Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 31

Ægir - 01.11.1999, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Kvótabók F iskifélagsútgáfunnar s /liðnum septembermánuði gaf Fiskifélagsútgáfan út Kvótabókina 1999/2000. Skuldlausir áskrifendur Ægis hafa vonandi fengið bókina í hendur, sér að endurgjaldslausu og haft gagti af. Öðrum sem áhuga hafa býðst bókin til kaups á 700 kr. hjá Fiskifélaginu og Fiskifélagsútgáf- unni. Líkt og síðastliðin tvö ár er ætlunin með útgáfu bókarinnar að á einum stað liggi fyrir góðar upplýsingar um helstu lög og reglugerðir varðandi veiðar, sem og aðgengilegur listi yfir úthlutaðar aflaheimildir íslenskra skipa og báta. Þannig eru í Kvótabók- inni 1999/2000 reglugerðir og lög um veiðar í atvinnuskyni innan landhelgi, sem og veiðar úr stofnum utan land- helgi, s.s. á Flæmingjagrunni. Með það að leiðarljósi að notendur bókarinnar vildu hafa hana sem fyrirferðar- minnsta, en jafnframt notadrýgsta, var ákveðið að birta eingöngu lög og reglugerðir, úthlutanir á einstök skip og báta, sem og helstu yfirlitstöflur. Eftir sem áður er notendum bent á Sjómannaalmanak Fiskifélagsins, þar sem eru fyllri upplýsingar og laga- greinar varðandi sjósókn, úthlutaðar aflaheimildir, ásamt öðru sem að gagni gæti komið. Einnig hefur Fiski- félagi íslands og nú Hagstofa íslands gefið út Útveg á hverju ári, þar sem finna má ítarlegar tölulegar upplýsing- ar um aflamagn, verð og verkun. Nokkrar nýjungar eru í þessari Kvótabók. Má þar fyrst nefna að á um- liðnum árum hafa sífellt fleiri fiskteg- undir verið „kvótasettar". Þar að auki hefur sjávarútvegsráðuneytið úthlutað þorskígildum til jöfnunnar og nú síð- ast einnig til skipa sem þurftu að sæta skerðingu á innfjarðarrækjukvóta. Til að gefa raunsanna mynd af kvótaút- hlutun einstakra báta töldum við ein- sýnt að þessar aukaúthlutanir eða „jafnanir" þyrftu að koma fram í heildaraflamarki, sem og í einstökum tegundum á skip. Smám saman hefur því fjölgað dálkunum af úthlutuðum tegundum og jöfnunarúthlutunum og að end- ingu var alfarið ómögulegt að ná hverju skipi í eina línu. Því var ákveð- ið að skipta hverju skipi/bát í tvær lín- ur, þ.e. fyrri og síðari hluti úthlutunar hvers skips er í tvennu lagi, en á sömu opnu. Skýrist þetta frekar við uppflett- ingu í bókinni. Þetta þótti taka því fram að láta Nýjar bækur um sjávarútveg notendur fletta úthlutun hvers skips í mörgum töflum, og að hvergi kæmi fram raunveruleg heildarúthlutun, þ.e. úthlutun með jöfnun. Gagnlegt væri að heyra álit notenda á þessu, eða ábendingar um aðra lausn á vandan- um. i annan stað hefur einnig fjölgað úthlutunum eða „kvótategundum" úr deilistofnum utan fiskveiðilögsögunn- ar. Þessar úthlutanir eru nú allar tekn- ar saman í eina töflu. Vonumst við til að þessar nýjungar verði til að auka notagildi Kvótabókar- innar. Band bókarinnar olli nokkrum heilabrotum, réðu þar notagildi og styrkur. Bókin kemst í brjóstvasa og er bundin, en ekki aðeins límd. Hún á því að þola töluverða notkun og álag, án þess að losna í sundur. Bókina höfum við nú lagt í dóm lesenda og eru allar athugasemdir við þá nýbreytni sem bryddað var upp á vel þegnar, svo og annað sem menn vilja gera athugasemdir við. Við bend- um á tölvupóstfangið, fi@fiskifelag.is eða póstfangið okkar sem er: Fiskifélagsútgáfan Skipholti 17 105 Reykjavík Nýjar frá Máli og ineiniiiigu Fyrrum skipherra í sviptingum á sjávavarslóð Árið 1958 steig ungur stýrimaður um borð í Maríu Júlíu, eitt af varð- skipum Landgæslunnar, og varla hafði hann lært að rata um skipið þegar til átaka kom við Breta og Þjóðverja um 12 mílna landhelgi íslendinga. Fyrsta landhelgisstríð okkar var hafið. í tæp fjörutíu ár starfaði Höskuldur Skarphéðinsson í flota Landhelgisgæslunnar, í lofti og á sjó. Höskuldur Skarphéðinsson er gæddur leiftrandi frásagnargáfu sem nýtur sín vel í minningum hans. Hér birtast atburðirnir ljóslifandi fyrir hugskotssjónum - hvort sem hann lýsir björgunarferðum á úthöfum eða átökum Landhelgisgæslunnar við herskip hennar hátignar. Sjórán og siglingar í þessari bók segir Helgi Þorláks- son frá enskum sæförum og sjóræn- ingjum, duggurum, kaupmönnum og fálkaföngurum, dönskum valds- mönnum, íslenskum klerkum, ráða- mönnum og alþýðu manna. Hann skrifar lifandi og skemmtilega og kemur víða við á íslandi, en sögu- sviðið spannar líka Færeyjar, Bret- land og Irland, Finnmörku, Eyrar- sund, Miðjarðarhaf, Marokkó og miðin við Nýfundnaland. Æcm 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.