Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 34

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 34
Kaupendur launa fyrir gæðafisk Aðalfundur smábátamanna sam- þykkti ályktun þar sem skorað er á alla smábátasjómenn að ísa allan fisk og koma með hann að landi í ílátum. Segir í samþykktinni að góð reynsla hafi verið af að landa fiski óslægðum með góðri umgengni um hráefnið og kaupendur séu mjög ánægðir. Krafist er óbreyttra reglna um þetta atriði enda launi kaupend- ur góða meðferð á afla með verð- hækkunum á gæðafiski. Pess er krafist af fiskmörkuðum að gæða- fiskur sé í boði fyrir fiskkaupendur og honum sé haldið aðgreindum. Vilja Fiskistofu út á land Málefni Fiskistofu koma fyrir í fundarsamþykkt aðalfundar LS og vilja smábátamenn að stofnunin verði flutt út í sjávarútvegsbyggðir landsins í stað þess að hún sé í miðborg Reykjavíkur. I sjávarút- vegsbyggðum landsins eigi Fiski- stofa mun betur heima en í Reykja- vík. í greinargerð með samþykktinni segir að á undanförnum árurn hafa umsvif Fiskistofu aukist mjög að mannafla. í mörgum tilfellum hafi störf sem tengjast Fiskistofu nú ver- ið flutt beint úr sjávarútvegsbyggð- um þar sem þau hafi átt og eigi heima. Því verði það að teljast eðli- leg krafa að aðalstöðvar Fiskistofu verði fluttar nær þeim vettvangi sem starfssvið hennar beinist að. Hins vegar megi fallast á að útibú verði rekið á höfuðborgarsvæðinu. ______________________________ Smábátasjómenn nggandi á aðalfundi LS: Rekstur hundruða smábáta í uppnámi að óbreyttum lögum Til langs tíma hafa smábátaeig- endur orðið að búa við hverja skammtímalausnina á fœtur annarri og undantekningarlaust með þeim fylgifisk að hluti flotans er skilinn eftir í algeru uppnámi með öll fram- tíðaráform. Því verður ekki trúað að óreyitdu að þetta sé það sem stjórn- völd óski sér eða telji vœnlegt til sátta um tilhögun mála. Vegur smá- bátaútvegsins hefur vissulega aukist á undanfómutn árum, en gangi nú- gildandi lög óbreytt eftir dylst engutn að stór hluti smábátaflotans er svipt- ur rekstrarlegum forsendum frá og með 1. september árið 2000," segir í samþykkt aðalfundar Landssam- bands smábátaeigenda, sem haldinn var fyrir skömmu. í samþykktinni segir að helstu rök stjórnvalda er þau hafi brugðist við Smábátasjómenn segjast hafa búið við hverja skammtímalausnina á fœtur ann- arri í því útgerðarmynstri sem stjórnvöid ákveða fyrirþennan hluta skipaflotans. Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda kvótadómi Hæstaréttar, hafi verið að þeim bæri skylda til að vernda at- vinnurétt smábátaeigenda. Eina leiðin til þess væri að breyta lögunum með þeim hætti sem þau gerðu, þ.e. kvóta- setja helftina af þeim sem litla eða enga veiðireynslu hafa og læsa þá sem eftir standa inni í sóknardagakerfi, sem í senn bjóði upp á vonlaust rekstr- arumhverfi og sé stórhættulegt út frá öryggissjónarmiðum. Arthur Bogason, formaður LS, segir að miðað við óbreytt lög verði fótun- um kippt undan rekstri hundruða smá- báta í lok næsta sumar og við eigend- um þeirra blasi vart annað en gjald- þrotið eitt. Því sé eðlileg sú spurning sem aðalfundur LS hafi sent stjórn- völdum þar sem spurt sé í hverju felist trygging atvinnuréttar smábáta þegar lögum sé stillt þannig upp að ekkert blasir við „hinum vernduðu" annað en rekstrarstöðvun þegar lögin komi til framkvæmda. „Með slíkum gjörningum er síst ver- ið að nálgast sátt um veiðikerfið að ekki sé minnst á þau gífurlegu verð- mæti sem fara samtímis forgörðum í formi verðlausra atvinnutækja, ónýtts mannafla og mannvirkja. Sú spurning hlýtur að vakna hvort stjórnvöldum sé heimilt að breyta þannig leikreglum að atvinnutæki þeirra sem inn í grein- ina hafa komið á fullkomlega lögleg- um forsendum og aðilar fjárfest í með gildandi lög í huga, verði á svipstundu verðlaus vegna lagabreytinga," segir í fundarsamþykkt aðalfundar LS. 34 mm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.