Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 16
Alþjóðavœðing og samstarf yfir landamæri „Ég held að á alþjóðavettvangi sé litið á okkur sem þjóð í fararbroddi í umhverfis- málum sjávarútvegsins. Til dœmis vekur það alltafjafh mikla undrun að það skuli vera samtök útvegsmanna sem berjist fyrir því að mótuð sé langtímastefha í skyn- samlegri nýtingu fiskistofna," segir Kristján Þórarinsson. Brautryðjendur í umræðunni um umhverfismál og sj ávarútveg - segir Kristján Þórarinsson, stofnvistfrœðingur hjá LIU au eru ekki mörg alþjóðaverkefn- in sem við sem hagsmunasamtök útgerðarmanna komum að með bein- um hcetti, en LÍÚ veitir hins vegar stjómvöldum gjarnan ráðgjöfvið gerð ýmissa alþjóðasamninga og við tökum sœti í sendinefndum íslands, t.d. í NAFO og NEAFC. Á þann hátt eru störf á alþjóðavettvangi orðin lið- ur í okkar starfsemi en því til viðbót- ar höfum við talsverö samskipti við systursamtök okkar í öðrum löndum, kynnum þeim hvað við erutn aðgera og frœðumst um þeirra starfum leið," segir Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Kristján tel- ur að á alþjóðavettvangi muni ís- lendingar meira láta til sín taka vegna umrœðunnar um umhverfis- merkingar fiskafurða og heildarum- rœðu um umhverfismál. „Hér innanlands höfum við unnið talsvert að umhverfismálunum og erum þar í brautryðjendastarfi hvað sjávarútveginn snertir. Ég held að á al- þjóðavettvangi sé litið á okkur sem þjóð í fararbroddi í umhverfismálum sjávarútvegsins. Til dæmis vekur það alltaf jafn mikla undrun að það skuli vera samtök útvegsmanna sem berjist fyrir því að mótuð sé langtímastefna í skynsamlegri nýtingu fiskistofna. Þetta hafa fleiri gert í orði en alls ekki á borði. Sömuleiðis marka íslenskir út- vegsmenn sér mikla sérstöðu með ein- dregnum stuðningi við rannsóknir og sérstaklega veit ég að meðal erlendra vísindamanna þykir þetta sérstakt. Þetta er ástæða þess að við getum hreinlega farið út í verkefni eins og upplýsingaveitu sjávarútvegsins, sem sjávarútvegsráðuneytið hefur haft for- göngu um að koma upp á Netinu. Við höfurn frá athyglisverðum hlutum að segja á alþjóðavettvangi og eigum að segja frá þeim," segir Kristján. Á íslensku sjávarútvegssýningunni fyrr í haust dreifði Landssamband ís- lenskra útvegsmanna bæklingi sem semtökin létu gera í því skyni að kynna fiskveiðistjórnun hér á landi og koma árangri af henni á framfæri, bæði hér innanlands og ekki síður er- lendis. Þessu kynningarefni segir Krist- ján að hafi verið vel tekið og það not- að af íslenskum fyrirtækjum og stofn- unum sem samskipti hafa við sam- starfsaðila eða viðskiptamenn sína er- lendis. „Fyrirtækin og stofnanirnar hafa leitað til okkar eftir þessum bæklingi og fengið að nota hann í sinni kynn- ingu á íslandi og íslenskum sjávarút- vegi. Þetta er dæmi um það hvernig við komum íslenskum aðilum til að- stoðar í sínum verkefnum erlendis," segir Kristján Þórarinsson. 16 M2R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.