Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 36

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 36
r Ulfar Hauksson: Aðildarsamningur Norðmanna ftir að Fitmar og Svíar höfðu fal- ast eftir fullri aðild að ESB var það mat norskra stjórnvalda að al- gerlega ný staða vœri komin upp. Það vœri mikilvœgt fyrir Norðmenn að verða samferða nágrönnum sínum inn í ESB og verða hluti afþeirri nor- rœnu blokk sem þar vœri að myndast oggœti liaft veruleg álirif. Löndin þrjú liöfðu svipaðra hagsmuna að gceta í aðildarviðrœðunum enn þó voru einstök svið sem hvert og eitt þeirra liafði sérhagsmuna að gœta. Finnar á sviði landbúnaðar á norð- urslóðum, Svíar á sviði félags- og um- hverfismála og Norðmenn í sjávarút- vegi. Markmið norsku ríkisstjórnarinnar á sviði sjávarútvegs var að tryggja arð- vænlega og sjálfbæra þróun á sviði fiskveiða og fiskeldis. í aðildarviðræð- unum var einkum tekist á um eftirfar- andi málefni: • Veiðiréttindi, aflahlutdeild og að- gangur að fiskveiðilögsögum • Framkvæmd fiskveiðistjórnunnar • Fjárfestingar í sjávarútvegi Veiðiréttindi, aflahlutdeild og aðgangur að fiskveiðilögsögum Norska fiskveiðilögsagan liggur að hluta að lögsögu ESB og þurfa þeir og sambandið að semja um fyrirkomulag veiða á deilistofnum á þessum svæð- um. í tengslum við EES-samninginn var gerður sérstakur fiskveiðisamning- ur milli Noregs og ESB sem kvað á um 36 mm------------------------------- 2. GREIN Hér birtist önnur grein af þremur þar sem höfundur varpar Ijósi á Evrópusam- bandið, stefnu þess í sjávar- útvegsmálum og stööu ís- lands gagnvart Evrópusam- bandinu með tilliti til aðildar. Þriðja grein í röðinni birtist í Ægi í desember. „Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varð- andi sjávarútvegsmál hafi náð fram að ganga og vœru staðfest í aðild- arsamningi þeirra." að veiðiheimildir ESB í norskri lögsögu færu úr 2,14% í 2,9%. Auk þess hefur ESB hlutdeild í þorski norðan 62. breiddargráðu upp á 1,28%. í aðildar- samningnum varð niðurstaðan sú að frá og með 1998 yrði hlutdeildin norðan 62. breiddargráðu 1,57% í stað 1,28%. Miðað við leyfilegan þorskafla í Barentshafi árið 1994 er þarna um að ræða aukningu upp á rúmlega 2000 tonn. I aðildarsamningnum var einnig gert ráð fyrir að fiskiskip sambandsins fengju greiðari aðgang til veiða innan norskrar lögsögu úr sameiginlegum makrílstofni. í aðildarsamningnum er meginregl- an sú að aflahlutdeild ESB innan norskrar lögsögu og öfugt er byggð á sögulegri veiðireynslu áranna 1989 til 1993. í samningnum er kveðið á um að samningsaðilar meiga hvorki auka sókn í vannýtta stofna í lögsögu hvors annars, né auka veiðar á þeim tegund- um sem ekki sæta ákvörðun um leyfi- legan hámarksafla. Norðmönnum tókst því að tryggja svo til óbreytta stöðu mála gagnvart ESB frá því sem var í fiskveiðisamningnum í tengslum við EES-samkomulagið. Framkvæmd fiskveiðistjórnunar: Norðmenn fóru fram á að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi þeirra norðan 62. breiddargráðu héldist óbreytt. Norðmönnum var veitt fullt forræði yfir þessu hafsvæði fram til 30. júní árið 1998. Samningsaðilar stóðu að sameiginlegri yfirlýsingu þar sem tekið var fram að við nýtingu fiskistofna á svæðinu eftir 30. júní árið 1998 skyldi byggt á því stjórnkerfi sem fyrir væri. Norðmenn túlkuðu þessa yfirlýsingu sem lagalega skuldbindingu um að fiskveiðistjórnunin á svæðinu yrði óbreytt. Þeir hefðu eftir sem áður lagt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.