Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 41

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Fiskiskip nútímans eru flest nijög mengandi en vélaframleiðendur hafa stigið mikilvceg skref til að gera útblástur minna mengandi en engu að síður er horft til þess að innan fárra ára verði notað vistvœnn eldsneyti. hjá Iðntæknistofnun kom fram að metanólframleiðsla með notkun koltvísýrings frá Svartsengi væri ekki hagkvæm miðað við metanólfram- leiðslu úr jarðgasi og yrði kostnaður metanólsins frá Svartsengi um 300 $ tonnið en heimsmarkaðsverð var 170 til 180 $ árið 199&. Þorsteinn Hannesson frá Járn- blendifélaginu kynnti félagið og nýjasta ofn félagsins. Ofnarnir eru nú þrír, tveir gamlir 36 MW hálfopnir ofnar og einn alveg nýr, lokaður 42 MW ofn. í nýja ofninum er mögulegt að safna koleinsýringsgasi (CO) og er það efni mun heppilegra til fram- leiðslu á metanóli en koltvísýringur (C02) og felst munurinn í minna magni vetnis sem þarf til framleiðsl- unnar. Vandamál varðandi söfnunina eru mörg, því CO og reikul efni frá ofninum brenna ofan við ofnfylluna í opnum ofni en ekki í lokuðum ofni þegar gasinu er safnað. Áhrif gassöfn- unar á rekstur ofnsins er því ekki þekkt og því verður að fara varlega í þróun tækninnar. Ávinningur af gassöfnun er hinsvegar ótvíræður, því um verulegt magn er að ræða eða allt að 90.000 tonn á ári af CO sem nægir til að framleiða 103.000 tonn af met- anóli. Það eldsneytismagn dugar til að knýja allt að 65.000 bíla sem hverj- um um sig væri ekið undir 20.000 kílómetrum á ári. Til að framleiða þetta magn af metanóli þarf að auki 70 MW í raforku til vetnisframleiðslu. Með þeirri framleiðslutækni sem nú er notuð losar verksmiðjan um 16% allra gróðurhúsalofttegunda á íslandi. í pallborðsumræðum kom fram að ef útblæstri allrar stóriðju á landinu væri safnað saman og hann notaður til framleiðslu eldsneytis þyrfti að reisa 410 MW raforkuvirkjun fyrir fram- leiðsluna eða sem samsvarar tveimur Búrfells- eða Fljótsdalsvirkjunum. Eldsneytismagnið sem þannig væri framleitt myndi nægja til að knýja all- an bíla- og skipaflota landsmanna. Framleiðslukostnaður þessa eldsneytis yrði þó kostnaðarsamari en heims- markaðsverð á metanóli úr jarðgasi. Þá kom fram að Carnot — öldin ( öld brunavélanna) er að líða undir lok og ný öld efnavéla er á næsta leiti. Orku- notkun mun minnka um helming þegar efnarafalar taka við af brunavél- um sem aflvélar. Eins og kunnugt er, er orkunýtni Carnot- og brunavéla allt að 35% en orkunýtni efnavéla allt að 80%. Til samanburðar er orkunýting bifreiða rúmlega 20% samkvæmt nið- urstöðum Chyslers. J&3SR 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.