Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 6
Slagurinn um Kvótaþingið Miðað við þann tón sem gefinn hefur verið að undanfórnu lijá stofnunum sjómanna, útvegsmanna og fiskverkenda, stejiiir í að tekist verði á wn Kvótaþing í komandi kjaraviðrœðum. 'KJú í aðdraganda kjarasamninga 1 \ iná Ijóst vera að tekist verður á um Kvótaþing og afleiðingar þess fyr- ir sjávarútveginn. Að undanfórnu hafa verið haldnir fundir hagsmuna- samtaka sem sent liafa frá sér sam- jrykktir sem fJestar eiga það sam- merkt að minnast með einum eða öðrum hœtti á Kvótaþingið. Á það að vera eða fara? Var tilkoma þess til góðs eða ills? Samtök fiskvinnslustöðva ályktuðu á sínum aðalfundi um Kvótaþingið og óskuðu þar eftir að lög um þingið yrðu endurskoðuð með það fyrir augum að starfsemin yrði lögð niður hið fyrsta. „Áhyggjur þær sem fram komu í ályktun síðasta aðalfundar SF um að starfsemi Kvótaþings mundi raska starfsumhverfi fiskvinnslunnar hafa reynst réttar. Fundurinn telur að opin- bert eftirlit með skiptaverði sé fylli- lega tryggt með starfsemi Verðlags- stofu skiptaverðs. Það er með öllu ólíðandi fyrir íslenskan sjávarútveg að starfsemi Kvótaþings hefti eðlileg við- skipti fyrirtækja og trufli með þeim hætti hráefnisöflun fiskvinnslunnar." LÍÚ vill þingið burt í sama streng tók aðalfundur LÍÚ í samþykkt sinni og sagði Kristján Ragn- arsson í setningarræðu þingsins að gagnrýni samtakanna á Kvótaþing hafi gengið eftir. „Við töldum það skaðlega íhlutun að lögbinda viðskipti með aflaheimid- ir við slíka ríkisstofnun auk þeirrar mismununar sem það myndi leiða af sér. Þeim, sem eiga tvö skip eða fleiri, leyfist að flytja hindrunarlaust milli skipa, eins og eðlilegt er, en sá sem á eitt skip verður að fara í gegnum þann 6 Mm--------------------------- svarta kassa sem einkennir þetta Kvótaþing. Slík mismunun er með öllu óþolandi." Annar tónn í sjómönnum Á formannafundi Sjómannasam- bandsins á dögunum kvað við nokkuð annan tón í garð Kvótaþings þó for- maður Sjómannasambandsins hafi áður lýst yfir að Kvótaþing sé ekki heilagt í augum sjómanna ef ná megi sátt um leið í myndun fiskverðs og að það kvótabrask, sem þeir kalla svo, verði upprætt. Formannafundurinn ályktaði einnig um Kvótaþingið og sagði þar: „Formannafundurinn telur að Kvótaþing verði að starfrækja, svo lengi sem Alþingi heimilar útgerðar- mönnum að versla með verðmæti sem þeir ekki eiga. Með tilkomu Kvóta- þings fullyrða útgerðarmenn að leigu- verð á kvóta hafi hækkað umtalsvert, sem er alrangt. Kvótaverð hefur hald- ist í hendur við hækkun afurðaverðs. Kvótaþingið eitt og sér dugir hins veg- ar ekki til að koma í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerðarinn- ar. Þrátt fyrir jákvæða afstöðu til Kvótaþingsins áréttar fundurinn þá skoðun aðildarfélaga Sjómannasam- bands íslands að afnema eigi heimildir útgerðarmanna til að framselja afla- mark af skipum sínum. Veiðirétturinn á að vera afnotaréttur og ekkert um- fram það. Fundurinn telur að í hag- ræðingarskyni eigi að heimila flutning á aflamarki milli skipa í eigu sömu út- gerðar og jöfn skipti aflamarks milli tegunda, en að öðru leyti verði flutn- ingur aflamarks milli skipa bannaður."

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.