Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 14
Alþjóóavœðing og samstarfyfir landamœri Samtök strandveiðimanna við Norður-Atlantshaf stofnuð með aðild íslenskra smábátasjómanna: Berjumst við umhverfísöfgafólk - segirArthur Bogason, formaður LS N'ýverið stóð Landssamband sntá- bátaeigenda að stofnun Sam- taka strandveiðimanna við Norður- Atlantshaf. íþessum samtökum eru strandveiðimenn frá Noregi, Grœn- landi, íslandi, Fœreyjum og Ný- fundnalandi. Þetta eru ekki fýrstu fjölþjóðlegu samtökin sem LS kemur að því um nokkurt skeið hafa íslensk- ir smábátasjómenn eimtig átt aðild að alheimssamtökum strandveiði- manna. Forystumenn LS eru því þrautreyndir í f)ölj>jóðasamstarfi og segir Arthur Bogason, formaður LS, að alþjóðasamstarfsé nauðsynlegt og í rauti nauðsynlegra með hverjum deginum sem líður. „Samtök strandveiðimanna við Norður-Atlantshaf eru búin að vera í undirbúningi um nokkurra ára skeið en við gerum okkur vonir um að með þeim getum við styrkt okkur og eflt á alþjóða grundvelli. Það er ómótmæl- anlegt að umræða um sjávarútvegsmál er ekki aðeins að færast á víðari grund- völl við Norður-Atlantshaf heldur er hún að taka stakkaskiptum um allan heim. Hún er auk þess að koma inn í umræðu um miklu fleiri þætti en áður, t.d. umhverfismál og mannréttinda- mál, svo dæmi séu tekin. Þetta eru fletir sem við hreinlega verðum að geta komist að á alþjóða vettvangi til þess að geta haft áhrif á umræðuna," segir Arthúr. Glæpurinn að veiða fisk! Arthur segir nauðsynlegt að fólk geri 14 NGilR ------------------------- bands smábátaeigenda. „Umhverfisvemd- arsamtök líkja fiskimönnum við villimenn sem séu að eyðileggja heimshöfm." sér grein fyrir að alls kyns umhverfis- verndarsamtök skipti sér nú af sjávar- útvegi með allt öðrum hætti en áður hafi þekkst. Við því þurfi að bregðast og verði best gert með fjölþjóðlegu starfi. í því verði íslendingar að taka þátt. „Allar þær þjóðir sem starfa saman í þessum nýju samtökum okkar hafa upplifað grófar og óréttmætar árásir umhverfisverndarhópa. Gegn því verðurn við að snúast og við megum ekki horfa framhjá því að stór samtök eru að draga upp þá mynd um heim- inn að bjarga verði höfunum undan þeim villimönnum sem bera starfs- heitið fiskimenn. Við erum sýndir sem hreinir og klárir villimenn en ekki sem fólk sem sér um fæðuöflun og nýtingu á stærstu matarkistu á jörðinni. Raun- in er sú að víða um heim hafa at- vinnumennirnir hrökklast frá veiðum vegna áróðurs en í staðinn jafnvel komið sportveiðimenn og það er mjög skringilegt að sjá!" Seinagangur í viðbrögðum Arthur segist lengi hafa gagnrýnt ís- lensk stjórnvöld fyrir seinagang í andsvörum við áróðri gegn fiskveið- um. Oft hafi verið þörf en nú sé nauð- syn. „Það þýðir ekki að bera fyrir sig að það sé svo óskaplega dýrt að svara fyr- ir sig í baráttunni. Þá fyrst verður bar- áttan dýrkeypt okkur íslendingum ef andstæðingunum tekst að koma mál- um svo fyrir að við getum ekki nýtt fiskimiðin. Ég segi því að tíminn til baráttunnar er löngu upp runninn." En er sú leið betri að einstök sam- tök, eins og LS, taki upp samstarf við aðrar þjóðir á alþjóða vettvangi frem- ur en snúa bökurn saman með öðrum innlendum aðilum sem hagsmuna eiga að gæta? Er samstarf yfir landa- mæri betra? „Svarið við þessu er einfaldlega það að meðan staðan er sú að stórútgerðin hér heima vill verja tíma sínum í að berja á sjómönnum fremur en ganga til samstarfs þá verðum við að fara aðrar leiðir. Mér finnst ekki vottur af sköpunargáfu í félagsstarfi ef LÍÚ kemst ekki út úr því fari að gagnrýna alltaf sjómenn við hvert tækifæri. Þó okkur greini á um mörg mál þá væri mjög skynsamlegt af LÍÚ-forystunni að láta af þessari vinnureglu en taka saman höndum við önnur sjávarút- vegssamtök í baráttu gegn þeirri bylgju sem nú er farin í gang úti í hinum stóra heimi. Bylgjan miðar að því að koma fiskveiðum á kné og hana verðum við að stöðva með öllum tiltækum ráðum."

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.