Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 13
Alþjódavæding og samstarf yfir landamæri Sjónarmið Islendinga sterkari á alþjóðavettvangi en áður - segir Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu s £g dreg í efa að í umrœðunni um fiskiveiðistjómun á alþjóðavett- vangi hafi athyglin beinst meira að því sem við teljum góðan árangur okkar íslendinga affiskveiðistjómun. Staðreyndin er sú að allar þjóðir reyna að halda sínum kerfum á lofti sem þeim bestu og að mínu mati get- um við ekki vœnst þess að okkur tak- ist að sannfasra alla um ágœti þess sem við erum að gera. En ég held að ótvírœtt hafi íslendingum tekist að gera sína rödd sterkari í umrœðum á alþjóðavettvangi um sjávarútvegs- mál," segir Jón B. Jónasson, skrif- stofustjóri í sjávanítvegsráðuneyt- inu, um spurninguna um alþjóða- vœðingu og samstarfyfir landamœri. Á erlendum vettvangi hefur Jón mest komið að umræðunni um fisk- veiðistjórnun og hann telur að ekki megi oftúlka álit annarra þjóða á ís- lenska fiskveiðistjórnarkerfinu. „Ég tel mig ekki verða varan við að íslenska kerfið sé að vinna á í umræðunni. Þar sem svipuð kerfi, hafa verið tekin upp hafa komið fram áþekkar gagnrýnis- raddir og við þekkjum héðan úr um- ræðunni, t.d. um að kvóti safnist á fárra hendur," segir Jón. Ráðgjöf vísindamanna meira metin hér á landi Á alþjóðavettvangi segir Jón að slagur- inn muni í vaxandi mæli snúa að hagsmunasamtökum sem hafi á stefnuskrá sinni að berjast gegn fisk- veiðum, eða hafa áhrif á þær með ein- um eða öðrum hætti. Burtséð frá ís- lenska fiskveiðistjórnarkerfinu sem slíku þá segir Jón að eftir því sé tekið hvernig vísindaþátturinn spili inn í fiskveiðistjórnunina hérlendis. „Að þessu leyti er staða okkar sterk. Við höfum hér á landi góða vísinda- menn og sterka stofnun á rannsóknar- viðinu sem er Jiafrannsóknarstofnun- in. Menn vita að hér er unnið að því að bæta úr þeim annmörkum sem menn telja sig sjá á kerfinu. Hvað störf vísindamenn erlendis varðar þá gengu mál svo langt hjá Evrópusambandinu að þeir sögðu sér ekki fært að gefa vís- indalega ráðgjöf vegna þess að ekki væri mark takandi á þeim upplýsing- um sem leggja átti til grundvallar ráð- gjöfinni. Þessu er ólíkt farið hér á landi." Sterkari en höfðatalan gefur tilefni til Ef litið er til stórra stofnana á borð við matvælastofnunina FAO, þá virðist í fljótu bragði réttast að álykta sem svo að litla ísland hafi lítið að segja. Jón er ekki sammála því. „Nei, íslenska röddin er glettilega sterk. Jafnvel þó að menn séu hikandi gagnvart íslenska kerfinu þá hefur ís- lendingum t.d. verið falin forysta í ýmsum mikilsverðum nefndum. Við höfum þannig fengið tækifæri til að beita okkur af meiri þunga en höfða- tala þjóðarinnar gefur tilefni til." Jón nefnir í þessu sambandi að FAO sé ekki eini umræðu- vettvangurinn þar sem íslend- ingar og íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið komi við sögu. Árlega sé tekin umræða um kerfið innan fiskveiðinefndar OECD, án þess þó að stuðning- ur við kerfið fari hraðvaxandi. „Gleggsta dæm- ið um mismunandi skoðanir á hvaða leiðir beri að fara er stjórnun rækju- veiða á Flæmska hattinum. Þar viljum við íslendingar nota þá fyrirmynd sem við þekkjum hér heima en því sjónar- miði er hafnað. Það er því langt í frá að okkar skoðanir á fiskveiðistjórnun hafi náð langt á alþjóðavettvangi þó vissulega hafi verið eftir okkar árangri tekið." mm 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.