Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 39

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 39
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Fylgst með magni díoxína í fiski úr norskum ijörðum M'atvœlaeftirlitið norska telur ekki ástœðu til að óttast að magn díoxíns í fiski frá Noregi sé yfir hœttumörkum. Þó rœður það fiski- ntönnum, sem hyggjast veiða í soðið í vissum fjörðunt, frá því að borða afl- ann. Bæði díoxín og eiturefnið PCB binst fituvef. Þess vegna ætti að forðast að borða skeldýr, þorsklifur og feitan fisk, svo sem síld og makríl, sem veiðist í fjörðum þar sem ástæða er til að óttast mengun. Eftirlit Matvælaeftirlit norska ríkisins fylgist með mengun af völdum eiturefna í fjörðum og miðum við strendur lands- ins og veita ráðleggingar varðandi neyslu fisksins sem þar veiðist. Enn hefur að sögn matvælaeftirlitsins ekk- ert komið fram sem bendir til þess að ástæða sé til að óttast að díoxín sé yfir hættumörkum í feitum fiski sem seld- ur er í norskum fiskbúðum. Turid Hell- strom, sem starfar við matvælaeftirlit- ið, segist ekki myndu borða lifur úr þorski sem veiddur er í menguðum fjörðum en ef fólk fylgist með tilkynn- ingum frá matvælaeftirlitinu og fer að ráðum þess þá hefur hann enga ástæðu til að taka fisk af matseðlin- um. Hellstrom segir að díoxínmengun hafi minnkað á síðustu árum, eftir að strangari reglur voru settar um með- ferð úrgangs frá iðnaði. Áhrif díoxína á mannslíkamann Rúm 90% af díoxínum sem berast inn REVTINGUR I mannslíkamann koma úr fæðunni. Árið 1998 mat Alþjóða heilbrigðis- stofnunin díoxínmagn sem mannlík- aminn gæti þolað án þess að bíða tjón af. Mörkin voru þá lækkuð úr 10 píkógrömmum (1 píkógramm er einn billjónasti hluti úr grammi) á hvert kíló líkamsþunga niður í 1-4 píkógrömm. í iðnaðarlöndum er al- gengt að fólk fái dag hvern úr fæðu 1- 3 píkógrömm af díoxínum á hvert kíló líkamsþunga. Áhrif stórra skammta af díoxínum í stuttan tíma geta valdið ýmiss konar óþægindum og sjúkdómum, svo sem dökkum blettum á húð og lifrar- skemmdum. Á lengri tíma geta efnin valdið ýmsum tegundum krabba- meins. Fóstur eru sérlega næm fyrir áhrifum díoxína en brjóstmylkingar eru líka einkar viðkvæmir fyrir þeim. Norska heilbrigðiseftirlitið telur ekki ástæðu til að óttast hættulega mikið af díoxínum í móðurmjólk, enda hafi magn efnanna minnkað í umhverfinu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur þá sem vinna í pappírsiðnaði, við sorpbrennslu eða aðra meðferð úr- gangs og þá sem borða fisk úr meng- uðu vatni, vera í sérstakri hættu vegna díoxíneitrunar. Haldast lengi í náttúrunni Til eru 210 afbrigði díoxína, sem skipt er í nokkra hópa. Af þeim eru rúmlega 30 eitraðir. Eitraðasta díoxínið er TCDD. Efni þessi brotna afar hægt niður í náttúrunni. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnun- inni tekur það mannslíkamann sjö ár að brjóta efnið niður. í náttúrunni komast díoxín auð- veldlega inn í fæðukeðj- una. Þar gildir hið venju- lega lögmál að því ofar sem kemur í fæð- upýramídann því meiri er þéttni díoxína í vefjum lífvera. Meginhluti díoxína eru úrgangsefni frá iðnaði, t.d. málmbræðsluverum og bleikingu pappírs. Úrgangur frá sorp- brennsluofnum er þó að- aluppspretta díoxína, en þau myndast líka við skógarelda og eldgos. (Byggt á grein í norska sjávaríítvegsblaðinu Fiskaren) Enn hefur að sögn matvœlaeftirlitsins norska ekkert komið fram sem bendir til þess að ástœða sé til að óttast að díoxín sé yfir hœttumörkum í feitum fiski sem seldur er í norskum fiskbúðum. ÁGIR 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.