Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 22

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 22
en lengra frá landi en 1993. Þá hefur gögnum um djúpfiska ver- ið safnað kerfisbundið í haustralli árin 1996-1998. í þessum leiðöngrum hef- ur verið lögð áhersla á öflum alhliða líffræðilegra gagna. í eldri gögnum er vissulega að finna töluvert af líffræði- legum upplýsingum, þótt í sumum þeirra sé mikilvægið fyrst og fremst varðandi útbreiðslu, dýpi og tíðni teg- undanna. Skráning gagna Eitt af þeim fjórum undirverkefnum sem Hafrannsóknastofnunin tók að sér innan ESB verkefnisins var að safna saman gögnum um djúpfiska allt frá árinu 1975 og fram til ársins 1997 og koma þeim á aðgengilegt tölvutækt form. í því fólst: a) að yfirfara gögn sem höfðu verið slegin inn og bæta um leið og lagfæra skráningu þeirra. Sumar af þeim teg- undum sem ekki töldust til nytja- stofna höfðu t.d. einungis verið skráð- ar „taldar" þó mælingar á þeim væru fyrir hendi. b) að safna saman gögnum sem höfðu tvístrast eða orðið útundan við innsláttinn á sínum tíma og bæta þeim inn í gagnaskrár. Sem dæmi má nefna að fara þurfti yfir gamlar dag- bækur og skýrslur. c) að bæta við í gagnaskrár eftir getu gögnum sem safnað hafði verið af veiðieftirlitsmönnum og úr lönduð- um afla. Djúpfiskar voru skráðir í 87 leið- 1. Lýsing á djúpfiskaveiðum. 2. Samantekt og skráning á eldri gögnum úr leiðöngrum. Svartháfur er með algengustu háffiskum á djúpslóð við landið og er talinn líklegur nytjafiskur. 2. mynd Djúpfiskar rannsakaðir um borð í b/v Kaldbaki árið 1997. Einar Ásgeirsson, rannsóknamaður, mœlir slétta langhala. í framhaldi af þessu ákvað sjávarút- vegsráðuneytið að veita peninga til leigu á togara og því var gerð áætlun um skipulagðan leiðangur á djúpslóð á Reykjaneshrygg með togara (b/v Sjóli) og rannsóknaskipi (r/s Bjarni Sæ- mundsson). Þessum leiðangri var hrint í framkvæmt í mars 1993 og þá safnað miklu af alhliða líffræðilegum gögnum um djúpfiska á ofanverðum Reykjaneshrygg. í grálúðuleiðangri með togara (b/vjúlíus Geirmundsson) árið áður (1992), út af V- og NV-landi, voru einnig mæidar margar djúpsjáv- artegundir. Árið 1996 gerðist Hafrannsókna- stofnunin aðili að umfangsmiklu rannsóknaverkefni á djúpslóðum í Norður Atlantshafi á vegum Evrópu- sambandsins. Þátttökuþjóðirnar í þessu verkefni auk íslands voru 9, þ.e. Skotland, Frakkland, Þýskaland, ír- land, Ítalía, Grikkland, Portúgal, Spánn og Noregur. Megin markmið verkefnisins voru eftirfarandi: 3. Lýsing og mat á umfangi brott- kasts á djúpfiskum og á undirmáls- fiski. 4. Söfnun gagna úr lönduðum djúpfiskaafla. 5. Líffræðilegar upplýsingar um djúpfiska. ísland vann að öllum þessum mark- miðum að undanskildu markmiði 3. Með tilkomu ESB verkefnisins var unnt að ráðast í einn djúpsjávarleið- angur í viðbót sumarið 1997 með leigðum togara (b/v Kaldbakur), þar sem safnað var umfangsmiklum gögn- um á djúpslóðinni á Reykjaneshrygg, 22 Msm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.