Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 35

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Norðmenn óánægðir með kvótasamninga Norðmenn og íslendingar hafa tekist á um margra ára skeið vegna veiða í Barentshafi. Jafnvel þó samningar hafi náðst eru Norðmenn ekki alls kostar ánœgðir með sinn hlut. N'orðmenn telja Pólland, ísland og Svíþjóð hafa borið mest lír býtum í fiskveiðisamningunum milli Noregs og annarra landa, en Rúss- land minnst. Norðmenn eru óánægðir með sinn hlut, tæpa 10,5 milljarða íslenskra króna, sem þeir fengu í samningum við Evrópusambandslöndin og einstök önnur lönd. Þeir telja sig hafa látið af hendi fiskveiðiheimildir fyrir 1,2 millj- örðum ÍSK meira en þeir fengu. Fengu kvaðalausar aflaheimildir Pólland og Svíþjóð eru einu löndin sem fengu aflaheimildir á norskum hafsvæðum án þess að láta nokkuð á móti. Hlutur Póllands er 585 milljónir ÍSK og hlutur Svíþjóðar 405 milljónir. Evrópusambandslöndin fá mestar veiðiheimildir á norskum hafsvæðum, tæpa 7,3 milljarða ÍSK eða um 70% af öllum fiskveiðiheimildum sem Noreg- ur veitir. Einungis Færeyingar og Rúss- ar veita Norðmönnum meiri aflaheim- ildir en þeir fá frá þeim. Hér er miðað við verð á fiski upp úr sjó í Noregi og ekki tekið tillit til þess að ekki verða allar heimildir nýttar til fulls. Verð Gera má ráð fyrir einhverjum skekkj- um þar eð alls staðar er miðað við meðalverð. Verð á loðnu er miðað við sölu til iðnaðar. Ekki hefur enn náðst samkomulag um skiptingu 10.000 tonna af makríl milli Noregs, Evrópu- sambandslandanna og Færeyja en Norðmenn gera ráð fyrir því að fá 3.000 tonn í sinn hlut. REVTINGUR Samningarnir við Evrópusambandslöndin Fiskveiðisamningarnir við Evrópu- bandalagslöndin eru stærstir í sniðum. Þar er samið um afla sem er að verð- mæti rúmir 123 milljarðar ÍSK. Norð- menn veita aflaheimildir fyrir 7,3 milljarða ÍSK en fá í staðinn 6 millj- arða. Auk þess sömdu þeir um veiði- heimildir í Skagerrak og Kattegat. í Smugusamningunum fá íslending- ar sex sinnum meira en Norðmenn en ekki tíu sinnum meira eins og fullyrt var á sínum tíma. í samningunum við Svíþjóð og Pól- land veita Norðmenn heimildir fyrir afla að verðmæti meira en 900 millj- ónir ÍSK án þess að fá nokkuð í stað- inn. Margir ólíkir samningar Noregur er aðili að 12 samningum um fiskveiðiheimildir. Auk þeirra eru þrennir samningar sem snerta landið óbeinlínis. í Suður-íshafinu hafa Norðmenn veiðirétt en norsk fiskiskip nýta hann ekki. (Byggt á grein í norska sjávariitvegsblaðinu Fiskaren) NCm 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.