Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 21

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Vilhelmína Vilhelmsdóttir: Djúpfiska- rannsóknir r við Island - almennt yfirlit um stöðu þeirra Inngangur Þegar fjallað er um djúpfiska og djúp- fiskarannsóknir, þarf vissulega að skil- greina hvað átt er við. Veiðisögulega séð eru ekki nema fáir áratugir síðan farið var að veiða fisk á íslandsmiðum á meira dýpi en 400-500 m. í raun er það ekki fyrr en farið var að sækjast eftir djúpkarfa og grálúðu að togað var niður fyrir þetta dýpi en um þessi mörk liggur landgrunnsbrúnin. Við þetta dýpi miða flestir í nágranna- löndum okkar einnig, þegar um djúp- fiska er að ræða. Það gefur því að skilja að lengi vel var lítið um að djúpfiskar veiddust. Djúpfiskar slæddust þó í veiðarfæri einstaka sinnum. Nú er hinsvegar svo komið að sumar teg- undir sem áður voru taldar sjaldgæfar veiðast í töluverðu magni. { leiðöngrum Hafrannsóknastofn- unarinnar á leiguskipum fyrir 1970 var sjaldan veitt á djúpslóð, eins og hún er skilgreind í dag, enda leyfði búnaður skipa það yfirleitt ekki. Við komu r/s Bjarna Sæmundssonar, í árs- lok 1970, opnuðust möguleikar til slíkra veiða. Hins vegar biðu skipsins mörg önnur brýn verkefni og því gáfust lítil tækifæri til veiða á djúpslóð. Eftir að kom fram á miðjan áttunda áratuginn urðu tog á djúpslóð hins vegar æ tíðari og þá oftast í tengslum við rannsóknir á ákveðnum tegundum. Yfirleitt voru „aukategund- ir" skráðar en minna var um að líf- fræðilegum gögnum væri safnað, enda enginn mannskapur fyrir hendi til að sjá um úrvinnslu slíkra gagna. Þó var snemma farið að huga að gagnasöfn- un varðandi einstaka tegundir, svo sem gulllax og blálöngu. Með tíman- um söfnuðust upp all mikil gögn um marga djúpfiska, einkum hvað varðar útbreiðslu þeirra og á hvaða dýpi þeir væru. í lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda vaknaði nokkur áhugi fyr- ir djúpslóðinni, enda ýmsir mikilvægir fiskstofnar á niðurleið. Voru þá gerð drög að áætlun um djúpfiskarann- Hafrannsóknir sóknir þar sem hugmyndin var að reyna að virkja togaraflotann í þessu efni. Hugmynd þessi var m.a. kynnt á Fiskiþingi árið 1992. Henni var yfir- leitt vel tekið í byrjun en þegar til átti að taka, þótti mörgum ýmsir agnúar á að framkvæma slíka áætlun og var þá alveg horfið frá henni. Djúpfiskar tíndir úr „ostahali" um borð í b/v Kaldbaki í júní 1997. Það kemur oft mikill svampur (kallaður „ostur") upp með vörpunni á djúpslóð. AQOR 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.