Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 26
að á Reykjaneshrygg til að hrygna endaþótt hann sé ekki talinn góður sundfiskur. Seinna fannst hrygnandi langhaii við Nýfundnaland á meira dýpi en kannað hafði verið áður. Þá var þegar vitað að Reykjaneshryggur og kantarnir út frá honum eru m.a. uppeldisssvæði fyrir langhala og oft hefur fengist allmikið af langhalaung- viði í íslenskum rannsóknaleiðöngrum á þessu svæði. Fisktegundir á djúpslóð sem ættu að hafa forgang til rannsókna Flestar tegundir á djúpslóð eru áhuga- verðar til rannsókna, en sumar áhuga- verðari en aðrar með tilliti til nýtingar. Rannsóknum á sumum þessum teg- undum er sinnt í hefðbundnum rann- sóknaráætlum stofnunarinnar svo sem karfategundum (nema litla karfa), grá- lúðu og blálöngu. Hér er því verið að benda á tegundir sem vitað er að veið- ast sem meðafli við t.d. karfa- og/eða grálúðuveiðar. Þessar tegundir má flokka á eftirfarandi hátt: 1) tegundir sem eru hirtar þótt ekki sé ávalt mikið um þær í aflanum. 2) tegundir sem við höfum ekki hirt en eru aftur á móti nýttar í sumum löndum sem íslendingar eiga viðskipti við. Leggja ætti áherslu á rannsóknir á þessum tegundum. 3) tegundir sem telja má líklegt að verði nýttar í framtíðinni. Auk tegundanna í töflu 2 fæst fjöldi tegunda í misríkum mæli, sem ekki er líklegt að nái fótfestu sem vara til manneldis að nokkru ráði í nánustu framtíð. Djúplóðningar í úthafinu (Deep scattering layer) í úthafinu vestan og sunnan lands eru víðfeðm svæði með þykku lagi af end- urvörpum (lóðningum) frá lífverum á allmiklu dýpi. Þetta lag hefur lítillega verið kannað í Grænlandshafi (J. 26 mm------------------------------ Laxsíld. Fjöldi laxsíldartegunda er í hafinu við ísland. Þetta eru smáir fiskar, mest 5-15 cm, og er mergð sumra tegundanna mikil. Magnússon,1996). Þar mældist þetta lag á 400-800 m dýpi. Lagið er sam- hangandi um allt Grænlandshaf en þéttleiki getur verið nokkuð breytileg- ur eftir svæðum og tíma (árum). Enn- fremur er ljóst að þetta iag hagar sér öðruvísi að vetrarlagi en að sumri til. Aragrúi tegunda bæði fiska og hryggleysingja eru í þessu lagi og mynda þær mikinn lífmassa. í aflan- um voru fisktegundir mest áberandi, en pokinn var klæddur. í klæðning- unni var 40 mm möskvi, svo þorrinn af hryggleysingjunr hefur smogið möskvana. Enda þótt fiskar séu vafa- laust verulegur hluti þessa lags, þá er einnig ljóst að í því eru smáar lífverur sem ekki veiðast í vörpuna sem notuð var svo sem smá krabbadýr. Þessi dýr mynda stóran hluta þessa lags, ef til vill meiri hlutann. Alls veiddust um 60 fisktegundir af 35 ættum fiska í þessu lagi, en aðeins tiltölulega fáar tegundir fengust í um- talsverðu magni. Oftast var mest um ýmsar laxsíldategundir (Myctophidae), en slóans gelgja (Chauliodus sloani), skjár (Bathylagus euryops) og trjónuáll (Serrivomer beani) voru líka mjög tíð- ar í aflanum. Ennfremur fengust ýms- ar anga tegundir (Platytroctidae spp), broddatanni (Borostomias antarct- icus), djúpkarfi (Sebastes mentella), geirsílategundir (Paralepididae), mar- snákur (Stomias boa ferox) svo og smokkfiska- og rækjutegundir. Frumathugun á fæðu fiska í þessu lagi sýnir, að stærstu fiskarnir eins og t.d. karfi éta mikið af þeim minni, t.d laxsíldir og þeir minni mikið af smá- um lífverum eins og t.d. krabbadýrum. Lítið er vitað um þýðingu þessa lífmassa í orkubúskapi hafsins. Hins vegar er hér um mikinn lífmassa að ræða, sem vafalítið mun verða nýttur er fram líða stundir. Nú þegar er litið hýru auga til laxsílda m.t.t. nýtingar enda mun vera hægt að gera góða vöru a.m.k. úr sumum þeirra. Nýting- armöguleikar á laxsíld hafa verið til umræðu nokkrum sinnum og mjög nýlega hafa fyrirspurnir borist í þá veru. Málin hafa hins vegar strandað á eftirfarandi atriðum: 1) of lítið er vitað um hegðun líf- veranna í laginu og um veiðanleika. 2) tækniatriðum í sambandi við hugsanlegar veiðar, veiðarfæri og vinnslu. 3) skipakosti til frekari rannsókna en hingað til hafa djúplóðningar að- eins verið rannsakaðar sem aukaverk í öðrum leiðöngrum. Augljóst er, að mikið rannsókna og tilraunastarf þarf að vinna áður en til reglulegra veiða kemur. Hér er því um mjög áhugavert framtíðarverkefni að ræða. Kostnaður í sambandi við djúpfiskarannsóknir Djúpfiskarannsóknir eru kostnaðar- samar því þær kalla m.a. á leiðangra um úthafið og þar sem veitt er á miklu dýpi. Kostnaði mætti hins vegar halda í skefjum til að byrja með með því að nýta til frekari gagnasöfnunar ýmsa leiðangra, sem farnir eru á djúpslóð, t.d. svokallað haustrall. Ennfremur mætti safna sýnum af togurum, sér- staklega í sambandi við úrkast. Auka þyrfti líka samvinnu við útibúin og út- gerðir í sambandi við söfnun sýna af djúpfiskum t.d. búrfiski, langhölum,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.