Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 10
Grétar Mar Jónsson, nýrforseti FFSÍ: Okkar gagnrýni á kvótakerfið hefur reynst vera réttmæt Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sandgerði, hefnr nú sest í stól forseta Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands og teknr við á þeim tímapunkti þegar í liönd fara kjarasamningar. Því karpi er Grétar Mar ekki ókunnur því hann hefur starfað lengi innan FFSÍ, sem for- maður Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Vísis á Suðurnesjum, félags sem talsvert hefur látið að sér kveða í umrasðunni. Grétar segir þetta fjórðu kjarasamningaviðrœðurnar sem hann taki þátt í og segir fyrsta vers að itá niðurstöðu í kjarasamninga í stað þess að kjaraviðrceðum sjó- manna og útvegsmanna verði lokið með lagasetningu. „Vinna við undirbúning kjarasamn- ingaviðræðna er fyllilega hafin og Viljwn umfram allt ná niðurstöðu í verðmyndunarmálin í ncestu samninga- lotu," segir Grétar Mar. 10 Mcm þing okkar hjá FFSÍ var liður í kjara- málunum," segir Grétar í samtali við Ægi. Ffann segir að kröfugerðin komi til með að snúa m.a. að lífeyrissjóðs- málum, hækkun kauptryggingar og hinum margfrægu verðmyndunarmál- um. Á þeim þröskuldi segir Grétar Mar samningagerð hafa stoppað að undan- förnu og því sé meginmálið að komast yfir þennan þröskuld. En mun slagur- inn snúast um Kvótaþingið? „Kvótaþingið hefur ekkert gert fyrir okkur en hefur ekki sérstaklega verið fyrir okkur heldur. Það eru aðrir þættir sem hafa kannski meiri áhrif á okkur, til að mynda veiðiskyldan en hún or- sakar að menn verða að veiða 50% af sínum kvóta. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur heldur ekki þróast eins og marg- ir reiknuðu með. Mér fannst Verðlags- stofa taka of mikið mið af gömlu lágu fiskverðssamningunum en ekki taka nægjanlegt tillit til markaðsverðs og þar af leiðandi var sama lága fiskverð- inu haldið áfram. Ég held þess vegna að það sé ekkert sérstakt keppikefli við næstu kjarasamningagerð að halda í þessar tvær stofnanir en við viljum umfram allt ná niðurstöðu í verð- myndunarmálin," segir Grétar Mar. Aflinn verði verðmyndaður á mörkuðum Sú krafa kom frá þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins að verð- mynda skuli allan sjávarafla um fisk- markaði. Fivað þetta atriði varðar er ekki að sjá annað en samhljómur sé með sjónarmiðum Sjómannasam- bands íslands. „Þessu til viðbótar sendum við ríkis- Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sandgerði og nýkjörinn forseti Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. „Meðal fýrstu verkefiiaima í nýja starfinu að undirbúa nœstu kjarasamninga." stjórn íslands áskorun um að veiðar og vinnsla verði aðskilin. Það er hluti af því skrefi að fiskur fari í gegnum fiskmarkað," segir Grétar. Hann telur einkennilegt að ekki sé hægt að verð- mynda fisk í frjálsum viðskiptum þeg- ar frelsið sé ráðandi í flestum öðrum greinum atvinnulífsins. Varla sé við öðru að búast en breyting verði þarna á - einungis spurning hvenær að þeim tímapunkti komi. Vonast eftir góðu samstarfi við önnur samtök sjómanna Grétar Mar vill engu spá um fram- vindu í kjarasamningaviðræðum. Hann segir hana ráðast mjög af við-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.