Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 29

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 29
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Við höfum komið við sögu í flest- um þeim verksmiðjum sem starfræktar eru í rækjuiðnaði hér á landi í dag. Flestar eru þær mjög vel tæknivæddar og kannski ekki augljóst hvar sóknar- færin liggja fyrir okkur í sölu búnaðar. Þá kemur til sögunnar sú stefna okkar að leggja fjármuni í vöruþróun og ný- sköpun. Þá leið höfum við farið til að mæta sveiflunum í rækjuiðnaðinum og reyndar er það þannig að framleið- endurnir sjálfir hafa verið óþrjótandi uppspretta hugmynda sem við höfum verið óhræddir að virkja. Með þessu móti höfum við fundið lifibrauð okk- ar," segir Jóhann og undirstrikar að í rækjuiðnaðinum gildi að koma með iausnir sem byggi á sjálfvirkni og því að færri hendur komi að verki í rækju- vinnslunni. Með dótturfyrirtæki ■ Garðabæ í fyrra stofnaði 3X-Stál dótturfyrirtæk- ið Stálnaust í Garðabæ og framleiðir það að hluta til fyrir móðurfélagið á ísafirði. Þetta samspil segir Jóhann hagkvæmt en lykilatriðið í þeirri sam- vinnu sé að samgöngur hafi mjög far- ið batnandi milli höfuðborgarsvæðis- Karalyftari frá 3X Stáli. Vélvœðingin tek- ur alls staðar við verkum, þar sem á ann- að borð er hcegt að koma henni við. í nýrri rœkjuverksmiðju á Nýfíindnalandi. Verksmiðjan var endurbyggð fyrr á þessu ári og annaðist 3X Stál hönnunarþáttinn og smíði tœkja í verksmiðjuna. Framkvœmdastjóri 3X Stál segir hana eina þá fullkomnustu sinnar tegundar í heiminum í dag. ins og Vestfjarða á undanförnum árum. „Við erum með útibú úti á landi, þ.e. í Garðabæ og erum bara stoltir af því," segir Jóhann og er nokkuð skemmt. Aðspurður um kosti staðsetningar 3X-Stáls á ísafirði segir hann þá ótví- ræða. Tengsl séu mikil við öflugar rækjuverksmiðjur á svæðinu og það sé mikils virði, ekki síst þegar byggt sé svo markvisst á vöruþróun og nýsköp- un, sem raun ber vitni hjá 3X Stáli. Bolfiskvinnslan áhugasöm Jóhann vill ekki upplýsa um sölu- markmið næsta árs en segir stefnuna upp á við. Hann segir að íslenska sjáv- arútvegssýningin í Kópavogi hafi verið góð kynning á fyrirtækinu á íslensk- um markaði - og reyndar virðist sem í tengslum við sýninguna hafi mönn- um í bolfiskiðnaði opnast augu fyrir þeim búnaði sem 3X-Stál bjóði og nýt- ist jafnt bolfiskvinnslunni sem rækju- iðnaðinum. „Við kynntum t.d. karaþvottavél á sýningunni, karalyftur og kara- hvolfara. Síðan höfum við nú þegar getið okkur gott orð fyrir færibanda- kerfin okkar sem þykja léttkeyrandi og sérstaklega auðveld í þrifum. Stað- reyndin er sú að við erum með fram- leiðslu á búnaði fyrir rækjuiðnaðinn að fást við þann hluta fiskiðnaðarins sem býr við hvað ströngustu kröfurn- ar. Þess vegna gefur auga leið að góð hönnun á tækjum fyrir rækjuiðnaðinn nýtist líka í mörgum tilfellum fyrir bolfiskvinnsluna, bæði í landi og á sjó," segir Jóhann. í vetur mun 3X-Stál taka þátt í sjáv- arútvegssýningum í Boston í Banda- ríkjunum, sem og í Brussel. Meðal þess sem nú er að koma nýtt á markað frá 3X-Stáli eru stórir og öflugir skelblás- arar sem eru með færibændi en eru ekki með hefðbundnum hristibúnaði. Sömuleiðis hefur 3X-Stál nýlokið við smíði á nýju tæki til glasseringar en í stað hefðbundins hristara er notuð sérstök gerð af færibandi. Fyrsta glasseringartækið er þegar selt til Noregs og annað er í smíðum og þetta segir Jóhann einmitt vera dæmi um hvernig 3X-Stál þrói ný tæki inn í framleiðslulínu sína sem svari þeim þörfum sem markaðurinn hefur. ÆCilU 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.