarkaðar vegna þess að ekki hefur náðst að toga niður fyrir neðri 'mörk útbreiðslu sumra tegunda eins og t.d. fjólumóra. í nýlegri ritgerð (J-V.Magn- ússon, 1998), kemur greinilega fram, að megin útbreiðslu fjólumóra sé að vænta á meira dýpi en upplýsingar hér við land ná yfir (1800 m). Á sumum hafsvæðum hefur hann veiðst á uin 3000 m dýpi. Fjólumóri hefur verið veiddur sumsstaðar þar sem var um- talsvert magn af honum. Neðri dýpt- armörk ýmsra annara tegunda, eins og t.d. slétta langhala, berhaus o.fl., hafa ekki verið staðfest á íslenskum haf- svæðum. Hveljusogfiskitr er ekki óalgengur á djúpslóð í kalda sjónum við landið. Kynþroski og hrygningartími Unnið hefur verið úr öllum tiltækum gögnum um kynþroska. Því miður vantar hér tilfinnanlega upplýsingar frá ákveðnum árstímum, sérstaklega að vetrarlagi, sem virðist vera aðal- hrygningatími margra djúpfiska, t.d. búrfisks og slétta langhala. Út frá vit- neskju um það hvenær djúpfiskateg- undir eru á kynþroskastigum II og IV (II er að þroskast, IV er nýhrygnt) er stundum hægt, að áætla aðalhrygn- ingartíma (stig III, hrygnandi) þeirra, en staðfestingar vantar mjög oft. Enn- fremur er mjög erfitt að staðsetja ná- kvæmlega hrygningarsvæði fisksins, hrygningardýpi og hitastig sem hann hrygnir við. Þá fellur árstími kyn- þroskastigs III hjá hængum og hrygn- um oft ekki saman. Sérstaklega vantar í þessu sambandi upplýsingar um háf- fiska en mat á kynþroskastigum þeirra er t.d. frábrugðið því, sem notað er fyrir beinfiska. Nú hefur einn starfs- maður Hafrannsóknastofnunarinnar tileinkað sér sérstaklega ákvörðun kynþroskastiga hjá háffiskum. Lengd Lengdarmælingum djúpfiska tengjast líka ýmis vandamál. Oft er ekki hægt að mæla heildarlengd (total length). Sporðurinn er oft skemmdur og er þá gripið til þess að mæla lengd að stirtlu enda (standard lengtlt). í suðrænum löndum tíðkast mikið að mæla fiska með sýldan sporð í miðja sýlinguna {fork lengtli). Sérstakt vandamál var t.d. að mæla slétta langhala. Mjög fáir fisk- ar finnast í aflanum með halann óskemmdan. Þá kemur oft fyrir, að gróið er yfir „brotin" og uggarnir vaxnir saman. Þeir sem unnu með þennan fisk fóru því að mæla langhala frá snjáldri að fremsta geisla í rauf- arugga (Pre-Anal-Fin-Length =PAFL), mæling sem nú er alþjóðlega viður- kennd. Aldur Almennt er litið svo á að djúpfiskar séu hægvaxta og Íanglífir, þó í mis- munandi mæli sé. Gulllax getur t.d. náð yfir 30 ára aldri, bláriddari er sam- kvæmt nýjustu rannsóknum innan við 20 ára, en búrfiskurinn er talinn ná yfir 100 ára aldri. Mjög erfitt er yf- irleitt að lesa aidur djúpfiska af kvörn- um þeirra. Talið er, að það skýrist að hluta til af því, að munur á sumar- og vetrartíma á miklu dýpi sé ekki eins afmarkaður og á grynnri slóðum. í þessu sambandi má geta þess, að einnig eru vandamál enn óleyst hvað snertir aldursákvörðun hjá sumum nytjafiskum íslendinga, t.d. karfa. Ný- lega lauk norrænu samvinnuverkefni (Ling, blue ling and tusk oftlie Northeast Atlantic), sem var stjórnað frá íslandi, þar sem tekist var á við kvarnalestur á löngu, keilu og blálöngu. i tengslum við verkefnið hittust kvarnalesarar frá Færeyjum, Noregi og íslandi nokkrum sinnum og tókst þá að leysa að mestu leyti aidursákvörðun á löngu og keilu (Bergstad o.fl.,1998). Blálanga var erf- iðasta tegundin af þessum þrem. Menn voru þó sammála um aldur blá- löngu fyrstu æviárin, en frekari rann- sóknir vantar á lestri kvarna hjá eldri fiskinum. Á þessu sviði öllu eru gífurlega mik- il og áhugaverð rannsóknaverkefni sem bíða úrlausnar. Leggja verður mikla áherslu á að ráða gátuna um aldur djúpfiska. Nú er unnið að því er- 24 Mcm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.