Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 32

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 32
 Aðalfundur LILJ Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ: Launakostnaður útgerðinnar lækki nn eitia ferðina hafa verið skip- aðar nefndir til þess að endnr- skoða lög iitti stjórn fiskveiða. Sitja nú að störfum tvœr nefndir utn þetta mál. Önnur rœðir hvort leggja beri auðlindaskatt á sjávarútveginn og hitini er œtlað að fiiina sátt utn stjórmm fiskveiða. Það er nœsta kindugt að umrœða geti snúist um sérstaka skattlagningu á sjávanítveg- inn," sagði Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, í setningarrœðu sinni á aðalfundi samtakanna fyrr í tnánuð- inum. Fundurinn var sá 60. í röðinni ett þann 17. jattúar sl. voru sex ára- tugir liðnir frá stofndegi LÍÚ. „Almenningur hefur notið þess ríkulega að sjávarútveginum hefur vegnað betur eftir að núverandi fyrir- komulagi var komið á við stjórn fisk- veiðanna. Af margvíslegum ástæðum er afkoma einstakra fyrirtækja þó æði misjöfn, sem kemur m.a. fram í því að fyrirtæki sem skipta megin máli í at- vinnulífi margra byggðarlaga eru rekin með verulegu tapi ár eftir ár og eru komin að fótum fram. Viðbótar skatt- lagning myndi valda gjaldþroti margra þeirra. Sérstakur skattur á sjávarútveg er skattur á landsbyggðina og myndi enn auka á erfiðleika hennar," hélt Kristján áfram í þeim kafla ræðu sinn- ar þar sem hann vék að sáttinni í sjáv- arútvegi. Komandi kjarasamninga gerði Krist- ján líka að umtalsefni. Hann sagði út- vegsmenn leggja alla áherslu á að ná fram lækkun launakostnaður þegar fækkað er í áhöfunum skipa í kjölfar 32 ÆGiIR ------------------------- Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. tæknibreytinga um borð. Til að mynda sé á sambærilegum nótaskip- um 9 manns í áhöfn í Noregi en 14-15 hér á landi. „Okkar áherslur í næstu kjara- samnigaviðræðum hljóta að vera að kjarasamningar verði ekki endurnýjað- ir nema það fáist fram að auknar tækniframfarir leiði til lækkunar launakostnaðar, en ekki að hann hald- ist óbreyttur eins og við gerðum kröfu um í síðustu samningum," sagði Krist- ján. Um Kvótaþing hafði formaður LÍÚ þau orð að stofnunin mismunaði mönnum. „Reynslan hefur sýnt að verð veiði- heimilda hefur stórhækkað og þingið gagnast þeim best sem framselja heim- ildir en kemur þeim í koll sem veiða." Brosmildir stjórnendur LÍÚ Peir eru brosmildir á myndinni hér að ofan Kristján Ragnarsson og Friðrik J. Arngrímsson, lögfræðing- ur, enda gamansemin ekki alltaf fjarri mönnum á LIU fundum. Um næstu áramót mun Kristján láta af starfi framkvæmdastjóra LÍÚ og tekur Friðrik þá við starfinu. Aðal- fundur LIU kaus Kristján áfram til formennsku í samtökunum þannig að saman munu þessir menn stjórna LÍÚ frá næstu áramótum. Umhverfisviðurkenning til Granda hf. Umhverfisviðurkenning LÍÚ var veitt í fyrsta sinn á aðalfundi sam- takanna. Hana hlaut Grandi hf. og tekur Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri, við viðurkenningunni á mynd- inni hér að ofan en það var sjávarút- vegsráðherra, Árni M. Mathiesen, sem veitti viðurkenninguna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.