Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 19

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 19
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Athugasemd frá framkvæmda- stjóra FÍ Undirritaður vill koma á fram- færi eftirfarandi athugasemd og ábendingum vegna greinar Nils Torsvik. Meginefni leiðarans, sem ritstjóri Fiskaren gerir athugasemd við, var að Norð- menn, íslendingar og aðrar þjóðir sem eiga sameiginlega hagsmuni þurfi að vinna saman og að þessar þjóðir megi ekki láta skekkta mynd, sem fjölmiðlar gjarnan draga upp af átakamálum trufla slíka samvinnu. í leiðaranum var m.a. tekið dæmi um hvernig lesendur Fiskarens hljóta að draga ályktun af Österbrismálinu miðað við hvað þeir gátu lesið um í blaðinu (ekki bara í leiðurum og fréttagreinum). Nils Torsvik hefur það sér til af- sökunar að geta ekki lesið íslensku og því þurft á milligöngumanni að halda við lestur leiðarans. Eg vil hins vegar benda lesendum Ægis á að lesa yfir leiðara septemberblaðsins. Þá sjá lesendur að skoðanir Nils Torsvik og mínar fara að verulegu leyti saman og að viðbrögð starfs- manna Fiskaren, Nils Torsvik hér í Ægi1 og Magnúsar Hafsteinssonar í Morgunblaðinu nýlega, við þessum leiðara voru umtalsvert ofsafengnari en leiðarinn gaf tilefni til Pétur Bjamason Pétur Bjarnason Grandi og Þormóður rammi-Sæberg hafa eignaskipti Grandi hf. hefur selt Þormóði ramma-Sæbergi hf. 90,6% hlut sinn í Árnesi hf. í Þorlákshöfn. Fyrirhugað er að sameina Árnes Þormóði ramma-Sæbergi og halda áfram rekstrinum í Þorkákshöfn. Sölugengi hlutabréfanna var 1,51 en Grandi eignaðist fyrr á þessu ári meirihluta í Árnesi eftir að félagið bauð hluthöfum Árness að kaupa bréfin á genginu 1,30. Samhliða þessu hefur Grandi keypt 15,2% af 20,2% hlut í Hraðfrystihúsinu- Gunnvöru á Vestfjörðum. Fram kemur í tilkynningu frá félögunum tveimur, að Árnes hafi á undanförnum mánuðum hagrætt í rekstri félagsins með sölu eigna og fjárhagslegri endurskipulagningu. í kaupsamningi sé tekið fram að kaupanda séu ljós þau fyrirheit sem Grandi hf. gerði um áframhaldandi rekstur Árness þegar félagið eignaðist meirihluta í því og muni af fremsta megni leitast við að framfylgja honum. Árnes hefur sérhæft sig f veiðum og vinnslu á flatfiski og humri. Aflaheimildir Þormóðs ramma-Sæbergs í skarkola séu tæplega 5% og muni þær styrkja rekstur Árness. Faxamjöl hf., dótturfélag Granda, keypti nýlega fiskimjölsverksmiðju í Þorlákshöfn sem var í eigu þrotabús Hafnarmjöls. í tilkynningunni segir að engin breyting hafi orðið á áformum um rekstur verksmiðjunnar. Þá kemur einnig fram að Grandi muni áfram eiga rúmlega 20% hlut í Þormóði ramma- Sæbergi. Geir hættur hjá Marel Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marel hf. látið af störfum að eigin ósk. Geir hefur verið forstjóri Marel frá árinu 1987 og stýrt mikilli upp- byggingu þess. Stjórn Marel hf. hefur ráðið Hörð Arnarson framkvæmdastjóra vöruþróunar og framleiðslusviðs Marei sem forstjóra félagsins. Hörður er 38 ára rafmagnsverkfræð- ingur að mennt og hefur starfað hjá Marel frá 1985. Samruni Vaka og DNG formlega staðfestur Með hluthafafundum í Vaka fiskeldiskerfum og DNG hefur samruni félaganna formlega verið samþykktur. Félagið heitir Vaki-DNG og skipa stjórn félagsins þeir Andri Teitsson, Þorsteinn I. Sigfússon, Sverrir Guðmundsson, Vigfús Jóhannsson og Hjörleifur Jakobsson. Eftir sameininguna nemur eignarhlutur Hampiðjunnar hf. í nýja félaginu yfir 22% eða um 14 milljónum að nafnvirði. GeirA. Gunn- laugsson. AGIR 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.