Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 38

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 38
 samning Norðmanna í framsögu sinni á Sjávarútvegsráðstefnu ESB og íslands sem haldin var á Hótel Sögu þann 27. september 1996. í máli hennar kom fram að Norðmenn hafi haft aðrar hugmyndir hvað varðar sjávarútvegs- mál en kveðið er á um í grundvallar- löggjöf sambandsins. í aðildarviðræð- unum hafi verið tekist á um þessi mál og fundin lausn sem báðir aðilar gátu fallist á. Norðmenn fengu ákveðinn aðlögunartíma á svæðinu norðan 62. breiddargráðu og að honum loknum „...yrði stjómkerfið fellt inn í sameigin- legu sjávarútvegsstefnuna, í samrœmi við stjórnunarmarkmið og tillögur sem til- greindar eru í sameiginlegri yfirlýsingu." Annað atriði sem Bonino gerði að um- talsefni var að Norðmenn þurftu ekki að greiða aðgangseyri að sambandinu með því að láta af hendi aflaheimildir. Sú aflareynsla sem fyrir var áður en aðildarviðræður hófust lá til grund- vallar þeim hlutfallslega stöðugleika sem samið var um. Reynslu Norð- manna úr aðildarviðræðunum má draga saman í eftirfarandi atriði: • sem umsækjendur um aðild fengu Norðmenn vilyrði um embætti fram- kvæmdastjóra sjávarútvegsmála með ábyrgð á sjávarútvegsmálum í fram- kvæmdast j órninni • þátttöku og áhrif í allri vinnu nefnda og vinnuhópa tengdum sjávar- útvegi og skildum málaflokkum • aðildarsamning þar sem eitt af meginatriðunum var hlutfallslegur stöðugleiki - þ.e. úthlutun veiðiheim- ilda var í samræmi við það sem var í gildi fyrir inngöngu Norðmanna • yfirlýsingu um að sjónarmið og aðferðafræði Norðmanna varðandi verndun fiskistofna, úthlutun veiði- heimilda og eftirlit með veiðum yrðu að vinnureglu í ESB • þriggja ára aðlögunartíma við fisk- veiðistjórnun norðan 62. breidd- argráðu. Á þeim tíma yrði kerfi Norð- manna komið inn í sjávarútvegsstefn- una eins og lýst er í sameiginlegri yfir- lýsingu 38 Mm ------------------------------ „Norðmenn upplifðu, líkt og Finnar og Svíar, vilja ESB tii að finna klœðskerasaumaða og sveigjanlega aðlögun að sambandinu. Norðmenn höfðu tœkifasri til að hafa ventleg áhrif á ESB í þeim málaflokkum þar sem þeir liöfðu sérstaka hagsmuni og þekkingu," segir greinarhöfundur. • gert samkomulag um að sókn í vannýtta stofna myndi ekki aukast frá því sem var fyrir aðild • staðfestan vilja um að 12-milna ákvæðinu yrði ekki breytt Norðmenn upplifðu, líkt og Finnar og Svíar, vilja ESB til að finna klæð- skerasaumaða og sveigjanlega aðlögun að sambandinu. Norðmenn höfðu tækifæri til að hafa veruleg áhrif á ESB í þeim málaflokkum þar sem þeir höfðu sérstaka hagsmuni og þekkingu. Enda er vilji og hefð fyrir því að hafa sérfræðiþekkingu í hávegum og hlust- að á það ríki sem þekkir best til og á mestra hagsmuna að gæta í ákveðnum málaflokki - enda er ESB sjálfviljugt samstarf lýðræðisríkja. Höfundur er vélfræðingur, með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ og stundar meistara- nám í evrópskum stjórnsýslufræðum (Euro- pean Master of Public Administration) við Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.