Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 25

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGl lendis að leita leiða til að lesa aldur háffiska út frá göddum, sem eru í bakuggum margra tegunda og er byrj- að að safna gögnum hér við land í því skyni. Hér er um algert nýmæli að ræða og myndi það verða metið mikils á alþjóðlegum vettvangi, ef ísland gæti tekið þátt í því og lagt sinn skerf af mörkum við að leysa þetta vanda- mál. Umhverfisrannsóknir Ekki hefur verið unnt að sinna um- hverfisrannsóknum í sambandi við rannsóknir á djúpfiskum nema að mjög takmörkuðu leyti. Aðallega er það botnhiti, sem hefur verið skráður. Taka þyrfti upp rannsóknir á fleiri um- hverfisþáttum samhliða djúpfiska- rannsóknum, t.d. á fleiri eiginleikum sjávar, lífsamfélögum og á djúpslóð- inni almennt (fæðuframboð, fæðu- tengsl). Upplýsingar um magn í upphafi skráninga á svokölluðum „sjaldséðum" fiskum voru allmargir djúpfiskar skráðir sem slíkir. Þegar svo byrjað var að toga dýpra og dýpra uppgötvaðist að margir þeirra voru alls ekki sjaldgæfir heldur var aðal um- hverfi (habitat) þeirra dýpra en vitað var um fyrr og fundust þeir oft í tals- verðu magni á ákveðnu dýpi. Þannig hafa verið teknar af skrám yfir sjald- séða fiska um -50-40 tegundir á undan- förnum árum. Lítið er til af upplýsingum um þyngd einstakra djúpfiskategunda í eldri gögnum og þess vegna var og er ennþá lítið vitað um lengdar-þyngdar- samband margra þeirra annara en nytjafiska. Það er ekki fyrr en á síðustu 5 árum, að aukin vitneskja í þessu sambandi hefur fengist. Magn ein- stakra tegunda í afla er mjög breyti- legt, allt frá prósentubroti upp í helm- ing aflans eftir því, um hvaða tegund er að ræða og hvar og á hvaða dýpi er togað. Því miður er mjög lítið vitað um Slóans gelgja er mjög alengt, m.a. í djúplóðningunum á Grœnlandshafi. brottkast á djúpfiskategundum, sem voru ekki seljanlegar á sínum tíma. Besta dæmið er gulllax, sem hefur ver- ið fleygt áratugum saman við karfa- veiðar. Gulllaxafli sem fleygt er fyrir borð, hefur oft verið talsverður að sögn þeirra, sem stunda karfaveiðar. Þetta gerir stofnmat erfitt. Ennfremur Ávallt eru að bœtast við tegundir fiska sem finnast við ísland. Þráðskalli fékkst í fyrsta skipti í leiðangri Kaldbaks árið 1997. er vitað að brottkast á djúpháfum er umtalsvert við grálúðu veiðar. í ný- legri ritgerð (K.B. Jakobsdóttir 1998), sem fjallaði um tvær algengar djúp- háfategundir hér við land var gerð til- raun til að reikna út brottkast af þeim, og reyndist það yfir 20 % grálúðuafl- ans á ákveðnu svæði. Það þyrfti stórlega að bæta úr þess- um vanda. Mjög nauðsynlegt er að afla frekari vitneskju um brottkast frá togurum t.d. með því að senda starfs- menn Hafrannsóknastofnunarinnar með í veiðiferðir eða fá eftirlitsmenn til að skrá brottkastið, þegar þeir eru um borð. Rannsóknir á ungstigum djúpsjávarfiska Með fundi eggja og seiða gulllaxsins á Reykjaneshryggjarsvæðinu og fyrir sunnan land var staðfest, að þessi stofn er íslenskur. Á sínum tíma (1977) fannst hrygnandi grálúða vest- an við landið og einnig fengust egg hennar í háfsýni, á um það bil 900- 1000 m dýpi. Yfirleitt er lítið vitað um egg og seiði flestra djúpfiska, sérstak- lega ef ekki er um nytjastofna að ræða. Þetta gildir ekki aðeins fyrir íslenska hafssvæðið, heldur einnig fyrir stóran hluta Norður-Atlantshafsins. Sem dæmi má nefna fjólumóra, þar eru ungstigin óþekkt og smáfiskur sjald- séður. Hér við land hefur fjólumóri fengist sem ungfiskur 8 cm að lengd. Vegna þess að fiskur á kynþroskastig- um II og IV hefur einnig veiðst, er lík- legt, að hann hrygni líka hér við land. Þó að rannsóknir á eggjum og seiðum djúpfiska kunni að vera kostnaðarsam- ar og tímafrekar, er brýnt að láta þær ekki sitja á hakanum. Allavega er Reykjaneshryggurinn talinn með áhugaverðustu svæðum til rannsókna á djúpfiskum og ungviði þeirra, hvort heldur er um nýttar eða ónýttar teg- undir að ræða. Rússar voru á sínum tíma með þá kenningu að langhalinn synti alla leið frá Nýfundnalandi hing- AGIR 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.