Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 7
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Guðbergur Rúnarsson, ritstjóri Sjómannalmanaksins 2000 kynnir nú nýtt og endurbætt rit í tilefni af 75 ára afmæli útgáfunnar. Sjómannaalmanakið 2000 og Islensk skipa- og hafnaskrá: Endurbætt almanak á gömlum grunni „Það er óhætt að segja að Sjómanna- almanakið 2000 og íslensk skipa- og hafnaskrá, sem Fiskifélagsútgáfan sendir nú frá sér sé gjörbreytt útgáfa að formi og útliti. Allt efni bókanna hefur verið stokkað upp, skýringamyndir endurgerðar auk þess sem nýir efnisþættir bætast við. Þetta er því breytt bók á gömlum gmnni", sagði Guðbergur Rúnarsson, ritstjóri Sjó- mannaalmanaks Fiskifélags íslands en 75. árgangur þessa merka rits er að koma út þessa dagaha í nýjum og glæsilegum bún- ingi. Guðbergur sagði að Sjómannaal- manakinu sjálfu væri nú skipt upp í 11 meginkafla og gerði það efni bókarinnar mun aðgengilegra en áður var. „Við aukum talsvert við efni og má nefna ítar- lega kynningu á aðildarfélögum Fiski- félagsins og aukinn og endurbættan kafla um íslenska nytjafiska með frábærum teikningum Jóns Baldurs Hlíðbergs. Þá em aðrir kaflar rækilega yfirfarnir, kort endur- gerð og síður endurhannaðar." Eins og áður er bókin tvískipt og fylgir með Almanakinu sérstök skipa- og hafna- skrá. Það bindi er einnig endurbætt að flestu leyti og er þar að finna 300 nýjar myndir af skipum og bátum svo og upp- lýsingar um úthlutaðan aflakvóta á hvert skip. Þá er kaflinn um íslenskar hafnir endurbættur, m.a. með nýjum myndum af flestum bæjarfélögum á ströndinni eftir Mats Wibe Lund og afar vel útfærðum götukortum af hverjum stað eftir korta- gerðarmanninn Sigurgeir Skúlason. „Sjómannalmanak Fiskifélags íslands er eins og allir vita eitt af gmndvallarritum sem þurfa og eiga að vera um borð í hverju íslensku fiskiskipi. Fiskifélagið hefur annast þessa útgáfu í þrjá aldarfjórðunga og á bak við vinnslu hennar liggur ómæld vinna kynslóðanna. í tilefni af 75 ára afmæli ritsins höfum við viljað vanda betur til verksins en nokkm sinni fyrr og við vonum að afmælisbúningurinn fari þess- um síunga öldungi vel. jHEVTINGUR Varar við afkomunni Eitt helsta uppsjávarfiskvinnslufyrir- tæki landsins, SR-mjöl, hefur gefið út viðvörun þar sem stefnir í mun lakari afkomu á síðari hluta ársins en gert hafði verið ráð fyrir. Rólegt hefur verið yfir loðnuveiðunum í haust og spilar sú staðreynd mjög stórt hlutverk í afkomu SR-mjöls, sem og annarra fyrirtækja í sömu grein. Hins vegar hafa mörg uppsjávarfyrirtækjanna átt mögu- leika til að bæta sér upp skaðann með veiðum á kolmunna, sem og síldveiðum og -vinnslu. Þorsteinn styrkir stöðu sína í SH Ránarborg ehf. sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar á Akureyri, eins af aðaleigendum Samherja, hef- ur aukið eignarhlut sinn í Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hf. um 2,07% og er eignarhlutur Ránar- borgar nú 7,02% en var 4,95% áður. Fyrir skömmu færði Þorsteinn veru- legan eignarhluta í Samherja yfir í þetta nýja félag sitt en fram til þessa hefur Ránarborg fyrst og fremst lát- ið til sfn taka með kaupum á eignar- hlutum í Hraðfrystihúsinu Gunn- vöru og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. I síðarnefnda félaginu á Þor- steinn nú hátt í hálfan milljarð að markaðsvirði. VG,IR 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.