Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 18
Nils Torsvik: Svar til r framkvæmdastjóra FI Pétur Bjamason, framkvœmdastjóri Fiskifélags íslands og ritstjóri tíma- ritsins Ægis, skrifar leiðara blaðsins í september. Þar fnllyrðir hann að blaðið „Fiskaren" hafi verið sérlega hlutdrœgt í umfjöllun sinni þegar norska skipið „österbris" var tekið af Landhelgis- gœslu íslands í tvígang með stuttu millibili síðastliðið sumar. Hann skrifar að allt sem hafi verið skrifað um málið í „Fiskaren" hafi vart mátt tálka á annan hátt en að saklausir aðilar befðu verið teknir fastir í þessu máli. Ritstjórinn fullyrðir einnig að blaðamenn „Fiskaren" hafi ekki lát- ið þá staðreynd trufla sig í sinni um- fjöllun að nætur margra annarra skipa hafi einnig verið kannaðar án þess að Landhelgisgæslan hafi gert nokkrar at- hugasemdir. Pétur Bjarnason skrifar að við hjá „Fiskaren" höfum látið í veðri vaka að „einungis hefndarþorsti og illvilji ræki íslendinga til þess að hegða sér svona, og því væri samvinna við slíka þjóð varasöm". Einnig að „íslendingar voru að hefna „Sigurðarmálsins", hvað sem tautaði og raulaði". Þetta eru alvarleg- ar ásakanir. Sem óháð fréttablað á „Fiskaren" að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu í máli sem enn er til meðferð- ar í réttarkerfinu. Blaðið á einnig að hafa tengt mál „0sterbris" við annað og gerólíkt mál. Eftir lestur á umfjöll- un „Fiskaren" um þetta mál bæði í formi leiðara og fréttagreina, er aug- ljóst að fullyrðingar Péturs Bjarnason- ar eru út í hött. í okkar skrifum um þetta mál hafa hvorki blaðamenn né persónur sem talað er við, nefnt mál „Sigurðar VE" einu orði. í leiðara leggur „Fiskaren" áherslu á að þetta mál sé nú í höndum íslensks réttarkerfis. Nú sé mikilvægt að Norð- menn og íslendingar finni sameigin- legan grundvöll til aukinnar sam- vinnu á sjávarútvegssviðinu í framtíðinni. Merkilegt nokk, auglýsir Petur Bjarna- son einmitt eftir slíkri samvinnu í þessum sama leiðara í „Ægi". Allir þeir sem hugsa fram á veginn í sjávarútvegs- málum í Noregi, fslandi og í öðrum sjávarútvegslöndum við Norður Atl- antshaf, gera sér grein fyrir Þeirri stað- reynd að þessar þjóðir hafa til mikils að vinna með aukinni samvinnu í tengslum við sameiginleg hagsmuna- mál. Á sama tíma keppa þessar þjóðir sín á milli, og ögra jafnvel hinum ástundum. Framundan bíður flókið Nils | Torsvik og viðkvæmt ferli sem miðar í þá átt að þessar þjóðir vinni nánar saman. Takist þetta er ljóst að ávinningur get- ur orðið verulegur á ýmsum sviðum. Hér má nefna sem dæmi, aukna sam- vinnu á sviði veiðistjórnunar og markaðs-, og umhverfismála. Þetta hefur „Fiskaren" oft bent á, bæði í leiðurum og öðrum ritstjórnar- skrifum. Samvinna af þessu tagi mun án efa þróast í auknum mæli á milli íslands og Noregs á næstu árum. Tvær af aðal- forsendum þess eru mál- efnalegar umræður og gagnkvæmur skilningur. Ekki síst eftir að nú eru að baki mörg ár þar sem þessar þjóðir hafa átt í fiskveiðideilum hvor við aðra. Á slíkum tíma er það því áhyggjuefni þegar framkvæmda- stjóri jafn víðtækra samtaka íslensks sjávarútvegs og Fiskifélag íslands eiga að vera, skrifar ritstjóraleiðara í mál- gagni samtakanna sem einkennist meir af ímyndunarafli hans sjálfs en því sem raunveruleikinn hefur uppá að bjóða. Það er lágmarkskrafa að menn sýni allavega lit í þá att að vera málefnalegir í þessari mikilvægu um- ræðu, - eða hvað Pétur Bjarnason? Höfundur er ritstjóri norska sjávarút- vegsblaðsins Fiskaren. 18 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.